Með bók í hönd Bergrún Íris Sævarsdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Læsi hrakar, íslenskukunnáttu barna og fullorðinna fer aftur, tungumálið er í stórhættu og ef ekkert er að gert töpum við móðurmálinu á næstu 50 árum. Dapurlegar fréttir og hamfaraspár blasa við okkur en hvað er hægt að gera til að sporna við þróuninni? Er þetta vandamál ríkisins og menntamálaráðuneytisins? Er það menntamálastofnunar, skólanna og kennaranna að bjarga íslenskunni? Eða geta foreldrar, frænkur og frændur, ömmur og afar, mögulega unnið stærstu sigrana með litlum og einföldum breytingum innan veggja heimilisins? Ef það er barn á heimilinu eða þú átt barn í þínu lífi sem þér þykir vænt um skaltu spyrja þig þessarar spurningar: Hvenær sá barnið þig síðast með bók í hönd? Hvenær sökktir þú þér síðast niður í bók þar sem barn sá til þín? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þegar barn sér fullorðinn einstakling lesa af áhuga, vaknar hjá þeim forvitni og löngun til að gera slíkt hið sama. Trúirðu mér ekki? Spurðu þig þá að þessu: Hvenær sá barnið / barnabarnið þitt þig síðast með síma í hönd? Dveljum aðeins við þetta. „Hann er með i-padinn á heilanum,“ segi ég um sjö ára son minn og ég skil bara ekkert í því að hann lesi ekki frekar eina af þeim hundrað bókum sem fylla hillurnar í herberginu hans. En svo lít ég niður og sé símann, samgróinn við höndina á mér og fingurnir tilbúnir að svara skilaboðum á sömu sekúndu og þau berast. Guð forði vinkonu minni frá því að bíða í nokkrar mínútur eftir að ég sendi „LOL“ við GIF-inu af fyndna kettinum sem hún sendi mér. Rétt í þessu varð ég að taka upp símann til að kíkja á nokkur snöpp og svara. Ég hætti sem sagt að skrifa þessa litlu grein til að sjá einhvern taka til á Snapchat! Ég þarf að breyta þessu, ef ekki fyrir mig þá fyrir börnin mín tvö. Ég vil frekar vera mamman sem er með nefið ofan í bók heldur en sú sem lítur ekki upp úr símanum, sérstaklega á þessum heilaga tíma eftir að börnin koma heim úr skóla og leikskóla. Næst þegar ég teygi mig eftir símanum ætla ég að taka upp bók í staðinn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Síminn getur beðið. Höfundur er rithöfundur og myndskreytir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Læsi hrakar, íslenskukunnáttu barna og fullorðinna fer aftur, tungumálið er í stórhættu og ef ekkert er að gert töpum við móðurmálinu á næstu 50 árum. Dapurlegar fréttir og hamfaraspár blasa við okkur en hvað er hægt að gera til að sporna við þróuninni? Er þetta vandamál ríkisins og menntamálaráðuneytisins? Er það menntamálastofnunar, skólanna og kennaranna að bjarga íslenskunni? Eða geta foreldrar, frænkur og frændur, ömmur og afar, mögulega unnið stærstu sigrana með litlum og einföldum breytingum innan veggja heimilisins? Ef það er barn á heimilinu eða þú átt barn í þínu lífi sem þér þykir vænt um skaltu spyrja þig þessarar spurningar: Hvenær sá barnið þig síðast með bók í hönd? Hvenær sökktir þú þér síðast niður í bók þar sem barn sá til þín? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þegar barn sér fullorðinn einstakling lesa af áhuga, vaknar hjá þeim forvitni og löngun til að gera slíkt hið sama. Trúirðu mér ekki? Spurðu þig þá að þessu: Hvenær sá barnið / barnabarnið þitt þig síðast með síma í hönd? Dveljum aðeins við þetta. „Hann er með i-padinn á heilanum,“ segi ég um sjö ára son minn og ég skil bara ekkert í því að hann lesi ekki frekar eina af þeim hundrað bókum sem fylla hillurnar í herberginu hans. En svo lít ég niður og sé símann, samgróinn við höndina á mér og fingurnir tilbúnir að svara skilaboðum á sömu sekúndu og þau berast. Guð forði vinkonu minni frá því að bíða í nokkrar mínútur eftir að ég sendi „LOL“ við GIF-inu af fyndna kettinum sem hún sendi mér. Rétt í þessu varð ég að taka upp símann til að kíkja á nokkur snöpp og svara. Ég hætti sem sagt að skrifa þessa litlu grein til að sjá einhvern taka til á Snapchat! Ég þarf að breyta þessu, ef ekki fyrir mig þá fyrir börnin mín tvö. Ég vil frekar vera mamman sem er með nefið ofan í bók heldur en sú sem lítur ekki upp úr símanum, sérstaklega á þessum heilaga tíma eftir að börnin koma heim úr skóla og leikskóla. Næst þegar ég teygi mig eftir símanum ætla ég að taka upp bók í staðinn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Síminn getur beðið. Höfundur er rithöfundur og myndskreytir.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun