Segja drottningarviðtöl hafa náð nýjum hæðum Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2017 11:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í fyrrakvöld í sitt 18. viðtal hjá Fox og þriðja á skömmum tíma. Það eru fleiri viðtöl en hann hefur samtals veitt öðrum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Samtals hefur hann farið í 26 sjónvarpsviðtöl samkvæmt Washington Post.Hann hefur farið í fimm viðtöl hjá NBC, MSNBC, ABC og CBS. Þar að auki hefur hann farið í þrjú viðtöl til sjónvarpsstöðva kristinna.Að þessu sinni var hann mættur á Fox Business og Lou Dobbs. Viðtalið hefur vakið mikla athygli en þó aðallega vegna þess hve vinalegt viðtalið var. Það fyrsta sem Dobbs sagði við Trump var: „Á níu mánuðum hefur þú afrekað meira í því að skapa störf. Hreyfingar á mörkuðum hafa verið ótrúlegar og slegið öll met. Allar vísitölur eru í nýjum hæðum, eða nærri þeim. Þú hefur afrekað svo mikið á þessum níu mánuðum. Meðal þess sem Dobbs sagði við Trump í viðtalinu var að hann væri „einn elskaðasti og virtasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna“ og jós hann lofinu yfir forsetann. Þar að auki virtist Dobbs oft á tíðum reyna að hjálpa Trump að svara spurningum sínum. Á næstu mínútum eftir að Dobbs sagði að Trump væri einn elskaðasti forseti Bandaríkjanna sagði hann, samkvæmt eftirriti Fox: „Án efa.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Já, og...“ „Já.“ „Já. Ég. Þú. Þú ert, ef ég má segja svo, allt sem auglýst var þegar þú bauðst þig fram til forseta. Ég kann að meta allt sem þú ert að gera. Takk fyrir kærlega.“ Ástæðan fyrir því að Trump fer einungis í viðtöl hjá Fox gæti verið sú sem Vox bendir á. Það er að síðast þegar hann fór í viðtal hjá öðrum miðli ræddi hann við Lester Holt hjá NBC. Þar viðurkenndi hann að hafa verið að ljúga um ástæðu þess að hann rak James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna.Sú viðurkenning leiddi til þess að Robert Mueller var settur í embætti sérstaks saksóknara og gert að rannsaka Trump og framboð hans. Nokkrir stjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum tóku viðtalið fyrir í gær og gerðu þeir mikið grín að því.Stephen Colbert Seth Meyers Jimmy Kimmel Hér má svo sjá viðtalið í heild sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í fyrrakvöld í sitt 18. viðtal hjá Fox og þriðja á skömmum tíma. Það eru fleiri viðtöl en hann hefur samtals veitt öðrum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Samtals hefur hann farið í 26 sjónvarpsviðtöl samkvæmt Washington Post.Hann hefur farið í fimm viðtöl hjá NBC, MSNBC, ABC og CBS. Þar að auki hefur hann farið í þrjú viðtöl til sjónvarpsstöðva kristinna.Að þessu sinni var hann mættur á Fox Business og Lou Dobbs. Viðtalið hefur vakið mikla athygli en þó aðallega vegna þess hve vinalegt viðtalið var. Það fyrsta sem Dobbs sagði við Trump var: „Á níu mánuðum hefur þú afrekað meira í því að skapa störf. Hreyfingar á mörkuðum hafa verið ótrúlegar og slegið öll met. Allar vísitölur eru í nýjum hæðum, eða nærri þeim. Þú hefur afrekað svo mikið á þessum níu mánuðum. Meðal þess sem Dobbs sagði við Trump í viðtalinu var að hann væri „einn elskaðasti og virtasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna“ og jós hann lofinu yfir forsetann. Þar að auki virtist Dobbs oft á tíðum reyna að hjálpa Trump að svara spurningum sínum. Á næstu mínútum eftir að Dobbs sagði að Trump væri einn elskaðasti forseti Bandaríkjanna sagði hann, samkvæmt eftirriti Fox: „Án efa.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Já, og...“ „Já.“ „Já. Ég. Þú. Þú ert, ef ég má segja svo, allt sem auglýst var þegar þú bauðst þig fram til forseta. Ég kann að meta allt sem þú ert að gera. Takk fyrir kærlega.“ Ástæðan fyrir því að Trump fer einungis í viðtöl hjá Fox gæti verið sú sem Vox bendir á. Það er að síðast þegar hann fór í viðtal hjá öðrum miðli ræddi hann við Lester Holt hjá NBC. Þar viðurkenndi hann að hafa verið að ljúga um ástæðu þess að hann rak James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna.Sú viðurkenning leiddi til þess að Robert Mueller var settur í embætti sérstaks saksóknara og gert að rannsaka Trump og framboð hans. Nokkrir stjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum tóku viðtalið fyrir í gær og gerðu þeir mikið grín að því.Stephen Colbert Seth Meyers Jimmy Kimmel Hér má svo sjá viðtalið í heild sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira