Gunnar Birgisson var nær dauða en lífi þremur dögum fyrir sjötugsafmælið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 20:00 Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, var hætt kominn þegar hjartaloka rifnaði. Hann segist hafa fengið annað tækifæri í lífinu og það tileinki hann ástvinum sínum. Hann sé þó hvergi hættur störfum, hann þurfi bara að jafna sig aðeins betur. Erla Björg Gunnarsdóttir heimsótti Gunnar. Gunnar dvelur nú á heimili sínu í Kópavogi á meðan hann jafnar sig eftir stóra aðgerð í lok september en annað heimili hans er á Siglufirði. Þremur dögum fyrir sjötugsafmælið þyrmdi yfir Gunnar. Hann var einn heima á Siglufirði og hringdi strax á sjúkrabíl. Hann var fluttur fyrst á Akureyri og svo með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann fór í stóra aðgerð. „Það var farið með mig beint á skurðstofuna og þá kemur þessi sígilda spurning: Hefurðu ofnæmi fyrir einhverju, Gunnar Birgisson? Já. Og hvað er það? Það eru kommúnistar, sagði ég. Ég er líklega eini sem hef fengið það skráð á sjúkraskrá. En ég segi þeim að drífa í þessu og svo er ég skorinn. Líkurnar voru meiri en fimm prósent en minni en tíu prósent.“ Læknar sögðu það kraftaverk að Gunnar hafi lifað aðgerðina af, en í aðgerðinni fékk hann nýja hjartaloku.Sér lífið í nýju ljósi Gunnar þakkar konu sinni fyrir stuðninginn sem kom honum á fætur eftir aðgerðina og segist hann sjá lífið í nýju ljósi þar sem ástvinirnir eru fremstir í forgangi. „Forsjónin var mér hliðholl og gamla máltækið er þannig að ekki verður ófeigum í hel komið og það gilti um mig. En þeir sögðu að ég hefði sterkan líkama og sterkan lífsvilja, og það hafi kannski gert útslagið.“ Nú tekur við endurhæfing hjá Gunnari og bíður hann eftir að verða nógu hraustur til að fara á Reykjalund. „Síðan mun bara lífið halda áfram. Ég leggst ekki í kör þótt þetta hafi komið fyrir. Ég þakka almættinu fyrir og held bara áfram. Það er enginn bilbugur á mér í því.“ Síðustu daga hefur Gunnar verið að þjálfa fínhreyfingarnar með því að árita ævisögu sína sem kemur út í vikunni. Þar segist Gunnar segja hreint og beint frá sínu lífi og störfum. Það verða ekki allir ánægðir því ég er vanur að tala tæpitungulaust. Það var einn kollegi minn í pólitíkinni sem gaf út ævisögu sína. Hann dáðist aðallega að pabba sínum, hvað hann var myndarlegur við skrifborðið og hvað hann var duglegur, pabbi hans. Það voru fleiri kaflar um þetta. En hann þorði ekkert að segja um pólitíkina. En það er nóg þarna,“ segir Gunnar sposkur á svip. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, var hætt kominn þegar hjartaloka rifnaði. Hann segist hafa fengið annað tækifæri í lífinu og það tileinki hann ástvinum sínum. Hann sé þó hvergi hættur störfum, hann þurfi bara að jafna sig aðeins betur. Erla Björg Gunnarsdóttir heimsótti Gunnar. Gunnar dvelur nú á heimili sínu í Kópavogi á meðan hann jafnar sig eftir stóra aðgerð í lok september en annað heimili hans er á Siglufirði. Þremur dögum fyrir sjötugsafmælið þyrmdi yfir Gunnar. Hann var einn heima á Siglufirði og hringdi strax á sjúkrabíl. Hann var fluttur fyrst á Akureyri og svo með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann fór í stóra aðgerð. „Það var farið með mig beint á skurðstofuna og þá kemur þessi sígilda spurning: Hefurðu ofnæmi fyrir einhverju, Gunnar Birgisson? Já. Og hvað er það? Það eru kommúnistar, sagði ég. Ég er líklega eini sem hef fengið það skráð á sjúkraskrá. En ég segi þeim að drífa í þessu og svo er ég skorinn. Líkurnar voru meiri en fimm prósent en minni en tíu prósent.“ Læknar sögðu það kraftaverk að Gunnar hafi lifað aðgerðina af, en í aðgerðinni fékk hann nýja hjartaloku.Sér lífið í nýju ljósi Gunnar þakkar konu sinni fyrir stuðninginn sem kom honum á fætur eftir aðgerðina og segist hann sjá lífið í nýju ljósi þar sem ástvinirnir eru fremstir í forgangi. „Forsjónin var mér hliðholl og gamla máltækið er þannig að ekki verður ófeigum í hel komið og það gilti um mig. En þeir sögðu að ég hefði sterkan líkama og sterkan lífsvilja, og það hafi kannski gert útslagið.“ Nú tekur við endurhæfing hjá Gunnari og bíður hann eftir að verða nógu hraustur til að fara á Reykjalund. „Síðan mun bara lífið halda áfram. Ég leggst ekki í kör þótt þetta hafi komið fyrir. Ég þakka almættinu fyrir og held bara áfram. Það er enginn bilbugur á mér í því.“ Síðustu daga hefur Gunnar verið að þjálfa fínhreyfingarnar með því að árita ævisögu sína sem kemur út í vikunni. Þar segist Gunnar segja hreint og beint frá sínu lífi og störfum. Það verða ekki allir ánægðir því ég er vanur að tala tæpitungulaust. Það var einn kollegi minn í pólitíkinni sem gaf út ævisögu sína. Hann dáðist aðallega að pabba sínum, hvað hann var myndarlegur við skrifborðið og hvað hann var duglegur, pabbi hans. Það voru fleiri kaflar um þetta. En hann þorði ekkert að segja um pólitíkina. En það er nóg þarna,“ segir Gunnar sposkur á svip.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira