Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2017 12:14 Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra en hætti þegar ásakanir um óeðlilegar greiðslur frá aðilum tengdum Rússum komu fram. Vísir/AFP Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Þeim hefur verið sagt að gefa sig fram við yfirvöld. Ekki hefur enn verið greint frá því fyrir hvað Manafort og Rick Gates eru ákærðir. Gates er samstarfsmaður Manafort til margra ára og hefur unnið fyrir félög sem fyrirtæki Manafort kom á fót á Kýpur til að taka við fé frá stjórnmálamönnum og athafnafólki frá Austur-Evrópu, að sögn New York Times. Blaðið segir að Manafort hafi gefið sig fram í höfuðstöðvum alríkislögreglunnar FBI í Washington-borg skömmu eftir kl. 8 að staðartíma í morgun. Hann var í fylgd með lögmanni sínum.Paul Manafort walked into the FBI field office in Washington D.C., using the front door https://t.co/U2QVWiCKep https://t.co/TF46b9OzZn— CNN (@CNN) October 30, 2017 Manafort hefur verið til stífrar rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir brot á skattalögum, peningaþvætti og fyrir að hafa ekki gert greint fyrir þóknunum sem hann fékk fyrir málafylgjustörf fyrir erlenda aðila. Um er að ræða fyrstu ákærurnar í rannsókn Mueller sem beinist einnig að því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosningananna í fyrra til að tryggja Trump sigur. Manafort, sem hefur lengi unnið sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg, var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra. Hann lét af þeim störfum eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum Viktori F. Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu sem hefur verið hliðhollur Rússum. Manafort var lengi pólitískur ráðgjafi Janúkóvitsj. Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Manafort í tengslum við rannsóknina í júlí. Sjálfur hefur hann neitað öllu fjárhagslegu misferli. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, bendir á að ólíkt Manafort hafi Gates haldið áfram að vinna fyrir framboð Trump og undirbúningsteymi hans fyrir valdatökuna.Unlike Manafort, who was forced out last year, Gates continued to work on the Trump campaign and even the inaugural committee— Ryan Lizza (@RyanLizza) October 30, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Þeim hefur verið sagt að gefa sig fram við yfirvöld. Ekki hefur enn verið greint frá því fyrir hvað Manafort og Rick Gates eru ákærðir. Gates er samstarfsmaður Manafort til margra ára og hefur unnið fyrir félög sem fyrirtæki Manafort kom á fót á Kýpur til að taka við fé frá stjórnmálamönnum og athafnafólki frá Austur-Evrópu, að sögn New York Times. Blaðið segir að Manafort hafi gefið sig fram í höfuðstöðvum alríkislögreglunnar FBI í Washington-borg skömmu eftir kl. 8 að staðartíma í morgun. Hann var í fylgd með lögmanni sínum.Paul Manafort walked into the FBI field office in Washington D.C., using the front door https://t.co/U2QVWiCKep https://t.co/TF46b9OzZn— CNN (@CNN) October 30, 2017 Manafort hefur verið til stífrar rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir brot á skattalögum, peningaþvætti og fyrir að hafa ekki gert greint fyrir þóknunum sem hann fékk fyrir málafylgjustörf fyrir erlenda aðila. Um er að ræða fyrstu ákærurnar í rannsókn Mueller sem beinist einnig að því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosningananna í fyrra til að tryggja Trump sigur. Manafort, sem hefur lengi unnið sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg, var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra. Hann lét af þeim störfum eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum Viktori F. Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu sem hefur verið hliðhollur Rússum. Manafort var lengi pólitískur ráðgjafi Janúkóvitsj. Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Manafort í tengslum við rannsóknina í júlí. Sjálfur hefur hann neitað öllu fjárhagslegu misferli. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, bendir á að ólíkt Manafort hafi Gates haldið áfram að vinna fyrir framboð Trump og undirbúningsteymi hans fyrir valdatökuna.Unlike Manafort, who was forced out last year, Gates continued to work on the Trump campaign and even the inaugural committee— Ryan Lizza (@RyanLizza) October 30, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45
Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57