Nýjan spítala á betri stað Valgerður Sveinsdóttir skrifar 25. október 2017 13:15 Miðflokkurinn ætlar að byggja nýjan Landspítala á betri stað, en mismunandi raddir eru uppi um staðsetningu spítalans. Á nýlegum fundi sem haldinn var í Norræna húsinu um staðsetningu spítalans kom fram að sumir vilja keyra á uppbygginguna sem er hafin við Hringbraut vegna þess að þeir eru orðnir uppgefnir á nýjum og nýjum nefndum um staðsetningu spítalans og óttast að framkvæmdir geti tafist um 10-15 ár verði nýr staður fyrir valinu. Þó var ljóst að þegar þyrfti að huga að öðrum framtíðarspítala á nýjum stað á næstu áratugum. Eldri forsendur fyrir spítala við Hringbraut voru nálægð við Háskóla Íslands, styrkja þyrfti miðbæinn, ýmis umferðarmannvirki myndu bæta aðgengi s.s. Sundabraut, mörg mislæg gatnamót og Miklabraut í stokk. Þetta eru úreltar forsendur og sé núgildandi aðalskipulag skoðað er miðja borgarinnar komin austur að Elliðaám. Mikil hagræðing er í því fólgin að reisa nýjan spítala á nýjum stað. Fjárfestingarkostnaður er metinn um 20 milljörðum króna lægri sé byggt á nýjum stað miðað við Hringbraut. Rekstrarkostnaður mun einnig lækka um 3 milljarða króna á ári vegna sameiningar á einn stað og ferðakostnaður notenda lækka um einn milljarð árlega. Framtíðarspár benda eindregið til þess að ekki verði hægt að ná sameiningarhagræðingu við Hringbraut, því ekki verður hægt að loka í Fossvogi vegna fyrirsjáanlegs skorts á sjúkrarýmum. Áætlað er að framkvæmdum við Hringbraut ljúki 2027. Sé farið strax í staðarvalsgreiningu fyrir nýjan og betri stað, má gera ráð fyrir að undirbúningur taki fimm ár og byggingarframkvæmdin önnur fimm. Þannig að heildarferlið taki tíu ár eða jafnvel skemmri tíma, sé vel að málum staðið. Ríkið á land við Keldur sem er frábærlega staðsett samgöngulega séð með tengingu við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Reykjanesbraut og fyrirhugaða Borgarlínu. Vífilsstaðir eru annar góður valkostur sem staðsettur er í miðju höfuðborgarsvæðisins með góðar tengingar við stofnbrautir. Gott aðgengi að spítalanum er lykilatriði fyrir sjúklinga, sjúkraflutninga og starfsfólk. Með því að reisa nýjan spítala á betri stað má einnig komast hjá skertri þjónustu, gríðarlegu ónæði og heilsuspillandi aðstæðum fyrir sjúklinga og starfsfólk meðan á framkvæmdum stendur. Miðflokkurinn ætlar að hefjast handa strax og byggja nýjan, vel búinn spítala til framtíðarnota.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn ætlar að byggja nýjan Landspítala á betri stað, en mismunandi raddir eru uppi um staðsetningu spítalans. Á nýlegum fundi sem haldinn var í Norræna húsinu um staðsetningu spítalans kom fram að sumir vilja keyra á uppbygginguna sem er hafin við Hringbraut vegna þess að þeir eru orðnir uppgefnir á nýjum og nýjum nefndum um staðsetningu spítalans og óttast að framkvæmdir geti tafist um 10-15 ár verði nýr staður fyrir valinu. Þó var ljóst að þegar þyrfti að huga að öðrum framtíðarspítala á nýjum stað á næstu áratugum. Eldri forsendur fyrir spítala við Hringbraut voru nálægð við Háskóla Íslands, styrkja þyrfti miðbæinn, ýmis umferðarmannvirki myndu bæta aðgengi s.s. Sundabraut, mörg mislæg gatnamót og Miklabraut í stokk. Þetta eru úreltar forsendur og sé núgildandi aðalskipulag skoðað er miðja borgarinnar komin austur að Elliðaám. Mikil hagræðing er í því fólgin að reisa nýjan spítala á nýjum stað. Fjárfestingarkostnaður er metinn um 20 milljörðum króna lægri sé byggt á nýjum stað miðað við Hringbraut. Rekstrarkostnaður mun einnig lækka um 3 milljarða króna á ári vegna sameiningar á einn stað og ferðakostnaður notenda lækka um einn milljarð árlega. Framtíðarspár benda eindregið til þess að ekki verði hægt að ná sameiningarhagræðingu við Hringbraut, því ekki verður hægt að loka í Fossvogi vegna fyrirsjáanlegs skorts á sjúkrarýmum. Áætlað er að framkvæmdum við Hringbraut ljúki 2027. Sé farið strax í staðarvalsgreiningu fyrir nýjan og betri stað, má gera ráð fyrir að undirbúningur taki fimm ár og byggingarframkvæmdin önnur fimm. Þannig að heildarferlið taki tíu ár eða jafnvel skemmri tíma, sé vel að málum staðið. Ríkið á land við Keldur sem er frábærlega staðsett samgöngulega séð með tengingu við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Reykjanesbraut og fyrirhugaða Borgarlínu. Vífilsstaðir eru annar góður valkostur sem staðsettur er í miðju höfuðborgarsvæðisins með góðar tengingar við stofnbrautir. Gott aðgengi að spítalanum er lykilatriði fyrir sjúklinga, sjúkraflutninga og starfsfólk. Með því að reisa nýjan spítala á betri stað má einnig komast hjá skertri þjónustu, gríðarlegu ónæði og heilsuspillandi aðstæðum fyrir sjúklinga og starfsfólk meðan á framkvæmdum stendur. Miðflokkurinn ætlar að hefjast handa strax og byggja nýjan, vel búinn spítala til framtíðarnota.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík suður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun