Tíu leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis: "Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2017 20:00 Tíu íslenskar konur hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna vændis á síðustu sjö mánuðum. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð segir að konur af erlendu bergi brotnar leiti sér síður aðstoðar enda séu þær hluti af vel skipulagðri glæpastarfsemi og stoppi stutt á landinu. Síðan Bjarkarhlíð var opnuð í mars á þessu ári hafa yfir 250 mál komið inn á borð til þeirra. Þar af eru tíu sem tengjast vændi. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir vændi. Það er gríðarlega mikið framboð á þessum síðum,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð en síðustu mánuði hafi konur leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis í meira mæli en mánuðina á undan. „Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni,“ segir Ragna Björg. Fjórtán konur til stígamóta í fyrra vegna vændis og má gera ráð fyrir öðrum eins fjölda í ár. En Bjarkarhlíð er aðeins viðbót við þjónustu Stígamóta. „Þær sem hafa leitað til okkar eru flestar á góðri leið með að vinna sig frá vændi. Það er flókið að koma út úr þeirri stöðu og erfitt að finna aðra leið til að fjármagna því það þurfa allir að lifa,“ segir Ragna Björg og bætir við að hjá Bjarkarhlíð hjálpist mörg kerfi að. Til að mynda félagsþjónustan, heilbrigðiskerfið og lögreglan. „Þessar konur sem hafa viljað vera í samstarfi við lögreglu þær hafa verið tilbúnar að gefa upp nöfn,“ segir Ragna Björg og bætir við að hins vegar skorti lögreglu oft mannafla og fjármagn til að rannsaka málin til hlítar. Hún segir að það sé eftirspurnin sem geri það að verkum að framboð sé svo mikið sem stendur. „Það er allur skalinn í þjóðfélaginu sem sækir í þessa þjónustu,“ segir Ragna Björg. Í nýbirtri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi kemur fram að sprenging hafi orðið á framboði vændis hér á landi - síðasta eina og hálfa árið. Meginþorri kvenna sem auglýsa vændi eru af erlendu bergi brotnar en þær leita sér sjaldnast aðstoðar að sögn Rögnu. „Þetta er bara svo skipulagt. Þetta fer fram allt rafrænt og þær stoppa stutt. Þær eru eins og ferðamenn og þær leita sér oft ekki hjálpar nema eitthvað komi uppá,“ segir Ragna Björg. Tengdar fréttir Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57 Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35 Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Tíu íslenskar konur hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna vændis á síðustu sjö mánuðum. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð segir að konur af erlendu bergi brotnar leiti sér síður aðstoðar enda séu þær hluti af vel skipulagðri glæpastarfsemi og stoppi stutt á landinu. Síðan Bjarkarhlíð var opnuð í mars á þessu ári hafa yfir 250 mál komið inn á borð til þeirra. Þar af eru tíu sem tengjast vændi. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir vændi. Það er gríðarlega mikið framboð á þessum síðum,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð en síðustu mánuði hafi konur leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis í meira mæli en mánuðina á undan. „Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni,“ segir Ragna Björg. Fjórtán konur til stígamóta í fyrra vegna vændis og má gera ráð fyrir öðrum eins fjölda í ár. En Bjarkarhlíð er aðeins viðbót við þjónustu Stígamóta. „Þær sem hafa leitað til okkar eru flestar á góðri leið með að vinna sig frá vændi. Það er flókið að koma út úr þeirri stöðu og erfitt að finna aðra leið til að fjármagna því það þurfa allir að lifa,“ segir Ragna Björg og bætir við að hjá Bjarkarhlíð hjálpist mörg kerfi að. Til að mynda félagsþjónustan, heilbrigðiskerfið og lögreglan. „Þessar konur sem hafa viljað vera í samstarfi við lögreglu þær hafa verið tilbúnar að gefa upp nöfn,“ segir Ragna Björg og bætir við að hins vegar skorti lögreglu oft mannafla og fjármagn til að rannsaka málin til hlítar. Hún segir að það sé eftirspurnin sem geri það að verkum að framboð sé svo mikið sem stendur. „Það er allur skalinn í þjóðfélaginu sem sækir í þessa þjónustu,“ segir Ragna Björg. Í nýbirtri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi kemur fram að sprenging hafi orðið á framboði vændis hér á landi - síðasta eina og hálfa árið. Meginþorri kvenna sem auglýsa vændi eru af erlendu bergi brotnar en þær leita sér sjaldnast aðstoðar að sögn Rögnu. „Þetta er bara svo skipulagt. Þetta fer fram allt rafrænt og þær stoppa stutt. Þær eru eins og ferðamenn og þær leita sér oft ekki hjálpar nema eitthvað komi uppá,“ segir Ragna Björg.
Tengdar fréttir Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57 Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35 Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57
Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35
Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00