Ekki spáð í að selja Kjarnahlut Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. október 2017 06:00 Ágúst Ólafur Ágústsson. „Ég hef ekki leitt hugann að því,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, aðspurður hvort hann hyggist selja 5,69% hlut sinn í fjölmiðlinum Kjarnanum í nánustu framtíð. Ágúst Ólafur er einn sjö stærstu hluthafa Kjarnans en hann bendir á að hann hafi sagt sig úr stjórn Kjarnans þegar hann ákvað að fara í framboð. Hann eigi þó hlutinn áfram. Samfylkingin mælist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og virðist flokkurinn vera á siglingu og því líkur á að Ágúst Ólafur nái kjöri ef fram heldur sem horfir auk þess sem Samfylkingin kann að vera í lykilstöðu við myndun næstu ríkisstjórnar. Aðspurður hvort hann muni selja hlut sinn nái hann kjöri segir hann það alveg geta komið til greina. Smári McCarthy, þingmaður Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, hefur reynt að selja 1,6% hlut sinn í fjölmiðlinum Stundinni um langa hríð. Hann hefur látið hafa eftir sér að það sé óeðlilegt að þingmenn séu í eigendahópi fjölmiðla, sem eigi að veita þeim aðhald. „Það getur fullkomlega komið til greina en þarf bara að koma í ljós. Ég get alveg skilið það sjónarmið,“ segir Ágúst aðspurður um skoðun hans á málinu. Smári, sem kvaðst í samtali við DV í mars vera kominn með kaupanda að hlut sínum í Stundinni og bjóst við að klára söluna í sumar, er enn skráður fyrir hlutnum samkvæmt uppfærðri skráningu Fjölmiðlanefndar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég hef ekki leitt hugann að því,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, aðspurður hvort hann hyggist selja 5,69% hlut sinn í fjölmiðlinum Kjarnanum í nánustu framtíð. Ágúst Ólafur er einn sjö stærstu hluthafa Kjarnans en hann bendir á að hann hafi sagt sig úr stjórn Kjarnans þegar hann ákvað að fara í framboð. Hann eigi þó hlutinn áfram. Samfylkingin mælist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og virðist flokkurinn vera á siglingu og því líkur á að Ágúst Ólafur nái kjöri ef fram heldur sem horfir auk þess sem Samfylkingin kann að vera í lykilstöðu við myndun næstu ríkisstjórnar. Aðspurður hvort hann muni selja hlut sinn nái hann kjöri segir hann það alveg geta komið til greina. Smári McCarthy, þingmaður Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, hefur reynt að selja 1,6% hlut sinn í fjölmiðlinum Stundinni um langa hríð. Hann hefur látið hafa eftir sér að það sé óeðlilegt að þingmenn séu í eigendahópi fjölmiðla, sem eigi að veita þeim aðhald. „Það getur fullkomlega komið til greina en þarf bara að koma í ljós. Ég get alveg skilið það sjónarmið,“ segir Ágúst aðspurður um skoðun hans á málinu. Smári, sem kvaðst í samtali við DV í mars vera kominn með kaupanda að hlut sínum í Stundinni og bjóst við að klára söluna í sumar, er enn skráður fyrir hlutnum samkvæmt uppfærðri skráningu Fjölmiðlanefndar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira