Opna stjörnuturninn á Nesinu fyrir almenningi Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2017 09:45 Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness var stofnað til að sjá um sjónaukann í stjörnuturninum ofan á Valhúsaskóla. Þórir Már Jónsson Eftir viðamiklar endurbætur á aðgengi að stjörnusjónaukanum í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í sumar fá gestir og gangandi að kíkja á hann á Menningarhátíð bæjarins í kvöld. Fram að þessu hafa skólahópar vílað fyrir sér að skoða stjörnuturninn vegna aðgengisins. Seltjarnarnesbær kostaði endurbætur á aðgenginu að turninum í sumar sem nú er lokið. Þórir Már Jónsson, gjaldkeri Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem á sjónaukann, segir að til komast í stjörnuturninn hafi þurft að klífa bratta og leiðinlega heimasmíðaða tréstiga. Nú sé hins vegar búið að saga úr gólfinu og smíða almennilegan hringstiga að sjónaukanum. Stjörnuskoðunarfélagið hefur alltaf verið opið fyrir almenningi af landinu öllu og fólki og hópum hefur staðið til boða að koma og skoða kíkinn. Aðgengið hefur hins vegar hamlað því undanfarin ár. „Við vitum hins vegar að margir hafa vílað fyrir sér að fara þarna upp, sérstaklega skólahópar. Ég veit að skólar hafa ekki viljað bera ábyrgð á því að fara með hóp af yngri krökkum í svona príl,‟ segir Þórir Már.Ólíklegt er að hægt verði að skoða stjörnur annað kvöld vegna veðurs en gestir geta kynnt sér starfsemi Stjörnuskoðunarfélagsins og skoðað útsýnið úr turninum.Stjörnuskoðunarfélag SeltjarnarnessOpnað formlega með opnu húsi á MenningarhátíðEndurbæturnar sem nú hafa verið gerðar eiga því að gera þægilegra fyrir skólahópa og aðra að koma í heimsókn og fá að kíkja á stjörnurnar.Opið hús verður í Valhúsaskóla kl. 20 í kvöld í tengslum við Menningarhátíð Seltjarnarnesbæjar þar sem stjörnuturninn verður formlega opnaður eftir endurbæturnar. Veðurspáin lofar ekki góðu fyrir stjörnuskoðun en Þórir Már segir að félagar Stjörnuskoðunarfélagsins verði engu að síður til taks til að kynna félagið og sýna aðstöðuna. „Það er allavegana hægt að skoða útsýnið yfir borgina. Það er ekkert leiðinlegt að kíkja út þarna úr turninum þó að sjónaukinn verði að bíða til betri tíma,‟ segir hann. Seltjarnarnes Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Eftir viðamiklar endurbætur á aðgengi að stjörnusjónaukanum í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í sumar fá gestir og gangandi að kíkja á hann á Menningarhátíð bæjarins í kvöld. Fram að þessu hafa skólahópar vílað fyrir sér að skoða stjörnuturninn vegna aðgengisins. Seltjarnarnesbær kostaði endurbætur á aðgenginu að turninum í sumar sem nú er lokið. Þórir Már Jónsson, gjaldkeri Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem á sjónaukann, segir að til komast í stjörnuturninn hafi þurft að klífa bratta og leiðinlega heimasmíðaða tréstiga. Nú sé hins vegar búið að saga úr gólfinu og smíða almennilegan hringstiga að sjónaukanum. Stjörnuskoðunarfélagið hefur alltaf verið opið fyrir almenningi af landinu öllu og fólki og hópum hefur staðið til boða að koma og skoða kíkinn. Aðgengið hefur hins vegar hamlað því undanfarin ár. „Við vitum hins vegar að margir hafa vílað fyrir sér að fara þarna upp, sérstaklega skólahópar. Ég veit að skólar hafa ekki viljað bera ábyrgð á því að fara með hóp af yngri krökkum í svona príl,‟ segir Þórir Már.Ólíklegt er að hægt verði að skoða stjörnur annað kvöld vegna veðurs en gestir geta kynnt sér starfsemi Stjörnuskoðunarfélagsins og skoðað útsýnið úr turninum.Stjörnuskoðunarfélag SeltjarnarnessOpnað formlega með opnu húsi á MenningarhátíðEndurbæturnar sem nú hafa verið gerðar eiga því að gera þægilegra fyrir skólahópa og aðra að koma í heimsókn og fá að kíkja á stjörnurnar.Opið hús verður í Valhúsaskóla kl. 20 í kvöld í tengslum við Menningarhátíð Seltjarnarnesbæjar þar sem stjörnuturninn verður formlega opnaður eftir endurbæturnar. Veðurspáin lofar ekki góðu fyrir stjörnuskoðun en Þórir Már segir að félagar Stjörnuskoðunarfélagsins verði engu að síður til taks til að kynna félagið og sýna aðstöðuna. „Það er allavegana hægt að skoða útsýnið yfir borgina. Það er ekkert leiðinlegt að kíkja út þarna úr turninum þó að sjónaukinn verði að bíða til betri tíma,‟ segir hann.
Seltjarnarnes Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira