Messi kom Argentínu á HM | „Heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 08:00 Lionel Messi fagnar í nótt. Vísir/Getty Lionel Messi kom argentínska landsliðinu á HM í Rússlandi þegar hann skoraði þrennu í nótt í 3-1 útisigri á Ekvador í lokaumferð Suður-Ameríku riðils undankeppninnar. Suður-Ameríkumeistarar Síle verða aftur á móti ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Brasilía, sem vann riðilinn með yfirburðum, sá til þess að Síle sat eftir í sjötta sætinu með því að vinna Alexis Sanchez og félaga 3-0. Brasilía, Úrúgvæ, Argentína og Kólumbía komast beint á HM frá Suður-Ameríku en Perú fer í umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi um eitt laus sæti á HM næst sumar.Argentina, Colombia & Uruguay qualify Messi hat-trick Despair for Chile & Paraguay S America #WCQ review https://t.co/FP7gqkDxeEpic.twitter.com/dvSpXyXxF5 — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Argentínumenn byrjuðu daginn í sjötta sætinu og það mátti því ekkert klikka hjá þeim á erfiðum útivelli í mikilli hæð í Ekvador. Þetta byrjaði ekki vel fyrir Argentínu í nótt því Ekvador komst yfir eftir aðeins 38 sekúndur en svo tók Lionel Messi yfir og kom í veg fyrir að Argentína missti af HM í fyrsta sinn síðan 1970. „Við erum það heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður,“ sagði Jorge Sampaoli, þjálfari argentínska landsliðsins. „Við verðum samt að passa upp á það að öll ábyrgðin liggi ekki á herðum Leo [Messi] en í dag sýndi hann okkur hvað hann er megnugur. Ég sagði liðinu fyrir leikinn: Messi skuldar ekki Argentínu HM það er hinsvegar fótboltinn sem skuldar Messi HM. Við skulum hjálpa honum að komast á HM,“ sagði Sampaoli ennfremur eftir leik. Lionel Messi jafnaði metin á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Angel di Maria og átta mínútum síðar var Messi búinn að koma Argentínumönnum yfir. Hann skoraði síðan þriðja markið eftir mikið einstaklingsframtak. Síle tapaði 3-0 fyrir Brasilíu og datt niður fyrir Perú á markatölu. 1-0 tap hefði nægt Síle til að ná fimmta sætinu af Perú en nú verða Suður-Ameríkumeistararnir að sætta sig við að sitja heima næsta sumar. Manchester City maðurinn Gabriel Jesus skoraði tvö mörk í leiknum þar af það þriðja þegar allt lið Síle, meira að segja Claudio Bravo markvörður, var komið fram til að reyna að ná inn marki sem hefði skilað þeim í umspilið. Paulinho skoraði þriðja markið fyrir Brasilíumenn. 1-1 jafntefli nægði Perú til að komast í umspilið og Úrúgvæ tryggði sér annað sætið með 4-2 sigri á Bólivíu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Lionel Messi kom argentínska landsliðinu á HM í Rússlandi þegar hann skoraði þrennu í nótt í 3-1 útisigri á Ekvador í lokaumferð Suður-Ameríku riðils undankeppninnar. Suður-Ameríkumeistarar Síle verða aftur á móti ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Brasilía, sem vann riðilinn með yfirburðum, sá til þess að Síle sat eftir í sjötta sætinu með því að vinna Alexis Sanchez og félaga 3-0. Brasilía, Úrúgvæ, Argentína og Kólumbía komast beint á HM frá Suður-Ameríku en Perú fer í umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi um eitt laus sæti á HM næst sumar.Argentina, Colombia & Uruguay qualify Messi hat-trick Despair for Chile & Paraguay S America #WCQ review https://t.co/FP7gqkDxeEpic.twitter.com/dvSpXyXxF5 — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Argentínumenn byrjuðu daginn í sjötta sætinu og það mátti því ekkert klikka hjá þeim á erfiðum útivelli í mikilli hæð í Ekvador. Þetta byrjaði ekki vel fyrir Argentínu í nótt því Ekvador komst yfir eftir aðeins 38 sekúndur en svo tók Lionel Messi yfir og kom í veg fyrir að Argentína missti af HM í fyrsta sinn síðan 1970. „Við erum það heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður,“ sagði Jorge Sampaoli, þjálfari argentínska landsliðsins. „Við verðum samt að passa upp á það að öll ábyrgðin liggi ekki á herðum Leo [Messi] en í dag sýndi hann okkur hvað hann er megnugur. Ég sagði liðinu fyrir leikinn: Messi skuldar ekki Argentínu HM það er hinsvegar fótboltinn sem skuldar Messi HM. Við skulum hjálpa honum að komast á HM,“ sagði Sampaoli ennfremur eftir leik. Lionel Messi jafnaði metin á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Angel di Maria og átta mínútum síðar var Messi búinn að koma Argentínumönnum yfir. Hann skoraði síðan þriðja markið eftir mikið einstaklingsframtak. Síle tapaði 3-0 fyrir Brasilíu og datt niður fyrir Perú á markatölu. 1-0 tap hefði nægt Síle til að ná fimmta sætinu af Perú en nú verða Suður-Ameríkumeistararnir að sætta sig við að sitja heima næsta sumar. Manchester City maðurinn Gabriel Jesus skoraði tvö mörk í leiknum þar af það þriðja þegar allt lið Síle, meira að segja Claudio Bravo markvörður, var komið fram til að reyna að ná inn marki sem hefði skilað þeim í umspilið. Paulinho skoraði þriðja markið fyrir Brasilíumenn. 1-1 jafntefli nægði Perú til að komast í umspilið og Úrúgvæ tryggði sér annað sætið með 4-2 sigri á Bólivíu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira