Notkun rafræns kennsluhugbúnaðar áhyggjuefni því upplýsingar um börn gætu ratað úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. nóvember 2017 21:45 Færst hefur í aukana að leik- og grunnskólar noti smáforrit eða svokölluð öpp til að skrá persónuupplýsingar um börnin. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir þetta vera áhyggjuefni þar sem upplýsingarnar geti verið sendar úr landi án vitundar forráðamanna. Áður fyrr var vinnsla persónuupplýsinga í skólum að mestu bundin við viðveruskráningu og skráningu niðurstöðu prófa. Undanfarin ár hafa leik- og grunnskólar í mjög auknum mæli tekið í notkun rafrænan kennsluhugbúnað sem leitt hefur til aukinnar söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga um nemendur. Persónuvernd hafa nú borist ábendingar um vinnslu slíkra upplýsinga í gegn um svokölluð smáforrit eða öpp sem skólarnir nota. „En nú hefur það færst í vöxt að þessir skólar, jafnvel leikskólar, eru farnir að nota smárforrit eða öpp og það þýðir í rauninni að þá er þar með verið að senda persónuupplýsingar um ólögráða íslensk börn út fyrir landsteinanna,“ segir Helga en forritin koma bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum en amerísk persónuverndarlöggjöf er allt önnur en löggjöfin hér á landi og segir Helga að þetta vera áhyggjuefni. „Og oft er það líka þannig að með þessi öpp er heimild til þess að deila efni með öðrum. Við höfum brennt okkur á því að fólk hefur ekki meðvitund um þetta og þá að sama skapi er ekki búið að fræða forsjáraðila þessara barna um það hvernig er verið að nýta þessar persónuupplýsingar þessara barna,“ segir Helga. Hún segir að oft sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem um greiningu, hegðun og heilsufar, sem ekki eiga erindi út fyrir skólann. „Við vitum til þess að mörg eru að nota einhverskonar live stream frá skólastofum. Þá kemur fram hegðun og allt sem krakkar gera í tímum. Önnur eru að skrá nánar afmarkaða flokka,“ segir Helga sem segir mikilvægt að greina hvaða upplýsingar það séu sem fari í smárforritin. „Og eru það upplýsingar sem forráðamenn íslenskra barna eru tilbúnir að deila með amerískum stórfyrirtækjum.“ Þá notast flestir skólar á landinu við einhverskonar upplýsingakerfi. Flestir grunnskólar nota Mentor, margir leikskólar nota Karellen og framhaldsskólar nota verfkerfið Innu. Helga segir að það skipti miklu máli að skólar skrái ekki meiri upplýsingar en nauðsynlegt er. Helga vill að skólasamfélagið að kynni sér málið betur. „Og huga að því að það sé í lagi með reglurnar á hverjum stað fyrir sig. En nota þá tækni sem hægt er að nota en kynna sér virkni þeirra kerfa sem notuð eru,“ segir Helga. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Færst hefur í aukana að leik- og grunnskólar noti smáforrit eða svokölluð öpp til að skrá persónuupplýsingar um börnin. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir þetta vera áhyggjuefni þar sem upplýsingarnar geti verið sendar úr landi án vitundar forráðamanna. Áður fyrr var vinnsla persónuupplýsinga í skólum að mestu bundin við viðveruskráningu og skráningu niðurstöðu prófa. Undanfarin ár hafa leik- og grunnskólar í mjög auknum mæli tekið í notkun rafrænan kennsluhugbúnað sem leitt hefur til aukinnar söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga um nemendur. Persónuvernd hafa nú borist ábendingar um vinnslu slíkra upplýsinga í gegn um svokölluð smáforrit eða öpp sem skólarnir nota. „En nú hefur það færst í vöxt að þessir skólar, jafnvel leikskólar, eru farnir að nota smárforrit eða öpp og það þýðir í rauninni að þá er þar með verið að senda persónuupplýsingar um ólögráða íslensk börn út fyrir landsteinanna,“ segir Helga en forritin koma bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum en amerísk persónuverndarlöggjöf er allt önnur en löggjöfin hér á landi og segir Helga að þetta vera áhyggjuefni. „Og oft er það líka þannig að með þessi öpp er heimild til þess að deila efni með öðrum. Við höfum brennt okkur á því að fólk hefur ekki meðvitund um þetta og þá að sama skapi er ekki búið að fræða forsjáraðila þessara barna um það hvernig er verið að nýta þessar persónuupplýsingar þessara barna,“ segir Helga. Hún segir að oft sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem um greiningu, hegðun og heilsufar, sem ekki eiga erindi út fyrir skólann. „Við vitum til þess að mörg eru að nota einhverskonar live stream frá skólastofum. Þá kemur fram hegðun og allt sem krakkar gera í tímum. Önnur eru að skrá nánar afmarkaða flokka,“ segir Helga sem segir mikilvægt að greina hvaða upplýsingar það séu sem fari í smárforritin. „Og eru það upplýsingar sem forráðamenn íslenskra barna eru tilbúnir að deila með amerískum stórfyrirtækjum.“ Þá notast flestir skólar á landinu við einhverskonar upplýsingakerfi. Flestir grunnskólar nota Mentor, margir leikskólar nota Karellen og framhaldsskólar nota verfkerfið Innu. Helga segir að það skipti miklu máli að skólar skrái ekki meiri upplýsingar en nauðsynlegt er. Helga vill að skólasamfélagið að kynni sér málið betur. „Og huga að því að það sé í lagi með reglurnar á hverjum stað fyrir sig. En nota þá tækni sem hægt er að nota en kynna sér virkni þeirra kerfa sem notuð eru,“ segir Helga.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira