Neymar færði Messi vondar fréttir í brúðkaupsgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 08:45 Xavi, Lionel Messi og Neymar. Vísir/Getty Lionel Messi bauð þáverandi liðsfélaga sínum Neymar í brúðkaup sitt síðasta sumar en það er óhætt að segja að þar hafi Brasilíumaðurinn stolið senunni frá Argentínumanninum. Xavi, goðsögnin hjá Barcelona, var einnig gestur í brúðkaupinu og hann hefur nú greint frá því hvað Neymar gerði í brúðkaupi Messi. Brúðkaupið fór fram í júlí og þar sagði Neymar frá því að hann væri á förum frá Barcelona. Franska liðið Paris Saint-Germain keypti Neymar síðan á 222 milljónir evra í ágúst en Neymar spilaði í fjögur tímabil með Barcelona-liðinu. Xavi var liðsfélagi Neymar á tveimur fyrstu tímabilum hans á Nývangi en lagði svo skóna á hilluna. „Hann sagði okkur það í brúðkaupi Messi að hann vildi breyta um lið. Ég spurði hann af hverju og hann sagðist ekki vera ánægður í Barcelona. Þetta var hans ákvörðun og við verðum að virða hana,“ sagði Xavi við BBC en þessi fyrrum frábæri miðjumaður hefur trú á Neymar á nýja staðnum. „Ég tel að með Neymar og Kylian Mbappe þá eigi PSG góða möguleika á því að vinna Meistaradeildina,“ sagði Xavi. Xavi sagði frá þessu í viðtali við BBC en þar talaði hann einnig um möguleikann á að fara til Manchester United á sínum tíma. Martin Ferguson, bróðir Sir Alex Ferguson, var njósnari fyrir Manchester United og vildi reyna sannfæra Xavi um að koma til enska liðsins. Xavi valdi það hinsvegar að vera áfram hjá Barcelona því að það hafi verið hans uppáhaldslið. Xavi spilaði alls í sautján ár hjá félaginu og vann með því 25 titla. „Ég vildi vera alltaf í Barcelona. Þetta er mitt uppáhaldslið. Barcelona á stað í hjarta mínu,“ sagði Xavi. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Lionel Messi bauð þáverandi liðsfélaga sínum Neymar í brúðkaup sitt síðasta sumar en það er óhætt að segja að þar hafi Brasilíumaðurinn stolið senunni frá Argentínumanninum. Xavi, goðsögnin hjá Barcelona, var einnig gestur í brúðkaupinu og hann hefur nú greint frá því hvað Neymar gerði í brúðkaupi Messi. Brúðkaupið fór fram í júlí og þar sagði Neymar frá því að hann væri á förum frá Barcelona. Franska liðið Paris Saint-Germain keypti Neymar síðan á 222 milljónir evra í ágúst en Neymar spilaði í fjögur tímabil með Barcelona-liðinu. Xavi var liðsfélagi Neymar á tveimur fyrstu tímabilum hans á Nývangi en lagði svo skóna á hilluna. „Hann sagði okkur það í brúðkaupi Messi að hann vildi breyta um lið. Ég spurði hann af hverju og hann sagðist ekki vera ánægður í Barcelona. Þetta var hans ákvörðun og við verðum að virða hana,“ sagði Xavi við BBC en þessi fyrrum frábæri miðjumaður hefur trú á Neymar á nýja staðnum. „Ég tel að með Neymar og Kylian Mbappe þá eigi PSG góða möguleika á því að vinna Meistaradeildina,“ sagði Xavi. Xavi sagði frá þessu í viðtali við BBC en þar talaði hann einnig um möguleikann á að fara til Manchester United á sínum tíma. Martin Ferguson, bróðir Sir Alex Ferguson, var njósnari fyrir Manchester United og vildi reyna sannfæra Xavi um að koma til enska liðsins. Xavi valdi það hinsvegar að vera áfram hjá Barcelona því að það hafi verið hans uppáhaldslið. Xavi spilaði alls í sautján ár hjá félaginu og vann með því 25 titla. „Ég vildi vera alltaf í Barcelona. Þetta er mitt uppáhaldslið. Barcelona á stað í hjarta mínu,“ sagði Xavi.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira