Segir Húsvíkinga ekki þurfa að hafa áhyggjur Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2017 21:15 Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist í fréttum Stöðvar 2 finna fyrir miklum stuðningi heimamanna við verkefnið en stefnt er að því að gangsetningarferli verksmiðjunnar hefjist eftir fjórar vikur. Fréttir sem bárust í vor af gangsetningu kísilvers United Silicon í Helguvík urðu til þess að margir hrukku í kút á Húsavík. Nú er framundan að ræsa kísilver PCC á Bakka. Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon, segir stefnt að því að gangsetningarferlið hefjist þann 13. desember. Þegar hann er spurður hvort Húsvíkingar þurfi að óttast það sama og Keflvíkingar er svarið skýrt: „Nei. Húsvíkingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því, - ekki frekar en mitt starfsfólk. Vandræðin sem hafa verið á Reykjanesi, held ég, hafa ekkert með það að gera að það hafi verið að starta kísilveri þar. Ég held að það hljóti að hafa verið eitthvað annað sem hafi farið úrskeiðis þar.“Kísilver PCC á Bakka er að verða tilbúið. Stefnt er að því að gangsetningarferlið hefjist fyrir miðjan desember,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir PCC kaupa verksmiðjuna tilbúna frá þýska fyrirtækinu SMS, sem hafi yfir eitthundrað ára reynslu í málmiðnaði. Ofn verksmiðjunnar verði kyntur um eða upp úr áramótum. SMS fylgi gangsetningunni úr hlaði þar til reksturinn verði orðinn stöðugur. „Svona verksmiðjur eru til út um allan heim og verið gangsettar margoft án þess að svona vandræði hafi verið. Og ég er alveg sannfærður um það, miðað við hvernig staðið er að þessu verkefni, - og allur ramminn í kringum þetta verkefni, - komi í veg fyrir það.“Séð yfir Húsavík. Nýju hafnarmannvirkin eru lengst til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir samfélagið á Húsavík og nærsveitum taka fyrirtækinu vel og nefnir sem dæmi góða mætingu á opinn dag, sem haldinn var á Bakka síðla sumars. „Við fundum mikinn stuðning. Úr þessu þrjúþúsund manna sveitarfélagi fengum við fjögurhundruð gesti, sem er bara mjög gott og sýnir áhugann á þessu verkefni. Og yfirgnæfandi; bara mikill stuðningur, frá öllum sem komu.“ Fjallað var um iðnaðaruppbygginguna í Þingeyjarsýslum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist í fréttum Stöðvar 2 finna fyrir miklum stuðningi heimamanna við verkefnið en stefnt er að því að gangsetningarferli verksmiðjunnar hefjist eftir fjórar vikur. Fréttir sem bárust í vor af gangsetningu kísilvers United Silicon í Helguvík urðu til þess að margir hrukku í kút á Húsavík. Nú er framundan að ræsa kísilver PCC á Bakka. Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon, segir stefnt að því að gangsetningarferlið hefjist þann 13. desember. Þegar hann er spurður hvort Húsvíkingar þurfi að óttast það sama og Keflvíkingar er svarið skýrt: „Nei. Húsvíkingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því, - ekki frekar en mitt starfsfólk. Vandræðin sem hafa verið á Reykjanesi, held ég, hafa ekkert með það að gera að það hafi verið að starta kísilveri þar. Ég held að það hljóti að hafa verið eitthvað annað sem hafi farið úrskeiðis þar.“Kísilver PCC á Bakka er að verða tilbúið. Stefnt er að því að gangsetningarferlið hefjist fyrir miðjan desember,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir PCC kaupa verksmiðjuna tilbúna frá þýska fyrirtækinu SMS, sem hafi yfir eitthundrað ára reynslu í málmiðnaði. Ofn verksmiðjunnar verði kyntur um eða upp úr áramótum. SMS fylgi gangsetningunni úr hlaði þar til reksturinn verði orðinn stöðugur. „Svona verksmiðjur eru til út um allan heim og verið gangsettar margoft án þess að svona vandræði hafi verið. Og ég er alveg sannfærður um það, miðað við hvernig staðið er að þessu verkefni, - og allur ramminn í kringum þetta verkefni, - komi í veg fyrir það.“Séð yfir Húsavík. Nýju hafnarmannvirkin eru lengst til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir samfélagið á Húsavík og nærsveitum taka fyrirtækinu vel og nefnir sem dæmi góða mætingu á opinn dag, sem haldinn var á Bakka síðla sumars. „Við fundum mikinn stuðning. Úr þessu þrjúþúsund manna sveitarfélagi fengum við fjögurhundruð gesti, sem er bara mjög gott og sýnir áhugann á þessu verkefni. Og yfirgnæfandi; bara mikill stuðningur, frá öllum sem komu.“ Fjallað var um iðnaðaruppbygginguna í Þingeyjarsýslum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20