Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2017 21:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hikaði ekki við að fordæma Al Franken, þingmann Demókrataflokksins, eftir að hann var ásakaður um að hafa káfað á brjóstum sofandi konu og kysst hana gegn vilja hennar á árum áður. Hann vill hins vegar ekkert segja um þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, Roy Moore, og mun það vera af því að forsetinn sé svo upptekinn. Nokkrum klukkustundum eftir að ásakanirnar gegn Franken voru gerðar opinberar tísti Trump um málið. Hann kallaði Franken „Frankenstein“ og sagði myndina sem fylgdi ásökunum vera „mjög svo slæma“. Þá spurði forsetinn hvert hendur Franken hefðu farið á næstu myndum. Í öðru tísti um málið, þar sem Trump virðist áfram fylgja gamla viðmiði Twitter um 140 stafa tíst, gagnrýndi hann Franken fyrir að hafa talað gegn kynferðisbrotum og talað um að karlar eigi að bera virðingu fyrir konum.The Al Frankenstien picture is really bad, speaks a thousand words. Where do his hands go in pictures 2, 3, 4, 5 & 6 while she sleeps? ..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017.And to think that just last week he was lecturing anyone who would listen about sexual harassment and respect for women. Lesley Stahl tape? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017 Hins vegar. Þegar kemur að ásökunum gegn Roy Moore, þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, hefur Donald Trump verið þögull sem gröfin. Tvær konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Moore braut á þeim kynferðislega þegar þær voru fjórtán og sextán ára. Þær sögðu hann hafa káfað á þeim og reyndi að þvinga þær til samræðis.Sjá einnig: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Aðrar konur hafa lýst því hvernig Moore, þegar hann var á fertugsaldri, eltist við táningsstúlkur á stöðum eins og verslunarmiðstöðum.Ekki tjáð sig um Moore Sarah Huckabee, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hefur ítrekað neitað að svara spurningum um hvort að Trump trúði konunum sem hafa stigið fram gegn Moore. Hún hefur sagt að Trump telji að kjósendur Alabama eigi að taka ákvörðun um hver næsti öldungadeildarþingmaður þeirra eigi að vera. Sömuleiðis hefur Huckabee ekki svarað spurningum fjölmiðla um hvort að Trump myndi draga stuðning sinn við Moore til baka. Ivanka Trump, dóttir forsetans, hefur sagt opinberlega að hún hafi enga ástæðu til að trúa konunum ekki. Kellyanne Conway, einn af ráðgjöfum Trump, sagði í vikunni að forsetinn væri of upptekinn við að tjá sig um ásakanirnar gegn Roy Moore. Forsetinn sjálfur ekki flekklaus Þá er fortíð forsetans einnig gruggug og hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Þar að auki var birt myndband af Trump í fyrra þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar. Trump varði þau ummæli sín með því að segja að um svokallað „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða. Huckabee sagði við blaðamenn í kvöld að munurinn á Trump og Franken væri sá að Franken hefði viðurkennt ranggjörðir. Það hefði Trump ekki gert.Sarah Huckabee Sanders on Trump sexual misconduct allegations: "Sen. Franken has admitted wrongdoing and the president hasn't." pic.twitter.com/RO2w6jB07H— MSNBC (@MSNBC) November 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hikaði ekki við að fordæma Al Franken, þingmann Demókrataflokksins, eftir að hann var ásakaður um að hafa káfað á brjóstum sofandi konu og kysst hana gegn vilja hennar á árum áður. Hann vill hins vegar ekkert segja um þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, Roy Moore, og mun það vera af því að forsetinn sé svo upptekinn. Nokkrum klukkustundum eftir að ásakanirnar gegn Franken voru gerðar opinberar tísti Trump um málið. Hann kallaði Franken „Frankenstein“ og sagði myndina sem fylgdi ásökunum vera „mjög svo slæma“. Þá spurði forsetinn hvert hendur Franken hefðu farið á næstu myndum. Í öðru tísti um málið, þar sem Trump virðist áfram fylgja gamla viðmiði Twitter um 140 stafa tíst, gagnrýndi hann Franken fyrir að hafa talað gegn kynferðisbrotum og talað um að karlar eigi að bera virðingu fyrir konum.The Al Frankenstien picture is really bad, speaks a thousand words. Where do his hands go in pictures 2, 3, 4, 5 & 6 while she sleeps? ..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017.And to think that just last week he was lecturing anyone who would listen about sexual harassment and respect for women. Lesley Stahl tape? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017 Hins vegar. Þegar kemur að ásökunum gegn Roy Moore, þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, hefur Donald Trump verið þögull sem gröfin. Tvær konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Moore braut á þeim kynferðislega þegar þær voru fjórtán og sextán ára. Þær sögðu hann hafa káfað á þeim og reyndi að þvinga þær til samræðis.Sjá einnig: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Aðrar konur hafa lýst því hvernig Moore, þegar hann var á fertugsaldri, eltist við táningsstúlkur á stöðum eins og verslunarmiðstöðum.Ekki tjáð sig um Moore Sarah Huckabee, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hefur ítrekað neitað að svara spurningum um hvort að Trump trúði konunum sem hafa stigið fram gegn Moore. Hún hefur sagt að Trump telji að kjósendur Alabama eigi að taka ákvörðun um hver næsti öldungadeildarþingmaður þeirra eigi að vera. Sömuleiðis hefur Huckabee ekki svarað spurningum fjölmiðla um hvort að Trump myndi draga stuðning sinn við Moore til baka. Ivanka Trump, dóttir forsetans, hefur sagt opinberlega að hún hafi enga ástæðu til að trúa konunum ekki. Kellyanne Conway, einn af ráðgjöfum Trump, sagði í vikunni að forsetinn væri of upptekinn við að tjá sig um ásakanirnar gegn Roy Moore. Forsetinn sjálfur ekki flekklaus Þá er fortíð forsetans einnig gruggug og hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Þar að auki var birt myndband af Trump í fyrra þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar. Trump varði þau ummæli sín með því að segja að um svokallað „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða. Huckabee sagði við blaðamenn í kvöld að munurinn á Trump og Franken væri sá að Franken hefði viðurkennt ranggjörðir. Það hefði Trump ekki gert.Sarah Huckabee Sanders on Trump sexual misconduct allegations: "Sen. Franken has admitted wrongdoing and the president hasn't." pic.twitter.com/RO2w6jB07H— MSNBC (@MSNBC) November 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira