Gagnsæi gegn tortryggni Benedikt Jóhannesson skrifar 10. október 2017 07:00 Ég fer fyrir flokki sem trúir því að ein besta leiðin í að bæta vinnubrögð stjórnsýslu og stjórnmála sé aukið gagnsæi. Í Viðreisn trúum við því að efla þurfi traust almennings gagnvart stjórnvöldum og stjórnmálunum almennt og eyða tortryggni. Við þurfum gagnsæi í stað feluleiks hins gamla tíma sem hefur falist í að svara helst ekki fyrirspurnum fyrr en í fulla hnefana. Auðvitað getur enginn svarað því sem hann hvorki veit um né hefur aðgang að, en sumir stjórnmálamenn hins gamla tíma virðast telja að allt skuli vera leynilegt sem ekki er sérstaklega mælt fyrir um að skuli vera opinbert. Þessi viðhorf valda tortryggni og draga úr trausti almennings.Krafa nýrra tíma Krafa nýrra tíma er að almenningur hafi meiri aðgang að upplýsingum hjá ríkinu. Stundum getur leynd verið réttlætanleg, sérstaklega ef um er að ræða viðkvæmar persónulegar upplýsingar eða upplýsingar sem geta skaðað hagsmuni ríkisins ef þær verða opinberar. Oftast er auðvelt að greina á milli slíkra upplýsinga og þeirra sem ættu að vera öllum aðgengilegar. Þessi sannfæring hefur lengi haft áhrif á störf mín. Um árabil gaf ég út blöð með upplýsingum um laun þúsunda Íslendinga. Þótt ótrúlegt megi virðast eru ekki nema rúmlega tuttugu ár síðan stjórnmálamenn bönnuðu slíka útgáfu og í reglugerð var jafnvel bannað að reikna laun út frá upplýsingum um útsvar!Birting allra reikninga ríkisins Sem fjármálaráðherra setti ég gagnsæi og aukið aðgengi að upplýsingum í forgang. Frá fyrstu dögum mínum í ráðuneytinu undirbjó ég opið aðgengi að öllum reikningum ríkisins. Nú í september var vefurinn opnirreikningar.is settur í loftið. Þar sjást reikningar sem öll ráðuneytin hafa greitt. Einhverjum stjórnmálamönnum hins gamla tíma kann að þykja þetta óþægilegt, en skattgreiðendur eiga heimtingu á að vita í hvað peningar þeirra fara. Þar að auki hafa afsláttarkaup ráðuneyta og annarra ríkisstofnana á áfengi nú verið afnumin að tillögu minni. Fríðindi og leyndarhyggja eru stjórnmál gamla tímans. Jafnrétti og gagnsæi eru stjórnmál Viðreisnar.Opið aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki Þessu til viðbótar er á mínum vegum verið að undirbúa opnun tölvuaðgengis að ársreikningaskrám og hluthafaskrám allra fyrirtækja. Með því móti sér almenningur hverjir eiga fyrirtækin og hvernig þau standa. Fallvaltar spilaborgir hins gamla tíma voru áður byggðar í skjóli leyndar. Þeir, sem hafa ekkert að fela, fela ekkert. Gagnsæi er lykill að samfélagslegri viðreisn. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég fer fyrir flokki sem trúir því að ein besta leiðin í að bæta vinnubrögð stjórnsýslu og stjórnmála sé aukið gagnsæi. Í Viðreisn trúum við því að efla þurfi traust almennings gagnvart stjórnvöldum og stjórnmálunum almennt og eyða tortryggni. Við þurfum gagnsæi í stað feluleiks hins gamla tíma sem hefur falist í að svara helst ekki fyrirspurnum fyrr en í fulla hnefana. Auðvitað getur enginn svarað því sem hann hvorki veit um né hefur aðgang að, en sumir stjórnmálamenn hins gamla tíma virðast telja að allt skuli vera leynilegt sem ekki er sérstaklega mælt fyrir um að skuli vera opinbert. Þessi viðhorf valda tortryggni og draga úr trausti almennings.Krafa nýrra tíma Krafa nýrra tíma er að almenningur hafi meiri aðgang að upplýsingum hjá ríkinu. Stundum getur leynd verið réttlætanleg, sérstaklega ef um er að ræða viðkvæmar persónulegar upplýsingar eða upplýsingar sem geta skaðað hagsmuni ríkisins ef þær verða opinberar. Oftast er auðvelt að greina á milli slíkra upplýsinga og þeirra sem ættu að vera öllum aðgengilegar. Þessi sannfæring hefur lengi haft áhrif á störf mín. Um árabil gaf ég út blöð með upplýsingum um laun þúsunda Íslendinga. Þótt ótrúlegt megi virðast eru ekki nema rúmlega tuttugu ár síðan stjórnmálamenn bönnuðu slíka útgáfu og í reglugerð var jafnvel bannað að reikna laun út frá upplýsingum um útsvar!Birting allra reikninga ríkisins Sem fjármálaráðherra setti ég gagnsæi og aukið aðgengi að upplýsingum í forgang. Frá fyrstu dögum mínum í ráðuneytinu undirbjó ég opið aðgengi að öllum reikningum ríkisins. Nú í september var vefurinn opnirreikningar.is settur í loftið. Þar sjást reikningar sem öll ráðuneytin hafa greitt. Einhverjum stjórnmálamönnum hins gamla tíma kann að þykja þetta óþægilegt, en skattgreiðendur eiga heimtingu á að vita í hvað peningar þeirra fara. Þar að auki hafa afsláttarkaup ráðuneyta og annarra ríkisstofnana á áfengi nú verið afnumin að tillögu minni. Fríðindi og leyndarhyggja eru stjórnmál gamla tímans. Jafnrétti og gagnsæi eru stjórnmál Viðreisnar.Opið aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki Þessu til viðbótar er á mínum vegum verið að undirbúa opnun tölvuaðgengis að ársreikningaskrám og hluthafaskrám allra fyrirtækja. Með því móti sér almenningur hverjir eiga fyrirtækin og hvernig þau standa. Fallvaltar spilaborgir hins gamla tíma voru áður byggðar í skjóli leyndar. Þeir, sem hafa ekkert að fela, fela ekkert. Gagnsæi er lykill að samfélagslegri viðreisn. Höfundur er fjármálaráðherra.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar