Wow air svarar breskum blaðamanni sem sagði tilboð flugfélagsins „falskar fréttir“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2017 11:07 Vél WOW air. vísir/vilhelm Blaðamaður Independent gagnrýnir tilboð íslenska flugfélagsins Wow Air á áætlunarferð frá Stansted-flugvelli í London til JFK-flugvallar í New York. Wow Air auglýsti í síðustu viku sæti í áætlunarferðir frá Stansted til New York fyrir 99 pund, eða því sem nemur um 13 þúsund íslenskra króna. Nokkrir breskir fjölmiðla fjölluðu um þetta tilboð en blaðamaður Independent, Simon Calder, segir þær umfjallanir hafa verið „falskar fréttir“. „Til að byrja með þá er Wow Air ekki að hefja nýja flugleið frá Stansted til JFK. Það mun flytja þig frá Essex til Keflavíkurflugvallar á Íslandi, þar sem þú þarft að ná tengiflugi til að komast til New York,“ skrifar Calder. Hann segir að þetta 99 punda tilboð hafa aðeins staðið til boða ef bókað var báðar leiðir og þá hafi heimferðin verið dýrari. Þá hafi bókunargjald einnig verið bætt við upphæðina. „Við erum að bjóða upp á mjög samkeppnishæf verð sem leggjast vel í fólk enda seldust þessi sæti fljótt upp,“ segir María Margrét Jóhannsdóttir hjá Wow Air við Vísi vegna skrifa breska blaðamannsins.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Vísir/VilhelmHún segir Wow Air alltaf hafa þann hátt á í tilboðum sínum að bókað sé flug fram og til baka og það sé tekið skýrt fram á vef félagsins. Hún segir flugvallarskatta í Bretlandi um 129 pund og því hafi Wow Air verið að lofa að borga með þeim farþegum sem næðu að nýta sér þetta tilboð. „Við höfum almennt ekki orðið vör við gagnrýni sem þessa,“ segir María. Calder segir Wow Air hafa heillað heimsbyggðina með þessu tilboði sínu og að það hafi meira segja ratað í fréttir á Nýja Sjálandi. Hann tekur fram að ódýrasta flugið báðar leiðir með Wow Air frá London til New York hafi verið á 251 pund. Það sé got verð en ekki eins gott og tilboð flugfélagsins Primera Air sem hefur flug frá Stansted til New York í apríl næstkomandi. Með Primera Air hafi hann átt möguleika á að bóka báðar leiðir með Primera Air fyrir 234 pund, og án þess að þurfa að millilenda á Íslandi. WOW Air tilkynnti í síðustu viku að það muni hefja flug frá Keflavíkurflugvelli til JFK-flugvallar í New York 26. apríl næstkomandi. Flugfélagið er nú þegar með áætlunarferðir á milli Keflavíkurflugvallar og Newark-flugvallar í New York. Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW og Primera á lista yfir flugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér Flugfélögin WOW air og Primera Air eru á lista breska dagblaðsins Telegraph yfir tíu lággjaldaflugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér 16. nóvember 2017 11:00 WOW hefur flug til JFK í New York WOW air mun hefja flug til JFK-flugvallar í New York þann 26. apríl. 7. nóvember 2017 09:08 Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Samgöngustofu hafa borist hátt í 900 erindi vegna flugfélaga það sem af er ári. Fjöldinn hefur tvöfaldast tvö ár í röð. 28. október 2017 06:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Blaðamaður Independent gagnrýnir tilboð íslenska flugfélagsins Wow Air á áætlunarferð frá Stansted-flugvelli í London til JFK-flugvallar í New York. Wow Air auglýsti í síðustu viku sæti í áætlunarferðir frá Stansted til New York fyrir 99 pund, eða því sem nemur um 13 þúsund íslenskra króna. Nokkrir breskir fjölmiðla fjölluðu um þetta tilboð en blaðamaður Independent, Simon Calder, segir þær umfjallanir hafa verið „falskar fréttir“. „Til að byrja með þá er Wow Air ekki að hefja nýja flugleið frá Stansted til JFK. Það mun flytja þig frá Essex til Keflavíkurflugvallar á Íslandi, þar sem þú þarft að ná tengiflugi til að komast til New York,“ skrifar Calder. Hann segir að þetta 99 punda tilboð hafa aðeins staðið til boða ef bókað var báðar leiðir og þá hafi heimferðin verið dýrari. Þá hafi bókunargjald einnig verið bætt við upphæðina. „Við erum að bjóða upp á mjög samkeppnishæf verð sem leggjast vel í fólk enda seldust þessi sæti fljótt upp,“ segir María Margrét Jóhannsdóttir hjá Wow Air við Vísi vegna skrifa breska blaðamannsins.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Vísir/VilhelmHún segir Wow Air alltaf hafa þann hátt á í tilboðum sínum að bókað sé flug fram og til baka og það sé tekið skýrt fram á vef félagsins. Hún segir flugvallarskatta í Bretlandi um 129 pund og því hafi Wow Air verið að lofa að borga með þeim farþegum sem næðu að nýta sér þetta tilboð. „Við höfum almennt ekki orðið vör við gagnrýni sem þessa,“ segir María. Calder segir Wow Air hafa heillað heimsbyggðina með þessu tilboði sínu og að það hafi meira segja ratað í fréttir á Nýja Sjálandi. Hann tekur fram að ódýrasta flugið báðar leiðir með Wow Air frá London til New York hafi verið á 251 pund. Það sé got verð en ekki eins gott og tilboð flugfélagsins Primera Air sem hefur flug frá Stansted til New York í apríl næstkomandi. Með Primera Air hafi hann átt möguleika á að bóka báðar leiðir með Primera Air fyrir 234 pund, og án þess að þurfa að millilenda á Íslandi. WOW Air tilkynnti í síðustu viku að það muni hefja flug frá Keflavíkurflugvelli til JFK-flugvallar í New York 26. apríl næstkomandi. Flugfélagið er nú þegar með áætlunarferðir á milli Keflavíkurflugvallar og Newark-flugvallar í New York.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW og Primera á lista yfir flugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér Flugfélögin WOW air og Primera Air eru á lista breska dagblaðsins Telegraph yfir tíu lággjaldaflugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér 16. nóvember 2017 11:00 WOW hefur flug til JFK í New York WOW air mun hefja flug til JFK-flugvallar í New York þann 26. apríl. 7. nóvember 2017 09:08 Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Samgöngustofu hafa borist hátt í 900 erindi vegna flugfélaga það sem af er ári. Fjöldinn hefur tvöfaldast tvö ár í röð. 28. október 2017 06:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
WOW og Primera á lista yfir flugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér Flugfélögin WOW air og Primera Air eru á lista breska dagblaðsins Telegraph yfir tíu lággjaldaflugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér 16. nóvember 2017 11:00
WOW hefur flug til JFK í New York WOW air mun hefja flug til JFK-flugvallar í New York þann 26. apríl. 7. nóvember 2017 09:08
Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Samgöngustofu hafa borist hátt í 900 erindi vegna flugfélaga það sem af er ári. Fjöldinn hefur tvöfaldast tvö ár í röð. 28. október 2017 06:00