Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 13:52 Formenn flokkanna ræða við fjölmiðla á Alþingi í dag eftir að ljóst varð að ekki tækist að mynda ríkisstjórn. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. Þetta segir Katrín á Facebook-síðu sinni en greint hefur verið frá því að upp úr viðræðunum hafi slitnað þar sem Framsóknarflokkurinn hafi talið 32 manna meirihluta, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi, of tæpan. „Ljóst var frá upphafi að meirihlutinn var naumur og stór verkefni framundan. Málefnalega gengu samræður þessara flokka mjög vel og ég upplifði traust á milli formannanna; mín, Sigurðar Inga, Loga og Þórhildar Sunnu. Fyrir liggur hins vegar að hinn naumi meirihluti vóg of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar. Eftir sem áður er það okkar verkefni að koma á starfhæfri ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu,“ segir Katrín á Facebook-síðu sinni. Formenn flokkanna fjögurra ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu laust fyrir klukkan 13 í dag. Þar sagði Katrín einnig að samtal flokkanna hefði verið málefnalegt. „Niðurstaðan er sú að við erum ekki að ná þessu saman. Það liggur fyrir að meirihlutinnn, 32 manna meirihluti, þykir af einhverjum flokkum of naumur. Ég vil taka það fram af því að ég hef haldið utan um þessar umræður að þær hafa verið mjög góðar og ástæðan fyrir því að við stöndum hérna öll saman er að það hefur verið mjög gott málefnalegt samtal á milli þessara flokka en verkefnin framundan stór. Þess vegna liggur ekki fyrir vissa hjá öllum flokkum að það sé rétt að halda áfram í þetta,“ sagði Katrín. Eins og greint hefur verið frá voru það Framsóknarmenn sem töldu meirihluta flokkanna fjögurra of nauman. Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi í dag að flokkurinn hefði haft áhyggjur af því að meirihlutinn væri of tæpur til þess að tryggja stöðugleika. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Katrínu á sinn fund klukkan 17 í dag. Katrín sagði að hún hefði svigrúm fram eftir degi til þess að fara yfir aðra möguleika í stöðunni. „Enda hef ég haldið því til haga þó að þetta hafi augljóslega verið okkar fyrsti og vænlegasti kostur þá útilokar það ekki aðra möguleika,“ sagði Katrín en vildi þó ekki gefa upp hvaða aðra möguleika hún sæi í stöðunni. „Það mun koma í ljós seinna í dag.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 „Mér er óglatt“ Uppnám á Facebook eftir viðræðuslit 6. nóvember 2017 13:45 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. Þetta segir Katrín á Facebook-síðu sinni en greint hefur verið frá því að upp úr viðræðunum hafi slitnað þar sem Framsóknarflokkurinn hafi talið 32 manna meirihluta, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi, of tæpan. „Ljóst var frá upphafi að meirihlutinn var naumur og stór verkefni framundan. Málefnalega gengu samræður þessara flokka mjög vel og ég upplifði traust á milli formannanna; mín, Sigurðar Inga, Loga og Þórhildar Sunnu. Fyrir liggur hins vegar að hinn naumi meirihluti vóg of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar. Eftir sem áður er það okkar verkefni að koma á starfhæfri ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu,“ segir Katrín á Facebook-síðu sinni. Formenn flokkanna fjögurra ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu laust fyrir klukkan 13 í dag. Þar sagði Katrín einnig að samtal flokkanna hefði verið málefnalegt. „Niðurstaðan er sú að við erum ekki að ná þessu saman. Það liggur fyrir að meirihlutinnn, 32 manna meirihluti, þykir af einhverjum flokkum of naumur. Ég vil taka það fram af því að ég hef haldið utan um þessar umræður að þær hafa verið mjög góðar og ástæðan fyrir því að við stöndum hérna öll saman er að það hefur verið mjög gott málefnalegt samtal á milli þessara flokka en verkefnin framundan stór. Þess vegna liggur ekki fyrir vissa hjá öllum flokkum að það sé rétt að halda áfram í þetta,“ sagði Katrín. Eins og greint hefur verið frá voru það Framsóknarmenn sem töldu meirihluta flokkanna fjögurra of nauman. Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi í dag að flokkurinn hefði haft áhyggjur af því að meirihlutinn væri of tæpur til þess að tryggja stöðugleika. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Katrínu á sinn fund klukkan 17 í dag. Katrín sagði að hún hefði svigrúm fram eftir degi til þess að fara yfir aðra möguleika í stöðunni. „Enda hef ég haldið því til haga þó að þetta hafi augljóslega verið okkar fyrsti og vænlegasti kostur þá útilokar það ekki aðra möguleika,“ sagði Katrín en vildi þó ekki gefa upp hvaða aðra möguleika hún sæi í stöðunni. „Það mun koma í ljós seinna í dag.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 „Mér er óglatt“ Uppnám á Facebook eftir viðræðuslit 6. nóvember 2017 13:45 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Sjá meira
Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34
Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent