Ætlar að þrýsta á Kínverja vegna viðskipta og Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2017 11:33 Trump, Jinping og eiginkonur þeirra í Forboðnu borginni. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að þrýsta á Kínverja varðandi viðskipti ríkjanna og samskipti Kínverja við Norður-Kóreu. Forsetinn er nú staddur í Kína þar sem hann mun vera í tvo daga. Meðal þess sem hann mun ræða við æðstu stjórnendur Kína er að Kínverjar hætti viðskiptum við Norður-Kóreu og vísi öllum verkamönnum þaðan úr Kína. Trump hefur áður hrósað Kína fyrir aðgerðir þeirra gegn Norður-Kóreu en sagt að þörf væri á frekari og strangari aðgerðum. Hann hefur ítrekað hrósað Xi Jinping, forseta Kína, sem varð nýverið valdamesti leiðtogi landsins í áratugi. Hugmyndafræði hans hefur verið innleidd í stjórnarskrá landsins og er hann settur á sama stall og Mao Zedong, stofnandi ríkisins. „Hann er valdamikill maður. Ég tel að hann sé góður maður. Nú, hafandi sagt það, þá er hann í forsvari fyrir Kína og ég fyrir Bandaríkin, svo, þú veist, það verða alltaf ákveðin átök. Fólk segir að við höfum besta samband allda forseta, því hann er einnig kallaður forseti. Einhverjir myndu kalla hann konung Kína en hann er kallaður forseti,“ sagði Trump nýverið um Jinping í viðtali við Fox.Spilað á Trump? Við komuna til Kína fóru Trump og eiginkona hans Melania í skoðunarferð um Forboðnu borgina með Jinping og Peng Liyuan, eiginkonu hans. Eftir það sagði Trump við fjölmiðla að hann væri að skemmta sér vel í Kína.Samkvæmt AP fréttaveitunni treysta starfsmenn Trump á að gott samband hans og Jinping muni hjálpa til við allar viðræður. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja þó að Jinping sé líklegast að spila með Trump. „Trump hefur ítrekað lýst sambandi hans og Xi á þann veg að þeir séu góðir vinir en það er ótrúlega barnalegt,“ segir Mike Chinoy. „Það er langt síðan Kínverjar áttuðu sig á því hvernig best er að eiga við Trump. Það er að að smjaðra fyrir honum og það er ekkert sem Kínverjar gera betur en að táldraga erlenda erindreka.“ Trump talaði mjög oft í kosningabaráttunni um að hann myndi taka Kína hörðum tökum og meðal annars laga viðskiptasamband ríkjanna. Chinoy sagði að nú ætlaði Trump taka Kína vetlingatökum ef þeir grípi til aðgerða vegna Norður-Kóreu. Donald Trump Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að þrýsta á Kínverja varðandi viðskipti ríkjanna og samskipti Kínverja við Norður-Kóreu. Forsetinn er nú staddur í Kína þar sem hann mun vera í tvo daga. Meðal þess sem hann mun ræða við æðstu stjórnendur Kína er að Kínverjar hætti viðskiptum við Norður-Kóreu og vísi öllum verkamönnum þaðan úr Kína. Trump hefur áður hrósað Kína fyrir aðgerðir þeirra gegn Norður-Kóreu en sagt að þörf væri á frekari og strangari aðgerðum. Hann hefur ítrekað hrósað Xi Jinping, forseta Kína, sem varð nýverið valdamesti leiðtogi landsins í áratugi. Hugmyndafræði hans hefur verið innleidd í stjórnarskrá landsins og er hann settur á sama stall og Mao Zedong, stofnandi ríkisins. „Hann er valdamikill maður. Ég tel að hann sé góður maður. Nú, hafandi sagt það, þá er hann í forsvari fyrir Kína og ég fyrir Bandaríkin, svo, þú veist, það verða alltaf ákveðin átök. Fólk segir að við höfum besta samband allda forseta, því hann er einnig kallaður forseti. Einhverjir myndu kalla hann konung Kína en hann er kallaður forseti,“ sagði Trump nýverið um Jinping í viðtali við Fox.Spilað á Trump? Við komuna til Kína fóru Trump og eiginkona hans Melania í skoðunarferð um Forboðnu borgina með Jinping og Peng Liyuan, eiginkonu hans. Eftir það sagði Trump við fjölmiðla að hann væri að skemmta sér vel í Kína.Samkvæmt AP fréttaveitunni treysta starfsmenn Trump á að gott samband hans og Jinping muni hjálpa til við allar viðræður. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja þó að Jinping sé líklegast að spila með Trump. „Trump hefur ítrekað lýst sambandi hans og Xi á þann veg að þeir séu góðir vinir en það er ótrúlega barnalegt,“ segir Mike Chinoy. „Það er langt síðan Kínverjar áttuðu sig á því hvernig best er að eiga við Trump. Það er að að smjaðra fyrir honum og það er ekkert sem Kínverjar gera betur en að táldraga erlenda erindreka.“ Trump talaði mjög oft í kosningabaráttunni um að hann myndi taka Kína hörðum tökum og meðal annars laga viðskiptasamband ríkjanna. Chinoy sagði að nú ætlaði Trump taka Kína vetlingatökum ef þeir grípi til aðgerða vegna Norður-Kóreu.
Donald Trump Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira