Repúblikanar snúa vörn í sókn Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2017 06:44 Frá tilkynningu Repúblikana í gær. Yfirmaður rannsóknanna, David Nunes, sést hér fyrir miðju. Vísir/Getty Þingmenn Repúblikana tilkynntu í gær að þeir hyggðust hefja rannsókn á tveimur málum í stjórnartíð Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til að komast í botns í ákvörðun ríkisstjórnar hans um að heimila yfirtöku árið 2010 sem varð til þess að 20 prósent úraníumforða Bandaríkjanna rataði í hendur Rússa. Tvær nefndir hafa að sama skapi verið skipaðar til að kafa dýpra ofan í hið svokallaða tölvupóstsmál þáverandi utanríkisráðherra, Hillary Clinton. Á ekki síst að reyna að varpa ljósi á hvers vegna alríkislögreglan, FBI, ákvað að ávíta hana ekki fyrir að nota í vefþjón störfum sínum sem ekki var á vegum bandarískra stjórnvalda.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupósta Hillary Clinton Demókratar, flokksmenn Obama og Clinton, brugðust ókvæða við tilkynningu Repúblikana í gær og sögðu hana vera „gríðarlega afvegaleiðingu.“ Kunna þeir að hafa eitthvað til síns máls enda bæði málin núverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, mjög hugleikin.Uranium deal to Russia, with Clinton help and Obama Administration knowledge, is the biggest story that Fake Media doesn't want to follow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 19, 2017 Fólk úr starfsliði hans er nú til rannsóknar vegna meints samstarfs þeirra með Rússum í aðdraganda forsetakosningananna vestanhafs í fyrra. Reglulega birtast fréttir af nýjum vendingum í rannsóknin, sem leidd er af Robert Mueller, og þætti Trump því eflaust kærkomið að kastljósinu yrði beint í hina áttina um stund. Hefur hann ítrekað gangrýnt fjölmiðla fyrir að sýna þessum málum lítinn áhuga. Ætla má að með rannsóknarnefndum Repúblikana verði breyting þar á. Yfirmenn rannsóknarinnar sögðu á blaðamanna fundi að enn væru útistandandi spurningar vegna rannsóknar FBI á tölvupóstum Clinton. Lýstu þeir jafnframt miklum áhuga sínum á því að vita hvers vegna fyrrverandi yfirmaður FBI ákvað að segja skilið við rannsókn sína á tölvupóstunum - en ekki rannsókninni á tengslum starfsliðs Trump og Rússa. Áður hefur verið greint frá því að rússneskir kjarnorkujöfrar hafi látið milljónir dala af hendi rakna til góðgerðasamtaka Clinton-fjölskyldunnar. Repúblikanarannsóknarnefndin vill kanna hvort að þessar milljónir kunna að hafa eitthvað með fyrrnefndu rússneskum úraníumyfirtökuna að gera - en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, undir stjórn Hillary Clinton, aðstoðaði við samningsgerðina á sínum tíma. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Þingmenn Repúblikana tilkynntu í gær að þeir hyggðust hefja rannsókn á tveimur málum í stjórnartíð Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til að komast í botns í ákvörðun ríkisstjórnar hans um að heimila yfirtöku árið 2010 sem varð til þess að 20 prósent úraníumforða Bandaríkjanna rataði í hendur Rússa. Tvær nefndir hafa að sama skapi verið skipaðar til að kafa dýpra ofan í hið svokallaða tölvupóstsmál þáverandi utanríkisráðherra, Hillary Clinton. Á ekki síst að reyna að varpa ljósi á hvers vegna alríkislögreglan, FBI, ákvað að ávíta hana ekki fyrir að nota í vefþjón störfum sínum sem ekki var á vegum bandarískra stjórnvalda.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupósta Hillary Clinton Demókratar, flokksmenn Obama og Clinton, brugðust ókvæða við tilkynningu Repúblikana í gær og sögðu hana vera „gríðarlega afvegaleiðingu.“ Kunna þeir að hafa eitthvað til síns máls enda bæði málin núverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, mjög hugleikin.Uranium deal to Russia, with Clinton help and Obama Administration knowledge, is the biggest story that Fake Media doesn't want to follow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 19, 2017 Fólk úr starfsliði hans er nú til rannsóknar vegna meints samstarfs þeirra með Rússum í aðdraganda forsetakosningananna vestanhafs í fyrra. Reglulega birtast fréttir af nýjum vendingum í rannsóknin, sem leidd er af Robert Mueller, og þætti Trump því eflaust kærkomið að kastljósinu yrði beint í hina áttina um stund. Hefur hann ítrekað gangrýnt fjölmiðla fyrir að sýna þessum málum lítinn áhuga. Ætla má að með rannsóknarnefndum Repúblikana verði breyting þar á. Yfirmenn rannsóknarinnar sögðu á blaðamanna fundi að enn væru útistandandi spurningar vegna rannsóknar FBI á tölvupóstum Clinton. Lýstu þeir jafnframt miklum áhuga sínum á því að vita hvers vegna fyrrverandi yfirmaður FBI ákvað að segja skilið við rannsókn sína á tölvupóstunum - en ekki rannsókninni á tengslum starfsliðs Trump og Rússa. Áður hefur verið greint frá því að rússneskir kjarnorkujöfrar hafi látið milljónir dala af hendi rakna til góðgerðasamtaka Clinton-fjölskyldunnar. Repúblikanarannsóknarnefndin vill kanna hvort að þessar milljónir kunna að hafa eitthvað með fyrrnefndu rússneskum úraníumyfirtökuna að gera - en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, undir stjórn Hillary Clinton, aðstoðaði við samningsgerðina á sínum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent