Hannes var kvalinn á morfíni í heila viku: Komst varla á klósettið sjálfur Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 11:30 Hannes Þór var klár í slaginn fyrir EM og var þar einn besti maður íslenska liðsins. vísir/eyþór Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, var kvalinn á sjúkrahúsi með vökva í æði og á morfíni í heila viku eftir að hann fór úr axlarlið á æfingu landsliðsins í september árið 2015. Strákarnir okkar voru þá nýbúnir að tryggja sér sæti á EM 2016 með jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvellinum en Hannes meiddist á léttri æfingu daginn eftir. Hannes hefur aldrei sagt alla söguna en hann gerði það í þættinum Ný sýn í umsjá Hugrúnar Halldórsdóttur í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi. Þar kom í ljós að fara úr axlarlið var ekki það eina sem kom fyrir markvörðinn.Hannes Þór spilar með Randers í dönsku úrvalsdeildinni.Vísir/GettyVissi að þetta var alvarlegt „Það sem gerðist var að nýrun í mér gáfu sig,“ segir Hannes Þór sem var í stórkostlegu formi á þessum tíma, búinn að halda hreinu í sex leikjum af níu í undankeppni EM og á miklum skriði í hollensku úrvalsdeildinni. Meiðslin áttu sér stað átta mánuðum fyrir EM en læknarnir töldu að Hannes yrði 4-6 mánuði að jafna sig. Hann þekkir það vel að fara úr axlarlið en það gerði hann oft á yngri árum. „Ég vissi hvað þetta þýddi enda var ég búinn að fara fimm til sex sinnum úr axlarlið á vinstri öxlinni en núna var þetta sú hægri. Síðast þegar að þetta gerðist var ég frá fótbolta í fimm ár þannig að ég vissi að þetta var alvarlegt,“ segir Hannes en þarna voru vandræðin og veikindin rétt að hefjast. „Daginn eftir aðgerðina var ég að drepast í bakinu og mér leið bara ótrúlega illa allan daginn. Ég fór í rannsóknir upp á slysó þar sem fannst blóð í þvaginu og svo voru einhver gildi sem læknunum leist ekkert á. Ég beið í þrjá til fjóra tíma eftir niðurstöðu en það voru erfiðir tímar.“Hannes Þór flutti inn til mömmu og pabba til að jafna sig.vísir/eyþórLærði mikið Niðurstaðan var sú að nýrun á Hannesi voru biluð en sennilega var það út af aðgerðinni. Honum var tjáð af nýrnalækni að slíkt gerðist stundum eftir svona aðgerðir. „Ég var lagður inn á spítala í viku með vökva í æð en eina sem er hægt að gera í þessu er að bíða og vona. Ég var kvalinn og á morfíni allan tímann. Ég var að drepast í bakinu sem gerði það að verkum að ég gat ekkert sofið. Ég fór úr því að spila landsleik fyrir fullu húsi í besta formi lífs míns í það að geta ekki staulast á klósettið sjálfur og gat varla gengið,“ segir Hannes sem lærði ýmislegt um lífið á þessum tíma. „Það er merkilegt að upplifa það hvernig líkaminn getur gefið sig á svona stuttum tíma þó að maður telji sig fullfrískan. Eftir vikuna á spítalanum flutti ég til mömmu og pabba í tvær til þrjár vikur og eftir viku hjá þeim fór ég í göngutúr þar sem það tók mig eina klukkustund að ganga 300 metra.“ „Ég lærði mikið af þessu og þetta kenndi manni að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Maður má ekki gleyma að njóta augnabliksins,“ segir Hannes Þór Halldórsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, var kvalinn á sjúkrahúsi með vökva í æði og á morfíni í heila viku eftir að hann fór úr axlarlið á æfingu landsliðsins í september árið 2015. Strákarnir okkar voru þá nýbúnir að tryggja sér sæti á EM 2016 með jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvellinum en Hannes meiddist á léttri æfingu daginn eftir. Hannes hefur aldrei sagt alla söguna en hann gerði það í þættinum Ný sýn í umsjá Hugrúnar Halldórsdóttur í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi. Þar kom í ljós að fara úr axlarlið var ekki það eina sem kom fyrir markvörðinn.Hannes Þór spilar með Randers í dönsku úrvalsdeildinni.Vísir/GettyVissi að þetta var alvarlegt „Það sem gerðist var að nýrun í mér gáfu sig,“ segir Hannes Þór sem var í stórkostlegu formi á þessum tíma, búinn að halda hreinu í sex leikjum af níu í undankeppni EM og á miklum skriði í hollensku úrvalsdeildinni. Meiðslin áttu sér stað átta mánuðum fyrir EM en læknarnir töldu að Hannes yrði 4-6 mánuði að jafna sig. Hann þekkir það vel að fara úr axlarlið en það gerði hann oft á yngri árum. „Ég vissi hvað þetta þýddi enda var ég búinn að fara fimm til sex sinnum úr axlarlið á vinstri öxlinni en núna var þetta sú hægri. Síðast þegar að þetta gerðist var ég frá fótbolta í fimm ár þannig að ég vissi að þetta var alvarlegt,“ segir Hannes en þarna voru vandræðin og veikindin rétt að hefjast. „Daginn eftir aðgerðina var ég að drepast í bakinu og mér leið bara ótrúlega illa allan daginn. Ég fór í rannsóknir upp á slysó þar sem fannst blóð í þvaginu og svo voru einhver gildi sem læknunum leist ekkert á. Ég beið í þrjá til fjóra tíma eftir niðurstöðu en það voru erfiðir tímar.“Hannes Þór flutti inn til mömmu og pabba til að jafna sig.vísir/eyþórLærði mikið Niðurstaðan var sú að nýrun á Hannesi voru biluð en sennilega var það út af aðgerðinni. Honum var tjáð af nýrnalækni að slíkt gerðist stundum eftir svona aðgerðir. „Ég var lagður inn á spítala í viku með vökva í æð en eina sem er hægt að gera í þessu er að bíða og vona. Ég var kvalinn og á morfíni allan tímann. Ég var að drepast í bakinu sem gerði það að verkum að ég gat ekkert sofið. Ég fór úr því að spila landsleik fyrir fullu húsi í besta formi lífs míns í það að geta ekki staulast á klósettið sjálfur og gat varla gengið,“ segir Hannes sem lærði ýmislegt um lífið á þessum tíma. „Það er merkilegt að upplifa það hvernig líkaminn getur gefið sig á svona stuttum tíma þó að maður telji sig fullfrískan. Eftir vikuna á spítalanum flutti ég til mömmu og pabba í tvær til þrjár vikur og eftir viku hjá þeim fór ég í göngutúr þar sem það tók mig eina klukkustund að ganga 300 metra.“ „Ég lærði mikið af þessu og þetta kenndi manni að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Maður má ekki gleyma að njóta augnabliksins,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira