Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2017 09:17 Carter Page bar vitni fyrir einni þingnefndanna sem rannsakar afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Vísir/AFP Þvert á fyrri yfirlýsingar viðurkenndi fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump í utanríkismálum að hann hefði átt fundi með rússneskum embættismönnum í fyrra þegar hann bar vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Carter Page hitti rússneska embættismenn þegar hann ferðaðist til Moskvu í júlí í fyrra samkvæmt framburði hans fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, að sögn New York Times. Hann hafi síðan greint að minnsta kosti einum starfsmanni framboðsins frá fundunum í tölvupósti. Fram að þessu hefur Page sagt fjölmiðlum að hann hafi ekki hitt fulltrúa stjórnvalda í heimsókninni til Rússlands eða talað um að hann hafi aðallega fundað með fræðimönnum. Page hætti störfum fyrir framboðið skömmum eftir heimsóknina og ráðgjafa Trump hafa reynt að þvo hendur sínar af honum. Ferðalag Page til Moskvu er sagt hafa verið ein af ástæðum þess að bandaríska alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á mögulegum tengslum framboðsins við Rússa í fyrra. New York Times segir að í heimsókninni hafi Page meðal annars flutt ræðu í háskóla í Moskvu þar sem hann gagnrýndi stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Rússlands á hátt sem þótti enduróma afstöðu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands.Kom við sögu í FBI-rannsókn sem tengdist rússneskum njósnumPage er sagður hafa dregist inn í rannsókn FBI á fólki sem grunað var um að vera rússneskir njósnarar árið 2013 en var ekki sjálfur ákærður. Hann hafði hitt einn þriggja manna sem voru sakaðir um að vera óskráður útsendari erlends ríkis á orkuráðstefnu og rætt við hann um ábatasöm viðskipti. Page sagði að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri njósnari. Í ákærum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, sem birtar voru á mánudag kom fram að annar ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum hefði ítrekað reynt að koma á fundum með rússneskum embættismönnum. Ráðgjafinn, George Papadopoulos, hafði fengið upplýsingar um að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í formi þúsunda tölvupósta. Papadopoulos játaði að hafa logið að fulltrúum FBI um eðli samskipta sinna við aðila sem tengjast rússneskum stjórnvöldum. Auk Papadopoulos voru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Rick Gates, viðskiptafélagi hans, ákærðir fyrir peningaþvætti, samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa ekki gert grein fyrir erindrekstri sínum fyrir erlent ríki í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Þvert á fyrri yfirlýsingar viðurkenndi fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump í utanríkismálum að hann hefði átt fundi með rússneskum embættismönnum í fyrra þegar hann bar vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Carter Page hitti rússneska embættismenn þegar hann ferðaðist til Moskvu í júlí í fyrra samkvæmt framburði hans fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, að sögn New York Times. Hann hafi síðan greint að minnsta kosti einum starfsmanni framboðsins frá fundunum í tölvupósti. Fram að þessu hefur Page sagt fjölmiðlum að hann hafi ekki hitt fulltrúa stjórnvalda í heimsókninni til Rússlands eða talað um að hann hafi aðallega fundað með fræðimönnum. Page hætti störfum fyrir framboðið skömmum eftir heimsóknina og ráðgjafa Trump hafa reynt að þvo hendur sínar af honum. Ferðalag Page til Moskvu er sagt hafa verið ein af ástæðum þess að bandaríska alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á mögulegum tengslum framboðsins við Rússa í fyrra. New York Times segir að í heimsókninni hafi Page meðal annars flutt ræðu í háskóla í Moskvu þar sem hann gagnrýndi stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Rússlands á hátt sem þótti enduróma afstöðu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands.Kom við sögu í FBI-rannsókn sem tengdist rússneskum njósnumPage er sagður hafa dregist inn í rannsókn FBI á fólki sem grunað var um að vera rússneskir njósnarar árið 2013 en var ekki sjálfur ákærður. Hann hafði hitt einn þriggja manna sem voru sakaðir um að vera óskráður útsendari erlends ríkis á orkuráðstefnu og rætt við hann um ábatasöm viðskipti. Page sagði að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri njósnari. Í ákærum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, sem birtar voru á mánudag kom fram að annar ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum hefði ítrekað reynt að koma á fundum með rússneskum embættismönnum. Ráðgjafinn, George Papadopoulos, hafði fengið upplýsingar um að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í formi þúsunda tölvupósta. Papadopoulos játaði að hafa logið að fulltrúum FBI um eðli samskipta sinna við aðila sem tengjast rússneskum stjórnvöldum. Auk Papadopoulos voru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Rick Gates, viðskiptafélagi hans, ákærðir fyrir peningaþvætti, samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa ekki gert grein fyrir erindrekstri sínum fyrir erlent ríki í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26