Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Höskuldur Kári Schram skrifar 14. nóvember 2017 11:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti á skrifstofur Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. Forystumenn flokkanna þriggja komu saman til fundar á skrifstofu framsóknarmanna við Austurvöll í morgun. Bjarni Benediktsson mætti fyrstur en hann gerir ráð fyrir því að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála á fjórum til fimm dögum. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem að þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,” segir Bjarni. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn því að ganga til þessara viðræðna, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Í gær sendi svo ungliðahreyfing flokksins frá sér yfirlýsingu þar sem þessum viðræðum er einnig mótmælt. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks segist þó ekki hafa áhyggjur af minnkandi stuðningi meðal vinstri grænna við mögulegt stjórnarsamtarf. „Það er bara mál hvers flokks fyrir sig. Við förum í þessar viðræður af fullum heilindum eins og við vorum á föstudag og laugardag og það gekk vel og ég vona að það haldi bara áfram,” segir Sigurður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að ekki sé byrjað ræða skipan ráðherra og skiptingu ráðherrastóla. Hún segir flokkurinn sé í góðri stöðu til að ganga til þessara viðræðna og að málefnin skipti þar mestu máli t.d. uppbygging velferðarsamfélagsins, jafnréttis- og umhverfismál og staðan á vinnumarkaði. „Þannig að við horfum á þetta og nálgumst þetta út frá málefnum og það er alltaf sterk staða til að vera í," segir Katrín en viðtöl við formennina þrjá má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. Forystumenn flokkanna þriggja komu saman til fundar á skrifstofu framsóknarmanna við Austurvöll í morgun. Bjarni Benediktsson mætti fyrstur en hann gerir ráð fyrir því að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála á fjórum til fimm dögum. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem að þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,” segir Bjarni. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn því að ganga til þessara viðræðna, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Í gær sendi svo ungliðahreyfing flokksins frá sér yfirlýsingu þar sem þessum viðræðum er einnig mótmælt. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks segist þó ekki hafa áhyggjur af minnkandi stuðningi meðal vinstri grænna við mögulegt stjórnarsamtarf. „Það er bara mál hvers flokks fyrir sig. Við förum í þessar viðræður af fullum heilindum eins og við vorum á föstudag og laugardag og það gekk vel og ég vona að það haldi bara áfram,” segir Sigurður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að ekki sé byrjað ræða skipan ráðherra og skiptingu ráðherrastóla. Hún segir flokkurinn sé í góðri stöðu til að ganga til þessara viðræðna og að málefnin skipti þar mestu máli t.d. uppbygging velferðarsamfélagsins, jafnréttis- og umhverfismál og staðan á vinnumarkaði. „Þannig að við horfum á þetta og nálgumst þetta út frá málefnum og það er alltaf sterk staða til að vera í," segir Katrín en viðtöl við formennina þrjá má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52
Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00