Hver mun eiga bankana? Guðlaugur Gylfi Sverrisson skrifar 23. október 2017 13:15 Í aðdraganda komandi kosninga er bara einn flokkur búinn að setja fram stefnu um eignarhald á bönkum landsins. Það er yngsti flokkur landsins, Miðflokkurinn, sem kynnti stefnumál sín 15. október sl. Í stefnunni segir að fyrst skuli innleysa Arion banka til ríkisins. Í framhaldinu mun vera farið í það að leysa til ríkisins umfram-eigið fé bankanna þriggja. Það er metið allt að 130 milljarðar sem bankar í dag þurfa jafnframt að ávaxta á markaði. Þess má geta að vogunarsjóðir er reyndu að kaupa Arion banka, en þau kaup voru góðu heilli stöðvuð, gætu greitt kaupverðið fyrir bankann að stærstum hluta með innleysa til sín umfram-eigið fé Arion banka. Það er stefna Miðflokksins að selja Arion banka þannig að íbúar landsins fái afhent þriðjung hlutafjár, almennir fjárfestar geti keypt þriðjung og þriðjungur verði eftir í eigu ríkisins, til að byrja með eða þar til markaður með hlutabréfin hefur þróast. Hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignast eitt hlutabréf í bankanum og þarf viðkomandi að eiga hlutabréfið í þrjú ár. Íslandsbanki verði seldur erlendri fjármálastofnun og mun það skilyrði vera sett að nýr eigandi þarf að eiga bankann að lágmarki í 10 ár. Landsbankinn verður áfram í eigu ríkisins. Landsbankanum verði þó skipt upp í tvær einingar. Önnur eining Landsbankans mun stunda bankaviðskipti eingöngu á netinu. Bankanum verður sett eigendastefna sem mun innifela að hafa lágmarksyfirbyggingu og rekstrarkostnað í nýrri einingu og nýta sér nýjustu þróun og tækni í bankastarfsemi. Nýja einingin í Landsbankanum á að taka litla áhættu en hafa það meginmarkmið að bjóða viðskiptavinum sem best kjör með lágmarksvaxtamun. Það þýðir að Landsbankinn mun aðeins veita svokölluð minni lán, til dæmis lán til einstaklinga vegna húsnæðiskaupa og til smærri fyrirtækja með traust veð. Bankinn mun leiða saman lánveitendur sem sækjast eftir hóflegri en öruggri ávöxtun og lántaka með örugg veð á borð við fasteignir. Þannig mun bankinn geta boðið lægri vexti og leiða íslenska fjármálakerfið inn í breyttan heim. Bankar og bankastarfsemi mun taka miklum breytingum á næstu misserum, einkum vegna framþróunar í tækni, við því verður eigandi Landsbankans að vera viðbúinn. Í ljósi þessarar stefnu Miðflokksins hljóta aðrir stjórnmálaflokkar að segja kjósendum frá hugmyndum og stefnu sinna flokka um eignarhald á bönkunum í nánustu framtíð.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda komandi kosninga er bara einn flokkur búinn að setja fram stefnu um eignarhald á bönkum landsins. Það er yngsti flokkur landsins, Miðflokkurinn, sem kynnti stefnumál sín 15. október sl. Í stefnunni segir að fyrst skuli innleysa Arion banka til ríkisins. Í framhaldinu mun vera farið í það að leysa til ríkisins umfram-eigið fé bankanna þriggja. Það er metið allt að 130 milljarðar sem bankar í dag þurfa jafnframt að ávaxta á markaði. Þess má geta að vogunarsjóðir er reyndu að kaupa Arion banka, en þau kaup voru góðu heilli stöðvuð, gætu greitt kaupverðið fyrir bankann að stærstum hluta með innleysa til sín umfram-eigið fé Arion banka. Það er stefna Miðflokksins að selja Arion banka þannig að íbúar landsins fái afhent þriðjung hlutafjár, almennir fjárfestar geti keypt þriðjung og þriðjungur verði eftir í eigu ríkisins, til að byrja með eða þar til markaður með hlutabréfin hefur þróast. Hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignast eitt hlutabréf í bankanum og þarf viðkomandi að eiga hlutabréfið í þrjú ár. Íslandsbanki verði seldur erlendri fjármálastofnun og mun það skilyrði vera sett að nýr eigandi þarf að eiga bankann að lágmarki í 10 ár. Landsbankinn verður áfram í eigu ríkisins. Landsbankanum verði þó skipt upp í tvær einingar. Önnur eining Landsbankans mun stunda bankaviðskipti eingöngu á netinu. Bankanum verður sett eigendastefna sem mun innifela að hafa lágmarksyfirbyggingu og rekstrarkostnað í nýrri einingu og nýta sér nýjustu þróun og tækni í bankastarfsemi. Nýja einingin í Landsbankanum á að taka litla áhættu en hafa það meginmarkmið að bjóða viðskiptavinum sem best kjör með lágmarksvaxtamun. Það þýðir að Landsbankinn mun aðeins veita svokölluð minni lán, til dæmis lán til einstaklinga vegna húsnæðiskaupa og til smærri fyrirtækja með traust veð. Bankinn mun leiða saman lánveitendur sem sækjast eftir hóflegri en öruggri ávöxtun og lántaka með örugg veð á borð við fasteignir. Þannig mun bankinn geta boðið lægri vexti og leiða íslenska fjármálakerfið inn í breyttan heim. Bankar og bankastarfsemi mun taka miklum breytingum á næstu misserum, einkum vegna framþróunar í tækni, við því verður eigandi Landsbankans að vera viðbúinn. Í ljósi þessarar stefnu Miðflokksins hljóta aðrir stjórnmálaflokkar að segja kjósendum frá hugmyndum og stefnu sinna flokka um eignarhald á bönkunum í nánustu framtíð.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun