Ansi margir þurfa að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 Viðar Örn Kjartansson er hér að skora sitt annað landsliðsmark á ferlinum í gær. Það mark var ansi laglegt. fréttablaðið/afp Á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu börðust hatrammlega um laust sæti á HM í Rússlandi höfðu strákarnir okkar það náðugt í Doha. Léku sér á sjóköttum og úlföldum ásamt því að spila tvo vináttulandsleiki. Strákarnir töpuðu fyrst fyrir Tékkum en í gær gerðu þeir 1-1 jafntefli við Katar. Þeir voru með unninn leik en augnablikskæruleysi í uppbótartíma gaf heimamönnum færi á að jafna og það gerðu þeir. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik.Drullusvekktur „Í heiðarleika sagt þá erum við drullusvekktir með þessa frammistöðu í dag. Úrslitin skiptu ekki öllu máli en frammistaðan var á margan hátt ekki góð og eðlilega erum við ekki ánægðir með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann átti von á meiru frá sínum mönnum í dag. „Sóknarleikurinn okkar var slakur í dag. Áttum erfitt með að halda boltanum og sköpuðum ekki mikið af færum. Það sem við erum svekktastir yfir er hraðinn og tempóið sem var í öllum okkar aðgerðum í dag. Við vorum ekki einu sinni fljótir að hugsa og koma okkur í svæði. Ég er svekktastur yfir því.“Færri nýttu tækifærið Margir af þeim leikmönnum sem hafa verið utan liðsins fengu tækifæri í gær en Heimir hefði viljað sjá fleiri nýta það tækifæri betur. „Það var misjafnt hvernig menn nýttu sín tækifæri. Það voru sumir sem nýttu þessa ferð ágætlega en ég myndi segja að við höfum orðið vonsviknari með fleiri þá loksins er þeir fengu tækifæri,“ segir Heimir augljóslega nokkuð óhress með marga af sínum mönnum. „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi.“Prófaði nýja varnaraðferð Í leiknum í gær fór Heimir úr hinu hefðbundna skipulagi landsliðsins í síðari hálfleik og í fimm manna vörn. „Við vorum með þrjá miðverði í síðari hálfleik og er við horfum til Rússlands þar sem við getum mætt bestu knattspyrnuþjóðum heims þá viljum við hafa það sem möguleika að geta spilað með þrjá miðverði enda eigum við marga góða slíka. Það viljum við gera til þess að loka leiðum í gegnum liðið,“ segir þjálfarinn og hann var nokkuð ánægður með hvernig til tókst. „Mér fannst varnarleikurinn ganga mjög vel. Þeir komust ekki í gegnum okkur og voru nánast hættir að gera það er þeir skora í lokin. Það voru vonbrigði að fá svona mark á sig þar sem opnast gat í hjarta varnarinnar. Það á aldrei að gerast þegar lið er með þrjá miðverði. Fram að því var vörnin mjög góð en er við unnum boltann var sóknarleikurinn slakur. Frammistaðan því ekkert sérstök fyrir utan að mér fannst varnarleikurinn ganga upp.“Mjög góð ferð Úrslitin áttu aldrei að vera það sem þessi ferð snerist um og þjálfarinn var mjög ánægður með ferðina þó að úrslitin hafi ekki verið nógu ánægjuleg. „Hún var mjög góð. Gott að geta gefið mönnum frí sem hafa spilað mest. Það er búið að vera gaman í hópnum. Við höfum fundað um síðustu keppni og hvað við getum gert betur. Við höfum fundað um hvað við lærðum af síðustu lokakeppni og hvað við viljum gera betur. Svo höfum við planað næstu mánuði og ár því það eru stór verkefni fram undan. Tíminn hefur verið vel nýttur í margt annað en fótbolta og þess utan höfum við gert margt skemmtilegt. Þessi ferð telur því heilmikið þó svo úrslitin í leikjunum hafi ekki verið stórkostleg.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu börðust hatrammlega um laust sæti á HM í Rússlandi höfðu strákarnir okkar það náðugt í Doha. Léku sér á sjóköttum og úlföldum ásamt því að spila tvo vináttulandsleiki. Strákarnir töpuðu fyrst fyrir Tékkum en í gær gerðu þeir 1-1 jafntefli við Katar. Þeir voru með unninn leik en augnablikskæruleysi í uppbótartíma gaf heimamönnum færi á að jafna og það gerðu þeir. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik.Drullusvekktur „Í heiðarleika sagt þá erum við drullusvekktir með þessa frammistöðu í dag. Úrslitin skiptu ekki öllu máli en frammistaðan var á margan hátt ekki góð og eðlilega erum við ekki ánægðir með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann átti von á meiru frá sínum mönnum í dag. „Sóknarleikurinn okkar var slakur í dag. Áttum erfitt með að halda boltanum og sköpuðum ekki mikið af færum. Það sem við erum svekktastir yfir er hraðinn og tempóið sem var í öllum okkar aðgerðum í dag. Við vorum ekki einu sinni fljótir að hugsa og koma okkur í svæði. Ég er svekktastur yfir því.“Færri nýttu tækifærið Margir af þeim leikmönnum sem hafa verið utan liðsins fengu tækifæri í gær en Heimir hefði viljað sjá fleiri nýta það tækifæri betur. „Það var misjafnt hvernig menn nýttu sín tækifæri. Það voru sumir sem nýttu þessa ferð ágætlega en ég myndi segja að við höfum orðið vonsviknari með fleiri þá loksins er þeir fengu tækifæri,“ segir Heimir augljóslega nokkuð óhress með marga af sínum mönnum. „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi.“Prófaði nýja varnaraðferð Í leiknum í gær fór Heimir úr hinu hefðbundna skipulagi landsliðsins í síðari hálfleik og í fimm manna vörn. „Við vorum með þrjá miðverði í síðari hálfleik og er við horfum til Rússlands þar sem við getum mætt bestu knattspyrnuþjóðum heims þá viljum við hafa það sem möguleika að geta spilað með þrjá miðverði enda eigum við marga góða slíka. Það viljum við gera til þess að loka leiðum í gegnum liðið,“ segir þjálfarinn og hann var nokkuð ánægður með hvernig til tókst. „Mér fannst varnarleikurinn ganga mjög vel. Þeir komust ekki í gegnum okkur og voru nánast hættir að gera það er þeir skora í lokin. Það voru vonbrigði að fá svona mark á sig þar sem opnast gat í hjarta varnarinnar. Það á aldrei að gerast þegar lið er með þrjá miðverði. Fram að því var vörnin mjög góð en er við unnum boltann var sóknarleikurinn slakur. Frammistaðan því ekkert sérstök fyrir utan að mér fannst varnarleikurinn ganga upp.“Mjög góð ferð Úrslitin áttu aldrei að vera það sem þessi ferð snerist um og þjálfarinn var mjög ánægður með ferðina þó að úrslitin hafi ekki verið nógu ánægjuleg. „Hún var mjög góð. Gott að geta gefið mönnum frí sem hafa spilað mest. Það er búið að vera gaman í hópnum. Við höfum fundað um síðustu keppni og hvað við getum gert betur. Við höfum fundað um hvað við lærðum af síðustu lokakeppni og hvað við viljum gera betur. Svo höfum við planað næstu mánuði og ár því það eru stór verkefni fram undan. Tíminn hefur verið vel nýttur í margt annað en fótbolta og þess utan höfum við gert margt skemmtilegt. Þessi ferð telur því heilmikið þó svo úrslitin í leikjunum hafi ekki verið stórkostleg.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira