Landsliðið í nýjum búningum í Rússlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 13:15 Strákarnir fagna marki Gylfa Þórs Sigurðarsonar í gær. Þeir munu leika í nýjum búningum í Rússlandi. vísir/eyþór Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika í nýjum búningum frá Errea á HM í Rússlandi. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá nýju búningunum á Fótbolta.net. Búningarnir eru frá Errea, líkt og búningarnir sem landsliðið spilaði í á EM í Frakklandi í fyrra, en fyrir það mót var greint frá því að KSÍ fengi 10 milljónir króna á ári næstu fjögur árin, það er frá 2016 til 2020, samtals fjörutíu milljónir frá íþróttavöruframleiðandanum fyrir að spila í Errea. Eins og einhverjir muna eflaust eftir voru skiptar skoðanir um búningana sem liðið spilaði í á EM. Klara segir þó nýju búningana ekki gerða vegna einhverrar óánægju. „Nei, alls ekki. Í hverri keppni tökum við nýjan og nýjan búning í notkun. Nú erum við klára þessa undakeppni þannig að þetta er svo sem ekkert nýtt sem við erum að gera,“ segir Klara. Þá kveðst hún ekki halda að FIFA fari fram á að landsliðin spili í nýjum búningum á HM. „Við gerum okkur grein fyrir því að við munum ekki búa til búning sem allir munu elska, það er bara ekki hægt,“ segir Klara. Aðspurð hvernig ferlið í kringum hönnunina á nýja búningnum sé segir hún það vera í skoðun. „Hönnunardeild Errea kemur auðvitað að þessu eins og með síðasta búning en við erum að skoða ýmsar leiðir í þessu og höfum ekki lokað fyrir neina möguleika.“ Þá vill Klara ekkert gefa upp um það hvenær nýju búningarnir verði frumsýndir. „Það er stutt síðan við funduðum og við erum bara að skoða hvaða leiðir við förum í þessu,“ segir Klara.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upprunalegri útgáfu var ekki nógu skýrt hvernig peningagreiðslum til KSÍ frá Errea væri háttað. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30 Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika í nýjum búningum frá Errea á HM í Rússlandi. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá nýju búningunum á Fótbolta.net. Búningarnir eru frá Errea, líkt og búningarnir sem landsliðið spilaði í á EM í Frakklandi í fyrra, en fyrir það mót var greint frá því að KSÍ fengi 10 milljónir króna á ári næstu fjögur árin, það er frá 2016 til 2020, samtals fjörutíu milljónir frá íþróttavöruframleiðandanum fyrir að spila í Errea. Eins og einhverjir muna eflaust eftir voru skiptar skoðanir um búningana sem liðið spilaði í á EM. Klara segir þó nýju búningana ekki gerða vegna einhverrar óánægju. „Nei, alls ekki. Í hverri keppni tökum við nýjan og nýjan búning í notkun. Nú erum við klára þessa undakeppni þannig að þetta er svo sem ekkert nýtt sem við erum að gera,“ segir Klara. Þá kveðst hún ekki halda að FIFA fari fram á að landsliðin spili í nýjum búningum á HM. „Við gerum okkur grein fyrir því að við munum ekki búa til búning sem allir munu elska, það er bara ekki hægt,“ segir Klara. Aðspurð hvernig ferlið í kringum hönnunina á nýja búningnum sé segir hún það vera í skoðun. „Hönnunardeild Errea kemur auðvitað að þessu eins og með síðasta búning en við erum að skoða ýmsar leiðir í þessu og höfum ekki lokað fyrir neina möguleika.“ Þá vill Klara ekkert gefa upp um það hvenær nýju búningarnir verði frumsýndir. „Það er stutt síðan við funduðum og við erum bara að skoða hvaða leiðir við förum í þessu,“ segir Klara.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upprunalegri útgáfu var ekki nógu skýrt hvernig peningagreiðslum til KSÍ frá Errea væri háttað.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30 Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30
Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00