Íslenska vörnin hefur aldrei verið betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 06:00 Hannes Þór Halldórsson og félagar í íslenska landsliðinu fagna sigri á Kósóvó og sæti á HM 2018. Fréttablaðið/Anton Leikirnir við Tékka og Katar við Persaflóann á síðustu dögum skiptu kannski litlu máli í stóra samhenginu. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson talaði sjálfur meira um að þetta væri mórölsk uppskeruferð fyrir hetjur liðsins heldur en að þarna ætti að leggja leikfræðilegan grunn að enn frekari afrekum liðsins. Strákarnir okkar hafa þrátt fyrir þennan rólega endi á landsliðsárinu skilað íslenska liðinu upp í nýjar hæðir með magnaðri frammistöðu og eins og síðustu ár héldu metin áfram að falla á þessu landsliðsári. Knattspyrnuárið 2017 var fyrir löngu orðið sögulegt fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta enda strákarnir okkar komnir inn á HM í fyrsta sinn.Átta mörk í plús Frábær árangur liðsins var líka einstakur því íslenska liðið fékk aðeins á sig 0,58 mörk að meðaltali í leik og skoraði átta mörkum meira en mótherjarnir. Það hefur aldrei gerst áður á landsliðsári þar sem Ísland hefur spilað fleiri en einn landsleik. Síðustu tveir leikir landsliðsins voru þessir vináttuleikir við Tékklandi og Katar í Katar en liðið vann hvorugan þeirra, tapaði 2-1 fyrir Tékkum og gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Katar. Endirinn var ekki alveg í samræmi við leikina á undan þegar ekkert mátti klikka og strákarnir kláruðu verkefnið með stæl. Met íslenska landsliðsins hafa fallið hvert á fætur öðru á síðustu árum enda árangur fótboltalandsliðsins verið einstakur og í raun heimsfrétt. Árið 2016 var til dæmis sett nýtt leikjamet (17 leikir), markamet (30 mörk) og met í sigurleikjum (8 sigrar).Skoruðu aðeins minna Íslenska liðið skoraði aðeins minna í ár en varðist aftur á móti mun betur. Þetta er til dæmis aðeins sjöunda landsliðsárið þar sem Ísland fær á sig minna en mark að meðaltali í leik. Íslenska vörnin gerði mun betur en það, því liðið fékk aðeins á sig 7 mörk í 12 leikjum eða 0,58 mörk að meðaltali. Liðið er að fá næstum því marki minna á sig í leik heldur en árið á undan. Ef það er hægt að finna að einhverju á árinu 2016 var það að íslenska liðið fékk á sig 26 mörk eða 1,5 mörk að meðaltali í leik. Heimir Hallgrímsson og strákarnir lokuðu hins vegar vörninni á árinu 2017 ekki síst í keppnisleikjunum þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark í síðustu fimm leikjum sínum í undankeppninni.Eitt og hálft stig á hvert mark Varnarleikurinn sá til þess að hvert skorað mark í keppnisleikjum ársins var virði 1,5 stiga því tíu mörk í undankeppni HM skiluðu íslenska liðinu alls fimmtán stigum á árinu 2017. Skömmu fyrir leikslok á móti Katar á þriðjudaginn stefndi í að íslenska liðið væri að fara halda hreinu í sjöunda sinn á árinu og tryggja sér áttunda sigurleik ársins. Katarmenn jöfnuðu hins vegar í uppbótartíma og metið yfir hæsta hlutfall sigurleikja frá árinu 1999 (60 prósent) lifir því áfram. Metið frá því í fyrra yfir flesta sigurleiki (8) stendur líka áfram eitt og sér þökk sé þessu óþarfa jöfnunarmarki Katarbúa. Íslenska liðið vann alls sjö leiki á árinu 2017 eða 58 prósent af tólf landsleikjum ársins. Það verður þó að taka það fram að árangur ársins 1948 verður reyndar aldrei bættur heldur aðeins jafnaður. Íslenska landsliðið vann þá 2-0 sigur á Finnum í eina landsleik ársins og skoraði Ríkharður Jónsson bæði mörkin. Eina tapið í mótsleik í ár var hins vegar tap fyrir Finnum í september. Íslenska liðið hefur alltaf getað skorað mörk og sannaði það enn einu sinni á árinu 2017. Liðið skoraði í 9 af 12 leikjum sínum og gerði meira en mark í leik sjötta landsliðsárið í röð. Íslenska landsliðið hélt því áfram að skora um leið og vörninni var lokað. Það er því engin tilviljun að íslenska fótboltalandsliðið er á leiðinni á HM í fyrsta sinn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Leikirnir við Tékka og Katar við Persaflóann á síðustu dögum skiptu kannski litlu máli í stóra samhenginu. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson talaði sjálfur meira um að þetta væri mórölsk uppskeruferð fyrir hetjur liðsins heldur en að þarna ætti að leggja leikfræðilegan grunn að enn frekari afrekum liðsins. Strákarnir okkar hafa þrátt fyrir þennan rólega endi á landsliðsárinu skilað íslenska liðinu upp í nýjar hæðir með magnaðri frammistöðu og eins og síðustu ár héldu metin áfram að falla á þessu landsliðsári. Knattspyrnuárið 2017 var fyrir löngu orðið sögulegt fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta enda strákarnir okkar komnir inn á HM í fyrsta sinn.Átta mörk í plús Frábær árangur liðsins var líka einstakur því íslenska liðið fékk aðeins á sig 0,58 mörk að meðaltali í leik og skoraði átta mörkum meira en mótherjarnir. Það hefur aldrei gerst áður á landsliðsári þar sem Ísland hefur spilað fleiri en einn landsleik. Síðustu tveir leikir landsliðsins voru þessir vináttuleikir við Tékklandi og Katar í Katar en liðið vann hvorugan þeirra, tapaði 2-1 fyrir Tékkum og gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Katar. Endirinn var ekki alveg í samræmi við leikina á undan þegar ekkert mátti klikka og strákarnir kláruðu verkefnið með stæl. Met íslenska landsliðsins hafa fallið hvert á fætur öðru á síðustu árum enda árangur fótboltalandsliðsins verið einstakur og í raun heimsfrétt. Árið 2016 var til dæmis sett nýtt leikjamet (17 leikir), markamet (30 mörk) og met í sigurleikjum (8 sigrar).Skoruðu aðeins minna Íslenska liðið skoraði aðeins minna í ár en varðist aftur á móti mun betur. Þetta er til dæmis aðeins sjöunda landsliðsárið þar sem Ísland fær á sig minna en mark að meðaltali í leik. Íslenska vörnin gerði mun betur en það, því liðið fékk aðeins á sig 7 mörk í 12 leikjum eða 0,58 mörk að meðaltali. Liðið er að fá næstum því marki minna á sig í leik heldur en árið á undan. Ef það er hægt að finna að einhverju á árinu 2016 var það að íslenska liðið fékk á sig 26 mörk eða 1,5 mörk að meðaltali í leik. Heimir Hallgrímsson og strákarnir lokuðu hins vegar vörninni á árinu 2017 ekki síst í keppnisleikjunum þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark í síðustu fimm leikjum sínum í undankeppninni.Eitt og hálft stig á hvert mark Varnarleikurinn sá til þess að hvert skorað mark í keppnisleikjum ársins var virði 1,5 stiga því tíu mörk í undankeppni HM skiluðu íslenska liðinu alls fimmtán stigum á árinu 2017. Skömmu fyrir leikslok á móti Katar á þriðjudaginn stefndi í að íslenska liðið væri að fara halda hreinu í sjöunda sinn á árinu og tryggja sér áttunda sigurleik ársins. Katarmenn jöfnuðu hins vegar í uppbótartíma og metið yfir hæsta hlutfall sigurleikja frá árinu 1999 (60 prósent) lifir því áfram. Metið frá því í fyrra yfir flesta sigurleiki (8) stendur líka áfram eitt og sér þökk sé þessu óþarfa jöfnunarmarki Katarbúa. Íslenska liðið vann alls sjö leiki á árinu 2017 eða 58 prósent af tólf landsleikjum ársins. Það verður þó að taka það fram að árangur ársins 1948 verður reyndar aldrei bættur heldur aðeins jafnaður. Íslenska landsliðið vann þá 2-0 sigur á Finnum í eina landsleik ársins og skoraði Ríkharður Jónsson bæði mörkin. Eina tapið í mótsleik í ár var hins vegar tap fyrir Finnum í september. Íslenska liðið hefur alltaf getað skorað mörk og sannaði það enn einu sinni á árinu 2017. Liðið skoraði í 9 af 12 leikjum sínum og gerði meira en mark í leik sjötta landsliðsárið í röð. Íslenska landsliðið hélt því áfram að skora um leið og vörninni var lokað. Það er því engin tilviljun að íslenska fótboltalandsliðið er á leiðinni á HM í fyrsta sinn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira