Trump stingur upp á að bera greindarvísitölu sína saman við utanríkisráðherrans Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 12:10 Trump hefur verið sagður grafa undan valdi og áhrifum Tillerson, utanríkisráðherra síns (t.h.). Vísir/AFP Ef Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallaði Donald Trump forseta raunverulega „fávita“ ættu þeir að bera saman greindarvísitölu sína. Þetta er mat Trump sem er ekki í vafa um hvor þeirra færi með sigur af hólmi. Mikla athygli vakti þegar NBC-fréttastöðin fullyrti í síðustu viku að Tillerson hefði kallað Trump „helvítis fávita“. Fréttin fjallaði að öðru leyti um að Tillerson væri svo ofboðið að hann hefði verið kominn á fremsta hlunn með að segja af sér í sumar. Í viðtali við Forbes segist Trump ekki trúa að Tillerson hafi raunverulega látið þessi orð falla. Hafi hann hins vegar gert það er forsetinn með svar við því. „Ég held að þetta séu gervifréttir en ef hann gerði þetta þá býst ég við að við verðum að bera saman greindarvísitölur og ég get sagt þér hver mun vinna,“ segir Trump við tímarit.Telur sig ekki grafa undan valdi TillersonTillerson hefur sjálfur neitað því að hann hafi ætlað að segja af sér og talsmaður utanríkisráðuneytisins hafnaði því að hann hefði notað orðið „fáviti“ um Trump. Trump hefur verið sakaður um að grafa ítrekað undan Tillerson, meðal annars varðandi málefni Norður-Kóreu. Skömmu eftir að Tillerson hafði sagt fjölmiðlum að hann héldi samskiptum við stjórnvöld í Pjongjang opnum tísti Trump um að viðræður væru gagnslausar. Forsetinn vildi ekki gangast við því í viðtalinu við Forbes. „Ég er ekki að grafa undan. Ég held að ég sé í rauninni um að efla vald.“ Donald Trump Tengdar fréttir Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Ef Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallaði Donald Trump forseta raunverulega „fávita“ ættu þeir að bera saman greindarvísitölu sína. Þetta er mat Trump sem er ekki í vafa um hvor þeirra færi með sigur af hólmi. Mikla athygli vakti þegar NBC-fréttastöðin fullyrti í síðustu viku að Tillerson hefði kallað Trump „helvítis fávita“. Fréttin fjallaði að öðru leyti um að Tillerson væri svo ofboðið að hann hefði verið kominn á fremsta hlunn með að segja af sér í sumar. Í viðtali við Forbes segist Trump ekki trúa að Tillerson hafi raunverulega látið þessi orð falla. Hafi hann hins vegar gert það er forsetinn með svar við því. „Ég held að þetta séu gervifréttir en ef hann gerði þetta þá býst ég við að við verðum að bera saman greindarvísitölur og ég get sagt þér hver mun vinna,“ segir Trump við tímarit.Telur sig ekki grafa undan valdi TillersonTillerson hefur sjálfur neitað því að hann hafi ætlað að segja af sér og talsmaður utanríkisráðuneytisins hafnaði því að hann hefði notað orðið „fáviti“ um Trump. Trump hefur verið sakaður um að grafa ítrekað undan Tillerson, meðal annars varðandi málefni Norður-Kóreu. Skömmu eftir að Tillerson hafði sagt fjölmiðlum að hann héldi samskiptum við stjórnvöld í Pjongjang opnum tísti Trump um að viðræður væru gagnslausar. Forsetinn vildi ekki gangast við því í viðtalinu við Forbes. „Ég er ekki að grafa undan. Ég held að ég sé í rauninni um að efla vald.“
Donald Trump Tengdar fréttir Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21
Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59
Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20