Landsliðið í nýjum búningum í Rússlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 13:15 Strákarnir fagna marki Gylfa Þórs Sigurðarsonar í gær. Þeir munu leika í nýjum búningum í Rússlandi. vísir/eyþór Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika í nýjum búningum frá Errea á HM í Rússlandi. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá nýju búningunum á Fótbolta.net. Búningarnir eru frá Errea, líkt og búningarnir sem landsliðið spilaði í á EM í Frakklandi í fyrra, en fyrir það mót var greint frá því að KSÍ fengi 10 milljónir króna á ári næstu fjögur árin, það er frá 2016 til 2020, samtals fjörutíu milljónir frá íþróttavöruframleiðandanum fyrir að spila í Errea. Eins og einhverjir muna eflaust eftir voru skiptar skoðanir um búningana sem liðið spilaði í á EM. Klara segir þó nýju búningana ekki gerða vegna einhverrar óánægju. „Nei, alls ekki. Í hverri keppni tökum við nýjan og nýjan búning í notkun. Nú erum við klára þessa undakeppni þannig að þetta er svo sem ekkert nýtt sem við erum að gera,“ segir Klara. Þá kveðst hún ekki halda að FIFA fari fram á að landsliðin spili í nýjum búningum á HM. „Við gerum okkur grein fyrir því að við munum ekki búa til búning sem allir munu elska, það er bara ekki hægt,“ segir Klara. Aðspurð hvernig ferlið í kringum hönnunina á nýja búningnum sé segir hún það vera í skoðun. „Hönnunardeild Errea kemur auðvitað að þessu eins og með síðasta búning en við erum að skoða ýmsar leiðir í þessu og höfum ekki lokað fyrir neina möguleika.“ Þá vill Klara ekkert gefa upp um það hvenær nýju búningarnir verði frumsýndir. „Það er stutt síðan við funduðum og við erum bara að skoða hvaða leiðir við förum í þessu,“ segir Klara.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upprunalegri útgáfu var ekki nógu skýrt hvernig peningagreiðslum til KSÍ frá Errea væri háttað. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30 Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika í nýjum búningum frá Errea á HM í Rússlandi. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá nýju búningunum á Fótbolta.net. Búningarnir eru frá Errea, líkt og búningarnir sem landsliðið spilaði í á EM í Frakklandi í fyrra, en fyrir það mót var greint frá því að KSÍ fengi 10 milljónir króna á ári næstu fjögur árin, það er frá 2016 til 2020, samtals fjörutíu milljónir frá íþróttavöruframleiðandanum fyrir að spila í Errea. Eins og einhverjir muna eflaust eftir voru skiptar skoðanir um búningana sem liðið spilaði í á EM. Klara segir þó nýju búningana ekki gerða vegna einhverrar óánægju. „Nei, alls ekki. Í hverri keppni tökum við nýjan og nýjan búning í notkun. Nú erum við klára þessa undakeppni þannig að þetta er svo sem ekkert nýtt sem við erum að gera,“ segir Klara. Þá kveðst hún ekki halda að FIFA fari fram á að landsliðin spili í nýjum búningum á HM. „Við gerum okkur grein fyrir því að við munum ekki búa til búning sem allir munu elska, það er bara ekki hægt,“ segir Klara. Aðspurð hvernig ferlið í kringum hönnunina á nýja búningnum sé segir hún það vera í skoðun. „Hönnunardeild Errea kemur auðvitað að þessu eins og með síðasta búning en við erum að skoða ýmsar leiðir í þessu og höfum ekki lokað fyrir neina möguleika.“ Þá vill Klara ekkert gefa upp um það hvenær nýju búningarnir verði frumsýndir. „Það er stutt síðan við funduðum og við erum bara að skoða hvaða leiðir við förum í þessu,“ segir Klara.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upprunalegri útgáfu var ekki nógu skýrt hvernig peningagreiðslum til KSÍ frá Errea væri háttað.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30 Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30
Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00