Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 11:00 Frakkar taka Víkingaklappið í gærkvöldi. Vísir/Getty Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. Íslensku strákarnir komust inn á HM á mánudagskvöldið og héldu að sjálfsögðu upp á sigurinn á Kósóvó með því að taka Víkingaklappið með áhorfendum á Laugardalsvellinum í leikslok. Í gærkvöldi náðu Frakkar að gulltryggja sinn farseðil á HM eftir 2-1 sigur á Hvíta Rússlandi. Eftir leikinn tóku frönsku landsliðsmennirnir Víkingaklappið með stuðningsmönnum sínum á Stade de France.F R A N C E #FIERSDETREBLEUSpic.twitter.com/OfPpkmp2x6 — Equipe de France (@equipedefrance) October 10, 2017 Frakkarnir halda því áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum en þeir tóku það meðal annars eftir sigurinn á Íslandi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. Íslenska Víkingaklappið varð náttúrulega heimsfrægt á EM í Frakklandi þegar íslenska liðið kom öllum á óvörum og fór alla leið inn í átta liða úrslitin. Une belle soirée! #FRABIE#FiersdetreBleuspic.twitter.com/GqtqqweyIO — Equipe de France (@equipedefrance) October 10, 2017 Frakkar hafa verið mjög hrifnir af þessu eins og sást á HM í handbolta í byrjun janúar þegar hinn goðsagnakenndi markvörður Thierry Omeyer hlóð í víkingaklappið með fimmtán þúsund æstum áhorfendum. Evening Standard segir frá þessu á síðu sinni og bendir þar jafnframt á þá staðreynd að margir eru ekki alltof sáttir við það að Frakkarnir séu að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum. Það má sjá nokkur dæmi um það af Twitter hér fyrir neðan.It’s called the viking clap and you guys think it’s from France? — Edo Scholten (@EDO_FR12) October 10, 2017France players doing the thunder clap with the crowd Anyone other than Iceland doing it is cringey in my mind. — Adam McPherson (@AdsMac) October 10, 2017 rance did the Icelandic clap after they qualified last night so I no longer want them to win the world cup — Liam (@tashmanefc) October 11, 2017NOT OK with France doing the Iceland clap!! — Jamie Ferguson (@JamieMirror) October 11, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. Íslensku strákarnir komust inn á HM á mánudagskvöldið og héldu að sjálfsögðu upp á sigurinn á Kósóvó með því að taka Víkingaklappið með áhorfendum á Laugardalsvellinum í leikslok. Í gærkvöldi náðu Frakkar að gulltryggja sinn farseðil á HM eftir 2-1 sigur á Hvíta Rússlandi. Eftir leikinn tóku frönsku landsliðsmennirnir Víkingaklappið með stuðningsmönnum sínum á Stade de France.F R A N C E #FIERSDETREBLEUSpic.twitter.com/OfPpkmp2x6 — Equipe de France (@equipedefrance) October 10, 2017 Frakkarnir halda því áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum en þeir tóku það meðal annars eftir sigurinn á Íslandi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. Íslenska Víkingaklappið varð náttúrulega heimsfrægt á EM í Frakklandi þegar íslenska liðið kom öllum á óvörum og fór alla leið inn í átta liða úrslitin. Une belle soirée! #FRABIE#FiersdetreBleuspic.twitter.com/GqtqqweyIO — Equipe de France (@equipedefrance) October 10, 2017 Frakkar hafa verið mjög hrifnir af þessu eins og sást á HM í handbolta í byrjun janúar þegar hinn goðsagnakenndi markvörður Thierry Omeyer hlóð í víkingaklappið með fimmtán þúsund æstum áhorfendum. Evening Standard segir frá þessu á síðu sinni og bendir þar jafnframt á þá staðreynd að margir eru ekki alltof sáttir við það að Frakkarnir séu að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum. Það má sjá nokkur dæmi um það af Twitter hér fyrir neðan.It’s called the viking clap and you guys think it’s from France? — Edo Scholten (@EDO_FR12) October 10, 2017France players doing the thunder clap with the crowd Anyone other than Iceland doing it is cringey in my mind. — Adam McPherson (@AdsMac) October 10, 2017 rance did the Icelandic clap after they qualified last night so I no longer want them to win the world cup — Liam (@tashmanefc) October 11, 2017NOT OK with France doing the Iceland clap!! — Jamie Ferguson (@JamieMirror) October 11, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira