Buffon: Aðeins sigur í Meistaradeildinni kemur í veg fyrir að hann hætti í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 08:00 Gianluigi Buffon var flottur á verðlaunahátíð FIFA. Vísir/Getty Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og Ítalíu, ætlar að leggja skóna á hilluna næsta sumar og það er aðeins eitt sem getur breytt þeirri ákvörðun hans. Buffon var valinn besti markvörður heims á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið en hann er orðinn 39 ára gamall. Buffon stefnir á það að spila með Ítölum á HM í Rússlandi næsta sumar en ítalska landsliðið, ólíkt því íslenska, á enn eftir að tryggja sér farseðilinn þangað. Buffon hefur spilað 633 leiki fyrir Juventus og 173 leiki fyrir ítalska landsliðið. Juventus hefur tapað tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum en sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili myndi breyta plönum Buffon. „Þetta er mitt síðasta tímabil og ég hef hingað til verið nokkuð öruggur að halda mig við mínar ákvarðanir,“ sagði Gianluigi Buffon við Sky Italia en BBC segir frá. „Eitt eða tvö ár í viðbót myndu hvorki bæta við eða taka frá því sem ég hef þegar afrekað á ferlinum,“ sagði Buffon. „Það eina sem gæti breytt þessu væri ef við næðum að vinna Meistaradeildina. Þá myndi ég vilja fá tækifæri til að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða. (Wojciech) Szczesny gæti þá spilað einn leik og ég svo þann næsta,“ sagði Buffon. „Með markvörð eins og hann í liðinu þá er eðlilegt að ég stígi til hliðar á næsta ári,“ sagði Buffon. Gianluigi Buffon hóf feril sinn hjá Parma en Juventus keypti hann fyrir metupphæð fyrir markvörð árið 2001. Hann varð heimsmeistari með Ítölum 2006 og hefur tíu sinnum orðið ítalskur meistari og fjórum sinnum ítalskur bikarmeistari en hann hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina.Gianluigi Buffon.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og Ítalíu, ætlar að leggja skóna á hilluna næsta sumar og það er aðeins eitt sem getur breytt þeirri ákvörðun hans. Buffon var valinn besti markvörður heims á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið en hann er orðinn 39 ára gamall. Buffon stefnir á það að spila með Ítölum á HM í Rússlandi næsta sumar en ítalska landsliðið, ólíkt því íslenska, á enn eftir að tryggja sér farseðilinn þangað. Buffon hefur spilað 633 leiki fyrir Juventus og 173 leiki fyrir ítalska landsliðið. Juventus hefur tapað tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum en sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili myndi breyta plönum Buffon. „Þetta er mitt síðasta tímabil og ég hef hingað til verið nokkuð öruggur að halda mig við mínar ákvarðanir,“ sagði Gianluigi Buffon við Sky Italia en BBC segir frá. „Eitt eða tvö ár í viðbót myndu hvorki bæta við eða taka frá því sem ég hef þegar afrekað á ferlinum,“ sagði Buffon. „Það eina sem gæti breytt þessu væri ef við næðum að vinna Meistaradeildina. Þá myndi ég vilja fá tækifæri til að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða. (Wojciech) Szczesny gæti þá spilað einn leik og ég svo þann næsta,“ sagði Buffon. „Með markvörð eins og hann í liðinu þá er eðlilegt að ég stígi til hliðar á næsta ári,“ sagði Buffon. Gianluigi Buffon hóf feril sinn hjá Parma en Juventus keypti hann fyrir metupphæð fyrir markvörð árið 2001. Hann varð heimsmeistari með Ítölum 2006 og hefur tíu sinnum orðið ítalskur meistari og fjórum sinnum ítalskur bikarmeistari en hann hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina.Gianluigi Buffon.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Sjá meira