Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum Kreml Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2017 18:46 Veselnitskaya neitaði New York Times um viðtal í tengslum við fréttina. Vísir/AFP „Skaðlegu upplýsingarnar“ um Hillary Clinton sem rússneskur lögmaður lofaði nokkrum nánustu ráðgjöfum Donalds Trump í fyrra höfðu áður verið kynntar einum valdamesta embættismanni Rússlands. New York Times greinir frá því að Natalía V. Veselnitskaya, rússneski lögmaðurinn sem fundaði með Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasyni þáverandi forsetaframbjóðandans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, í júní í fyrra hafi áður deilt ásökunum sínum um meint ólöglegt framferði einstaklinga sem tengjast Demókrataflokknum með Júrí Y. Tsjaíka, ríkissaksóknara Rússlands. Ásakanirnar voru afrakstur rannsóknar Veselnitskaya á bandarískum auðjöfrum og fjárhagslegum bakhjörlum Demókrataflokksins. Þeir eiga að hafa gerst sekir um fjársvik og skattaundanskot í Rússlandi. Veselnitskaya hefur fram að þessu haldið því að hún hafi fundað með framboði Trump algerlega að eigin hvötum og grefur frásögn New York Times undan þeim fullyrðingum. Blaðið segir ennfremur að þetta sýni að loforð Veselnitskaya um að færa framboðinu skaðlegar upplýsingar um Clinton hafi að minnsta kosti að hluta til byggst á staðreyndum.Sömu ásökunum komið í hendur þingmanna repúblikanaÍ frétt New York Times kemur ennfremur fram að Veselnitskaya og Tsjaíka hafi í sameiningu komið gögnum um ásakanirnar á hendur styrktaraðilum Demókrataflokksins til sendinefndar bandarískra þingmanna í Moskvu í apríl í fyrra. Blaðið segir að skjal sem Dana Rohrabacher, þingmaður Repúblikanaflokksins sem þykir sérlega hallur undir Rússland, hafi fengið þá sé að mörgu leyti samhljóða því sem Veselnitskaya hafi komið með á fundinn með Trump yngri, Kushner og Manafort tveimur mánuðum síðar. Trump og félagar hafa ítrekað vísað ásökunum um samráð við Rússa á bug. Sá fundur er á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kannar í tengslum við rannsókn sína á tilraunum rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar í fyrra og hvort að þau hafi átt í samráði við framboð Trump. Trump yngri var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton frá rússneska lögmanninum sem var lýst fyrir honum sem lið í herferð rússneskra stjórnvalda til að tryggja föður hans sigur. Því boði svaraði sonur þáverandi forsetaframbjóðandans: „Ég elska það!“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30 Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
„Skaðlegu upplýsingarnar“ um Hillary Clinton sem rússneskur lögmaður lofaði nokkrum nánustu ráðgjöfum Donalds Trump í fyrra höfðu áður verið kynntar einum valdamesta embættismanni Rússlands. New York Times greinir frá því að Natalía V. Veselnitskaya, rússneski lögmaðurinn sem fundaði með Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasyni þáverandi forsetaframbjóðandans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, í júní í fyrra hafi áður deilt ásökunum sínum um meint ólöglegt framferði einstaklinga sem tengjast Demókrataflokknum með Júrí Y. Tsjaíka, ríkissaksóknara Rússlands. Ásakanirnar voru afrakstur rannsóknar Veselnitskaya á bandarískum auðjöfrum og fjárhagslegum bakhjörlum Demókrataflokksins. Þeir eiga að hafa gerst sekir um fjársvik og skattaundanskot í Rússlandi. Veselnitskaya hefur fram að þessu haldið því að hún hafi fundað með framboði Trump algerlega að eigin hvötum og grefur frásögn New York Times undan þeim fullyrðingum. Blaðið segir ennfremur að þetta sýni að loforð Veselnitskaya um að færa framboðinu skaðlegar upplýsingar um Clinton hafi að minnsta kosti að hluta til byggst á staðreyndum.Sömu ásökunum komið í hendur þingmanna repúblikanaÍ frétt New York Times kemur ennfremur fram að Veselnitskaya og Tsjaíka hafi í sameiningu komið gögnum um ásakanirnar á hendur styrktaraðilum Demókrataflokksins til sendinefndar bandarískra þingmanna í Moskvu í apríl í fyrra. Blaðið segir að skjal sem Dana Rohrabacher, þingmaður Repúblikanaflokksins sem þykir sérlega hallur undir Rússland, hafi fengið þá sé að mörgu leyti samhljóða því sem Veselnitskaya hafi komið með á fundinn með Trump yngri, Kushner og Manafort tveimur mánuðum síðar. Trump og félagar hafa ítrekað vísað ásökunum um samráð við Rússa á bug. Sá fundur er á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kannar í tengslum við rannsókn sína á tilraunum rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar í fyrra og hvort að þau hafi átt í samráði við framboð Trump. Trump yngri var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton frá rússneska lögmanninum sem var lýst fyrir honum sem lið í herferð rússneskra stjórnvalda til að tryggja föður hans sigur. Því boði svaraði sonur þáverandi forsetaframbjóðandans: „Ég elska það!“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30 Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48
„Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30
Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46