Leiðtogar flokkanna halda spilunum fast að sér Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2017 20:00 Það gæti skýrst á morgun hvort Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur reyna með sér myndun ríkisstjórnar með þátttöku Framsóknarflokksins. Staðan er hins vegar all flókin þar sem nokkur andstaða er innan flestra flokka við samstarf með öðrum flokkum og erfitt að láta kapalinn ganga pólitískt upp. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafa haldið mjög fast að sér spilunum í dag og þegar maður hefur yfirleitt náð sambandi við þá hafa þeir sem minnst viljað segja um mögulegar stjórnarmyndanir. En það liggur einhvern veginn í kortunum að næst verði reynt að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. En enginn vill segja neitt um það í dag. Almennt er reiknað með að forseti Íslands gefi leiðtogunum að minnsta kosti svigrúm eitthvað fram eftir degi á morgun, áður en hann kallar þá til sín á fund. En forsetinn er nánast í daglegu sambandi við leiðtogana þannig að hann er vel upplýstur um stöðu mála. Einhver vankvæði virðast á nánast öllum samsetningum flokka í ríkisstjórn vegna andstöðu þvers og kruss við samstarf einstakra flokka. Þingflokkur Flokks fólksins kom saman í dag til að ræða málin en Inga Sæland formaður flokksins segir aðþar á bæ hefðu menn lítið heyrt í dag.Nú er sagt að allir séu að tala við alla. Þýðir það að allir eru að tala við ykkur„Allir að tala við alla nema okkur,“ segir Inga og hlær. „ Nei, nei í rauninni erum við bara róleg hér á hliðarlínunni og höfum ekki fengið neitt spjall í dag,“ bætir hún við. Ekki eru allir hrifnir að því innan Vinstri grænna að fara í stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki án þess að Samfylkingin kæmi með í þá stjórn. Innan hennar virðast líka mjög blendnar tilfinningar gagnvart slíkri stjórn sem og innan Sjálfstæðisflokksins „Það eru þarna ákveðnar þreifingar. Það er búið að vera talað svolítið um þessa stjórn alveg frá vinstri til hægri. Með þá kannski Framsókn þarna í miðjunni. Það er bara spurning hvort það er það sem reynt verður næst. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Við fáum sennilega að frétta af því á morgun,“ segir Inga Sæland. Kosningar 2017 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Það gæti skýrst á morgun hvort Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur reyna með sér myndun ríkisstjórnar með þátttöku Framsóknarflokksins. Staðan er hins vegar all flókin þar sem nokkur andstaða er innan flestra flokka við samstarf með öðrum flokkum og erfitt að láta kapalinn ganga pólitískt upp. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafa haldið mjög fast að sér spilunum í dag og þegar maður hefur yfirleitt náð sambandi við þá hafa þeir sem minnst viljað segja um mögulegar stjórnarmyndanir. En það liggur einhvern veginn í kortunum að næst verði reynt að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. En enginn vill segja neitt um það í dag. Almennt er reiknað með að forseti Íslands gefi leiðtogunum að minnsta kosti svigrúm eitthvað fram eftir degi á morgun, áður en hann kallar þá til sín á fund. En forsetinn er nánast í daglegu sambandi við leiðtogana þannig að hann er vel upplýstur um stöðu mála. Einhver vankvæði virðast á nánast öllum samsetningum flokka í ríkisstjórn vegna andstöðu þvers og kruss við samstarf einstakra flokka. Þingflokkur Flokks fólksins kom saman í dag til að ræða málin en Inga Sæland formaður flokksins segir aðþar á bæ hefðu menn lítið heyrt í dag.Nú er sagt að allir séu að tala við alla. Þýðir það að allir eru að tala við ykkur„Allir að tala við alla nema okkur,“ segir Inga og hlær. „ Nei, nei í rauninni erum við bara róleg hér á hliðarlínunni og höfum ekki fengið neitt spjall í dag,“ bætir hún við. Ekki eru allir hrifnir að því innan Vinstri grænna að fara í stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki án þess að Samfylkingin kæmi með í þá stjórn. Innan hennar virðast líka mjög blendnar tilfinningar gagnvart slíkri stjórn sem og innan Sjálfstæðisflokksins „Það eru þarna ákveðnar þreifingar. Það er búið að vera talað svolítið um þessa stjórn alveg frá vinstri til hægri. Með þá kannski Framsókn þarna í miðjunni. Það er bara spurning hvort það er það sem reynt verður næst. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Við fáum sennilega að frétta af því á morgun,“ segir Inga Sæland.
Kosningar 2017 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira