Umferðartafir á Miklubraut þjóðhagslega dýrar Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2017 09:49 Þeir sem leið eiga úr Árbænum eða Mosfellsbæ til vinnu á morgnana niður Ártúnsbrekkuna verða þessa dagana að sætta sig við gríðarlegar tafir vegna mikillar umferðarteppu sem þar myndast ávallt á morgnana og stendur líklega í ríflega klukkutíma á hverjum morgni. Ekki þarf að efast um þá þjóðhagslegu óhagkvæmni sem af þessum töfum hlýst en það tekur nær aldrei minna en 25-30 mínútur fyrir vegfarendur að skila sér til vinnu á þessum tíma. Hæglega má búast við því að hver vegfarandi tefjist um 15 mínútur á hverjum morgni vegna þessa og ekki tekur mikið betra við að loknum vinnudegi. Vegfarendur á þessari leið á degi hverjum skipta tugum þúsunda og ef giskað er á þeir séu 30.000 þúsund tapast 7.500 vinnustundir daglega við þessar umferðatafir. Ef gert er ráð fyrir að hver vinnustund þessa fólks kosti vinnuveitendur 4.000 kr. á klukkustund kosta þessar umferðatafir 30 milljónir á hverjum virkum degi. Fjöldi vinnudaga á hverju ári eru 260 og því má áætla að kostnaðurinn sé 7,8 milljarðar á ári, bara við það að tefja hvern starfsmann um þetta korter á dag sitjandi í bíl sínum af óþörfu á degi hverjum. Lausnin á þessu vandamáli hlýtur að felast í því að greiða fyrir umferðinni með mislægum umferðarmannvirkjum á þeim gatnamótum sem skera Miklubrautina. Mislæg gatnamót eru þegar til staðar við Réttarholtsveg, en ekki við Grensásveg, Háaleitisbraut og Kringlumýrarbraut, en eftir það í vesturátt er umferðin farin að þynnast það mikið að líklega er ekki þörf fyrir slík mannvirki vestar. Forvitnilegt væri að reikna út hvað slík mannvirki myndu kosta á þessum þremur ofantöldu gatnamótum og reikna í framhaldinu út á hve fáum árum þau myndu borga sig. Það telur ekki í mörgum árum, jafnvel innan við tveimur árum. Líklega myndu þau borga sig upp 10-20 sinnum hraðar upp en til dæmis Vaðlaheiðargöng, sem jafnvel aldrei munu borga sig upp. Víst er að róttækar breytingar verða að eiga sér stað til að greiða götu fólks á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum og því fyrr því betra. Loforð um innviðauppbyggingu í stjórnmálum þessa dagana ættu nú loksins að snúa að höfuðborgarsvæðinu. Tími er kominn til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Þeir sem leið eiga úr Árbænum eða Mosfellsbæ til vinnu á morgnana niður Ártúnsbrekkuna verða þessa dagana að sætta sig við gríðarlegar tafir vegna mikillar umferðarteppu sem þar myndast ávallt á morgnana og stendur líklega í ríflega klukkutíma á hverjum morgni. Ekki þarf að efast um þá þjóðhagslegu óhagkvæmni sem af þessum töfum hlýst en það tekur nær aldrei minna en 25-30 mínútur fyrir vegfarendur að skila sér til vinnu á þessum tíma. Hæglega má búast við því að hver vegfarandi tefjist um 15 mínútur á hverjum morgni vegna þessa og ekki tekur mikið betra við að loknum vinnudegi. Vegfarendur á þessari leið á degi hverjum skipta tugum þúsunda og ef giskað er á þeir séu 30.000 þúsund tapast 7.500 vinnustundir daglega við þessar umferðatafir. Ef gert er ráð fyrir að hver vinnustund þessa fólks kosti vinnuveitendur 4.000 kr. á klukkustund kosta þessar umferðatafir 30 milljónir á hverjum virkum degi. Fjöldi vinnudaga á hverju ári eru 260 og því má áætla að kostnaðurinn sé 7,8 milljarðar á ári, bara við það að tefja hvern starfsmann um þetta korter á dag sitjandi í bíl sínum af óþörfu á degi hverjum. Lausnin á þessu vandamáli hlýtur að felast í því að greiða fyrir umferðinni með mislægum umferðarmannvirkjum á þeim gatnamótum sem skera Miklubrautina. Mislæg gatnamót eru þegar til staðar við Réttarholtsveg, en ekki við Grensásveg, Háaleitisbraut og Kringlumýrarbraut, en eftir það í vesturátt er umferðin farin að þynnast það mikið að líklega er ekki þörf fyrir slík mannvirki vestar. Forvitnilegt væri að reikna út hvað slík mannvirki myndu kosta á þessum þremur ofantöldu gatnamótum og reikna í framhaldinu út á hve fáum árum þau myndu borga sig. Það telur ekki í mörgum árum, jafnvel innan við tveimur árum. Líklega myndu þau borga sig upp 10-20 sinnum hraðar upp en til dæmis Vaðlaheiðargöng, sem jafnvel aldrei munu borga sig upp. Víst er að róttækar breytingar verða að eiga sér stað til að greiða götu fólks á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum og því fyrr því betra. Loforð um innviðauppbyggingu í stjórnmálum þessa dagana ættu nú loksins að snúa að höfuðborgarsvæðinu. Tími er kominn til.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar