Stjórnvöld á Spáni hafa svipt Katalóníu sjálfstjórn sinni og tekið yfir stjórn héraðsins. Ákvörðunin kemur degi eftir að meirihluti þingmanna héraðsþings Katalóníu samþykkti að lýsa yfir sjálfstæði.
Í yfirlýsingu frá Spánarstjórn í morgun var tilkynnt að aðstoðarforsætisráðherrann Soraya Saenz de Santamaria muni tímabundið fara með stjórn héraðsins. Þá hefur verið greint frá því að æðstu yfirmenn katalónsku lögreglunnar Mossos hafi verið vikið frá störfum.
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í gær að héraðsþing Katalóníu hafi verið leyst upp og forseta héraðsþingsins, Carles Puigdemont, verið vikið úr embætti. Þá hafi verið boðað til kosninga til héraðsþings fimmtudaginn 21. desember.
Fjölmenn mótmæli, bæði með og gegn sjálfstæði héraðsins, voru í Barcelona og víðar langt fram á nótt. Búist er við frekar mótmælum í dag og þá hefur verið boðað til fjöldafundar í spænsku höfuðborginni Madríd þar sem talað verði fyrir sameinuðu Spáni og að stjórnarskrá landsins verði virt.
Erlent
Aðstoðarforsætisráðherra Spánar tekur tímabundið yfir stjórn Katalóníu
Tengdar fréttir
Spænska stjórnin leysir upp héraðsstjórn Katalóníu
Forsætisráðherra Spánar hefur boðað til héraðskosninga í Katalóníu 21. desember til að reyna að binda enda á stjórnmálakreppuna.
Ætla að ákæra Puigdemont fyrir uppreisn
Þing Katalóníu samþykkti í dag að lýsa yfir sjálfstæði í leynilegri kosningu.
Katalónska þingið samþykkir að lýsa yfir sjálfstæði
Í leynilegri kosningu á katalónska þinginu greiddu sjötíu þingmenn með tillögunni, tíu gegn og tveir skiluðu auðu. Sambandssinnar á katalónska þinginu sniðgengu atkvæðagreiðsluna.