Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 14:30 Frábærir en samt ekki lengur bestir á Norðurlöndum. Vísir/Ernir Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. Riðlakeppni Evrópuhluta undankeppni HM lauk í gærkvöldi og um leið var hægt að finna út hvernig þjóðirnar raðast upp þegar FIFA skiptir þjóðum upp í styrkleikaflokka fyrir dráttinn í riðla í úrslitakeppni HM 2018. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo, betur þekktur sem MisterChip, hefur reiknað saman stöðu þjóða á næsta styrkleikalista FIFA. Íslenska landsliðið var í 22. sæti á september listanum en er nú komið upp í 21. sæti. Liðið hækkar sig því um eitt sæti en nær ekki inn á topp tuttugu þrátt fyrir góða sigra á Tyrklandi og Kósóvó.Sois los primeros en conocer el Ranking FIFA que se utilizará para configurar los 4 bombos de #Rusia2018. Ahí va. pic.twitter.com/vNnlTBBFhW — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 11, 2017 Íslenska liðið missir líka Dani upp fyrir sig á listanum. Danska landsliðið hefur verið á miklu skriði að undanförnu og fer nú úr 26. sæti upp í 19. sæti. Danir eiga enn möguleika á því að komast á HM í Rússlandi næsta sumar en þeir verða í umspilinu ásamt Svíum. Svíarnir eru í 25. sæti á komandi lista en voru í 23. sæti í síðasta mánuði. Danir hoppa því upp fyrir bæði Íslendinga og Svía á listanum sem verður gefinn út 16. október næstkomandi. Lars Lagerback er líka á uppleið með norska landsliðið á listanum. Norðmenn eru í 58. sæti á nýja listanum og fara upp um heil 15 sæti því þeir voru í 73. sæti á september listanum. Alexis Martín-Tamayo hefur einnig reiknað út hvernig styrkleikalistarnir fjórir líta út þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni HM 1. desember næstkomandi. Samkvæmt honum verður íslenska landsliðið í þriðja styrkleikaflokki ásamt Króatíu, Danmörku, Kosta Ríka, Túnis, Egyptalandi, Senegal og Írlandi. Það fylgi reyndar máli að MisterChip setur sér þrjár forsendur. Að Perú slái út Nýja-Sjáland og að fjórar efstu Evrópuþjóðirnar í umspilinu tryggi sér farseðilinn til Rússlands. Þá gefur hann sér að Túnis, Senegal og Fílabeinsströndin komist áfram í Afríku. Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkleikaflokkarnir munu væntanlega líta út og um leið er hægt að fara setja sama draumariðil og martraðarriðill fyrir íslenska landsliðið.SORTEO COPA DEL MUNDO: así serán los cuatro bombos del sorteo de la fase de grupos de #Rusia2018 (leed los 3 condicionantes). pic.twitter.com/u6pLBwJsyu — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 11, 2017 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Yfirburðir strákanna okkar á Norðurlöndunum staðfestir Ísland er efst Norðurlandanna á styrkleikalista FIFA, enn á ný. 14. september 2017 10:00 Íslendingar aldrei verið ofar á styrkleikalistanum en eru ekki lengur konungar norðursins Nýr styrkleikalisti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, var gefinn út í dag. 6. júlí 2017 08:15 Strákarnir okkar ná nýjum hæðum á styrkleikalista FIFA Íslenska karlalandsliðið stekkur upp um þrjú sæti og í það nítjánda á nýjum styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út á fimmtudaginn. Ísland hefur aldrei verið ofar á styrkleikalistanum. 3. júlí 2017 09:13 Falla um tvö sæti á FIFA-listanum en eru aftur orðnir konungar norðursins Ísland verður í 22. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út 14. september, ef marka má útreikninga spænska tölfræðingsins Mr. Chip á Twitter. 7. september 2017 07:00 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. Riðlakeppni Evrópuhluta undankeppni HM lauk í gærkvöldi og um leið var hægt að finna út hvernig þjóðirnar raðast upp þegar FIFA skiptir þjóðum upp í styrkleikaflokka fyrir dráttinn í riðla í úrslitakeppni HM 2018. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo, betur þekktur sem MisterChip, hefur reiknað saman stöðu þjóða á næsta styrkleikalista FIFA. Íslenska landsliðið var í 22. sæti á september listanum en er nú komið upp í 21. sæti. Liðið hækkar sig því um eitt sæti en nær ekki inn á topp tuttugu þrátt fyrir góða sigra á Tyrklandi og Kósóvó.Sois los primeros en conocer el Ranking FIFA que se utilizará para configurar los 4 bombos de #Rusia2018. Ahí va. pic.twitter.com/vNnlTBBFhW — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 11, 2017 Íslenska liðið missir líka Dani upp fyrir sig á listanum. Danska landsliðið hefur verið á miklu skriði að undanförnu og fer nú úr 26. sæti upp í 19. sæti. Danir eiga enn möguleika á því að komast á HM í Rússlandi næsta sumar en þeir verða í umspilinu ásamt Svíum. Svíarnir eru í 25. sæti á komandi lista en voru í 23. sæti í síðasta mánuði. Danir hoppa því upp fyrir bæði Íslendinga og Svía á listanum sem verður gefinn út 16. október næstkomandi. Lars Lagerback er líka á uppleið með norska landsliðið á listanum. Norðmenn eru í 58. sæti á nýja listanum og fara upp um heil 15 sæti því þeir voru í 73. sæti á september listanum. Alexis Martín-Tamayo hefur einnig reiknað út hvernig styrkleikalistarnir fjórir líta út þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni HM 1. desember næstkomandi. Samkvæmt honum verður íslenska landsliðið í þriðja styrkleikaflokki ásamt Króatíu, Danmörku, Kosta Ríka, Túnis, Egyptalandi, Senegal og Írlandi. Það fylgi reyndar máli að MisterChip setur sér þrjár forsendur. Að Perú slái út Nýja-Sjáland og að fjórar efstu Evrópuþjóðirnar í umspilinu tryggi sér farseðilinn til Rússlands. Þá gefur hann sér að Túnis, Senegal og Fílabeinsströndin komist áfram í Afríku. Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkleikaflokkarnir munu væntanlega líta út og um leið er hægt að fara setja sama draumariðil og martraðarriðill fyrir íslenska landsliðið.SORTEO COPA DEL MUNDO: así serán los cuatro bombos del sorteo de la fase de grupos de #Rusia2018 (leed los 3 condicionantes). pic.twitter.com/u6pLBwJsyu — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 11, 2017
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Yfirburðir strákanna okkar á Norðurlöndunum staðfestir Ísland er efst Norðurlandanna á styrkleikalista FIFA, enn á ný. 14. september 2017 10:00 Íslendingar aldrei verið ofar á styrkleikalistanum en eru ekki lengur konungar norðursins Nýr styrkleikalisti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, var gefinn út í dag. 6. júlí 2017 08:15 Strákarnir okkar ná nýjum hæðum á styrkleikalista FIFA Íslenska karlalandsliðið stekkur upp um þrjú sæti og í það nítjánda á nýjum styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út á fimmtudaginn. Ísland hefur aldrei verið ofar á styrkleikalistanum. 3. júlí 2017 09:13 Falla um tvö sæti á FIFA-listanum en eru aftur orðnir konungar norðursins Ísland verður í 22. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út 14. september, ef marka má útreikninga spænska tölfræðingsins Mr. Chip á Twitter. 7. september 2017 07:00 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00
Yfirburðir strákanna okkar á Norðurlöndunum staðfestir Ísland er efst Norðurlandanna á styrkleikalista FIFA, enn á ný. 14. september 2017 10:00
Íslendingar aldrei verið ofar á styrkleikalistanum en eru ekki lengur konungar norðursins Nýr styrkleikalisti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, var gefinn út í dag. 6. júlí 2017 08:15
Strákarnir okkar ná nýjum hæðum á styrkleikalista FIFA Íslenska karlalandsliðið stekkur upp um þrjú sæti og í það nítjánda á nýjum styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út á fimmtudaginn. Ísland hefur aldrei verið ofar á styrkleikalistanum. 3. júlí 2017 09:13
Falla um tvö sæti á FIFA-listanum en eru aftur orðnir konungar norðursins Ísland verður í 22. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út 14. september, ef marka má útreikninga spænska tölfræðingsins Mr. Chip á Twitter. 7. september 2017 07:00
Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00