Kjartan Henry tékkaði sig inn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2017 06:00 Kjartan Henry Finnbogason fagnar marki sínu. Vísir/Getty Þriggja leikja sigurgöngu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lauk í gær í fyrsta leik liðsins eftir að HM-sætið var í höfn. Það var breytt landslið sem mætti Tékkum í gær og tapaði 2-1 en aðeins fjórir af ellefu byrjunarliðsmönnum frá því í sigrinum sögulega á Kósóvó í síðasta mánuði voru með. „Þetta var svona leikur eins og við bjuggumst við. Við erum að gefa mörgum mönnum spilatíma og eðlilega er liðið ekki fínslípað. Mér fannst það þó lagast eftir því sem leið á leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson við íþróttadeild 365 eftir leikinn. „Við höfum bara haft eina alvöru æfingu fyrir þennan leik til að slípa liðið eitthvað saman. Eðlilega var því aðeins um samskiptaörðugleika á milli manna og annað. Það er eðlilegt þegar menn hafa ekki leikið saman,“ sagði Heimir.DOHA, QATAR - NOVEMBER 08: Kjartan Finnbogason of Iceland in action during the international friendly match between Iceland and Czech Republic at Abdullah bin Khalifa Stadium on November 8, 2017 in Doha, Qatar. (Photo by Francois Nel/Getty Images)Fengum betri færi en Tékkarnir Íslenska liðið var undir úti á velli stóran hluta leiksins en tókst engu að síður að skapa sér nokkur góð færi. „Við vorum ánægðir með það og óheppnir að vera ekki með tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik. Við fengum betri færi í þessum leik heldur en Tékkarnir. Þeir voru betri að klára sín færi,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur oft tapað vináttulandsleikjum sínum á síðustu árum og landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur þrátt fyrir tap. „Við vorum búnir að segja það fyrir þennan leik að þetta væri ekki endilega spurning um úrslitin heldur bara frammistöðu. Menn fengu þarna tækifæri sem hafa fengið fá tækifæri hjá okkur. Þeir fengu að sýna sig og það var aðalmálið. Við erum að reyna að stækka hópinn,“ sagði Heimir. Kjartan Henry Finnbogason skoraði eina mark Íslands í leiknum og var besti maður liðsins. Segja má að hann hafi verið sá eini af nýju mönnunum sem tékkaði sig almennilega inn í hópinn nú þegar marga dreymir um að komast með á HM í Rússlandi næsta sumar. „Við ætlum ekki að fara að taka einhverja leikmenn út í fjölmiðlum. Þetta var erfiður leikur að mörgu leyti af því að það var lítill undirbúningur, langt ferðalag og tímamismunur. Við vissum að þessi leikur gæti orðið svolítið sundurtættur,“ sagði Heimir.DOHA, QATAR - NOVEMBER 08: Heimir Hallgrimsson head coach of Iceland in discussion with Kjartan Finnbogason of Iceland during the international friendly match between Iceland and Czech Republic at Abdullah bin Khalifa Stadium on November 8, 2017 in Doha, Qatar. (Photo by Francois Nel/Getty Images)Ætla að tala saman um næsta ár Íslenska liðið spilar ekki seinni leik sinn í ferðinni fyrr en eftir sex daga en í millitíðinni mætast lið Tékklands og Katar. „Nú fáum við marga góða daga til þess að njóta þess að vera hérna. Við ætlum að tala um næsta ár hjá okkur. Hvað við lærðum af Frakklandi og dvölinni á Evrópumótinu og svo hvað við viljum gera betur í mótinu og í aðdragandanum. Við höfum góðan tíma og ætlum að nýta hann vel,“ segir Heimir. Nýir menn munu fá tækifærið í þessari ferð á meðan það er rólegt hjá lykilmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni, Aroni Einari og Ragnari Sigurðssyni. „Það var alltaf tilgangurinn með verkefninu og við látum ekkert úrslitin trufla það. Við munum sjá leikmann eins og Jón Guðna (Fjóluson) sem spilaði á sunnudaginn og var mjög þreyttur og gat ekki spilað í dag (í gær). Við sjáum hann vonandi spila í 90 mínútur í næsta leik. Það var tilgangurinn með verkefninu að sjá menn í heilum leik og sjá hvernig þeir koma út úr því. Það breytist ekkert þótt við höfum ekki unnið í dag,“ segir Heimir. Heimir var með margar af stærstu stjörnum liðsins við hlið sér á varamannabekknum í gær. „Það er bara fínt að sitja á varamannabekknum, hlýtt og gott,“ sagði Heimir léttur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Þriggja leikja sigurgöngu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lauk í gær í fyrsta leik liðsins eftir að HM-sætið var í höfn. Það var breytt landslið sem mætti Tékkum í gær og tapaði 2-1 en aðeins fjórir af ellefu byrjunarliðsmönnum frá því í sigrinum sögulega á Kósóvó í síðasta mánuði voru með. „Þetta var svona leikur eins og við bjuggumst við. Við erum að gefa mörgum mönnum spilatíma og eðlilega er liðið ekki fínslípað. Mér fannst það þó lagast eftir því sem leið á leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson við íþróttadeild 365 eftir leikinn. „Við höfum bara haft eina alvöru æfingu fyrir þennan leik til að slípa liðið eitthvað saman. Eðlilega var því aðeins um samskiptaörðugleika á milli manna og annað. Það er eðlilegt þegar menn hafa ekki leikið saman,“ sagði Heimir.DOHA, QATAR - NOVEMBER 08: Kjartan Finnbogason of Iceland in action during the international friendly match between Iceland and Czech Republic at Abdullah bin Khalifa Stadium on November 8, 2017 in Doha, Qatar. (Photo by Francois Nel/Getty Images)Fengum betri færi en Tékkarnir Íslenska liðið var undir úti á velli stóran hluta leiksins en tókst engu að síður að skapa sér nokkur góð færi. „Við vorum ánægðir með það og óheppnir að vera ekki með tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik. Við fengum betri færi í þessum leik heldur en Tékkarnir. Þeir voru betri að klára sín færi,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur oft tapað vináttulandsleikjum sínum á síðustu árum og landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur þrátt fyrir tap. „Við vorum búnir að segja það fyrir þennan leik að þetta væri ekki endilega spurning um úrslitin heldur bara frammistöðu. Menn fengu þarna tækifæri sem hafa fengið fá tækifæri hjá okkur. Þeir fengu að sýna sig og það var aðalmálið. Við erum að reyna að stækka hópinn,“ sagði Heimir. Kjartan Henry Finnbogason skoraði eina mark Íslands í leiknum og var besti maður liðsins. Segja má að hann hafi verið sá eini af nýju mönnunum sem tékkaði sig almennilega inn í hópinn nú þegar marga dreymir um að komast með á HM í Rússlandi næsta sumar. „Við ætlum ekki að fara að taka einhverja leikmenn út í fjölmiðlum. Þetta var erfiður leikur að mörgu leyti af því að það var lítill undirbúningur, langt ferðalag og tímamismunur. Við vissum að þessi leikur gæti orðið svolítið sundurtættur,“ sagði Heimir.DOHA, QATAR - NOVEMBER 08: Heimir Hallgrimsson head coach of Iceland in discussion with Kjartan Finnbogason of Iceland during the international friendly match between Iceland and Czech Republic at Abdullah bin Khalifa Stadium on November 8, 2017 in Doha, Qatar. (Photo by Francois Nel/Getty Images)Ætla að tala saman um næsta ár Íslenska liðið spilar ekki seinni leik sinn í ferðinni fyrr en eftir sex daga en í millitíðinni mætast lið Tékklands og Katar. „Nú fáum við marga góða daga til þess að njóta þess að vera hérna. Við ætlum að tala um næsta ár hjá okkur. Hvað við lærðum af Frakklandi og dvölinni á Evrópumótinu og svo hvað við viljum gera betur í mótinu og í aðdragandanum. Við höfum góðan tíma og ætlum að nýta hann vel,“ segir Heimir. Nýir menn munu fá tækifærið í þessari ferð á meðan það er rólegt hjá lykilmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni, Aroni Einari og Ragnari Sigurðssyni. „Það var alltaf tilgangurinn með verkefninu og við látum ekkert úrslitin trufla það. Við munum sjá leikmann eins og Jón Guðna (Fjóluson) sem spilaði á sunnudaginn og var mjög þreyttur og gat ekki spilað í dag (í gær). Við sjáum hann vonandi spila í 90 mínútur í næsta leik. Það var tilgangurinn með verkefninu að sjá menn í heilum leik og sjá hvernig þeir koma út úr því. Það breytist ekkert þótt við höfum ekki unnið í dag,“ segir Heimir. Heimir var með margar af stærstu stjörnum liðsins við hlið sér á varamannabekknum í gær. „Það er bara fínt að sitja á varamannabekknum, hlýtt og gott,“ sagði Heimir léttur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira