Ekki aukast eflaust vinsældir sambandsins við nýjar fréttir um breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar í handbolta.
The EHF has revealed its plans for the future of its club competitions from 2020!
Read about the new league system ➞ https://t.co/c0Qty9Bnknpic.twitter.com/RPTqX2ceql
— EHF Champions League (@ehfcl) October 20, 2017
Átta meistaralið frá átta bestu deildum Evrópu komast í Meistaradeildina og við það bætast síðan fjögur úrvalslið.
Þessum tólf liðum verður skipt niður í tvo sex liða riðla þar sem allir spila við alla og fjögur efstu liðin komast í átta liða úrslit.
Möguleiki er síðan að stækka Meistaradeildina upp í sextán lið seinna.
Um leið og Meistaradeildin verður að stað fyrir allra bestu lið álfunnar þá mun EHF setja af stað Evrópudeild.
Evrópudeildin mun innihalda fjóra sex liða riðla þar sem sextán lið komast áfram í útsláttarkeppnina.

