Hagskælingar safna fyrir alvarlega veikan samnemenda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. nóvember 2017 19:30 Hagskælingar vinna nú hörðum höndum við að safna pening fyrir samnemanda sinn, Ólaf Ívar Árnason eða Óla eins og hann er alltaf kallaður, sem veiktist alvarlega af bakteríusýkingu og hefur legið á sjúkrahúsi nánast allt þetta ár. Óla var um tíma ekki hugað líf en er nú á batavegi. Óli veiktist í byrjun árs. „Eftir að ég var í bíó með bróður mínum. Daginn eftir var ég að hósta mjög mikið. Svo man ég ekki mikið eftir deginum á eftir þegar ég fór á spítalann,“ segir Óli. Lungu hans höfðu takmarkaða starfsgetu vegna bakteríunnar og var hann mjög hætt kominn. Hann var fluttur með hraði til Stokkhólms á Karolinska sjúkrahúsið á sérhæfða deild sem tekur við þegar hefðbundnar gjörgæsludeildir geta ekki meira. Á þeim tíma var foreldrum Óla ráðlagt að fá alla fjölskylduna strax út til að kveðja. Öll líffærakerfi gáfu sig og æðar láku. Óla tókst hins vegar að snúa til baka og töldu læknar hans að um kraftaverk væri að ræða. Núna, rúmum 9 mánuðum eftir að Óli veiktist, dvelur hann á Barnaspítala hringsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt en ég reyni að hafa eitthvað gaman. Og það eru mörg bakslög. Alltaf bara að halda áfram,“ segir Óli sem er staðráðin í því að ná fullum bata. Nú tekur við löng endurhæfing en hann hefur þurft að byrja nánast frá byrjun en hann missti nánast alla krafta í líkamanum þegar hann veiktist. Óli er mikill fótboltaáhugamaður og KR-ingur í húð og hár. Fjöldi fótboltakappa hafa langt sitt af mörkum og heimsótt Óla og fært honum áritaðar treyjur sem setja svip á sjúkrastofuna. „Svo kom Aron Einar og Pálmi Rafn sem er fyrirliðinn í KR. Svo kom Hannes og Þorgrímur Þráins. Hann gaf mér skóna sína og hanskana sína,“ segir Óli en þetta er aðeins dæmi um þá fótboltakappa sem hafa heimsótt Óla. Á meðal Óli vinnur hörðum höndum við að öðlast bata hafa skólafélagar hans í Hagaskóla undirbúið árlega góðgerðarhátíð, Gott mál, sem snýst um að styrkja gott málefni. Í ár er safnað fyrir Óla. „Ég var svolítið hissa að þau væru að gera það. En það er bara mjög fallegt af þeim,“ segir Óli. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Hagskælingar vinna nú hörðum höndum við að safna pening fyrir samnemanda sinn, Ólaf Ívar Árnason eða Óla eins og hann er alltaf kallaður, sem veiktist alvarlega af bakteríusýkingu og hefur legið á sjúkrahúsi nánast allt þetta ár. Óla var um tíma ekki hugað líf en er nú á batavegi. Óli veiktist í byrjun árs. „Eftir að ég var í bíó með bróður mínum. Daginn eftir var ég að hósta mjög mikið. Svo man ég ekki mikið eftir deginum á eftir þegar ég fór á spítalann,“ segir Óli. Lungu hans höfðu takmarkaða starfsgetu vegna bakteríunnar og var hann mjög hætt kominn. Hann var fluttur með hraði til Stokkhólms á Karolinska sjúkrahúsið á sérhæfða deild sem tekur við þegar hefðbundnar gjörgæsludeildir geta ekki meira. Á þeim tíma var foreldrum Óla ráðlagt að fá alla fjölskylduna strax út til að kveðja. Öll líffærakerfi gáfu sig og æðar láku. Óla tókst hins vegar að snúa til baka og töldu læknar hans að um kraftaverk væri að ræða. Núna, rúmum 9 mánuðum eftir að Óli veiktist, dvelur hann á Barnaspítala hringsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt en ég reyni að hafa eitthvað gaman. Og það eru mörg bakslög. Alltaf bara að halda áfram,“ segir Óli sem er staðráðin í því að ná fullum bata. Nú tekur við löng endurhæfing en hann hefur þurft að byrja nánast frá byrjun en hann missti nánast alla krafta í líkamanum þegar hann veiktist. Óli er mikill fótboltaáhugamaður og KR-ingur í húð og hár. Fjöldi fótboltakappa hafa langt sitt af mörkum og heimsótt Óla og fært honum áritaðar treyjur sem setja svip á sjúkrastofuna. „Svo kom Aron Einar og Pálmi Rafn sem er fyrirliðinn í KR. Svo kom Hannes og Þorgrímur Þráins. Hann gaf mér skóna sína og hanskana sína,“ segir Óli en þetta er aðeins dæmi um þá fótboltakappa sem hafa heimsótt Óla. Á meðal Óli vinnur hörðum höndum við að öðlast bata hafa skólafélagar hans í Hagaskóla undirbúið árlega góðgerðarhátíð, Gott mál, sem snýst um að styrkja gott málefni. Í ár er safnað fyrir Óla. „Ég var svolítið hissa að þau væru að gera það. En það er bara mjög fallegt af þeim,“ segir Óli.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira