„Það virðast allir vera áhugalausir“: Flogaveik kona gagnrýnin á íslensk heilbrigðisyfirvöld Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. nóvember 2017 19:45 Íslensk kona sem þjáist af sjaldgæfri kuldatengdri flogaveiki er afar gagnrýnin á íslensk heilbrigðisyfirvöld. Hún þarf að ferðast reglulega til Noregs til að fá þau lyf sem hún þarf og segist hafa mætt þekkingarleysi á Íslandi í fjölmörg ár. Arna Magnúsdóttir hrjáist af sjaldgæfri flogaveiki sem brýst fram þegar henni verður kalt. Hún er 75 prósent öryrki vegna veikinnar en reglulega fær hún köst sem stafa af því að heilafrumurnar vinna öðruvísi þegar henni er kalt. Hún fékk fyrsta flogakastið fyrir um 20 árum en fékk ekki greiningu fyrr en árið 2007 þegar erlendur læknir starfaði hér á landi en áður hafði engin læknir haft þekkingu á sjúkdómnum. Þegar sá flutti úr landi fann Arna fyrir þekkingarleysinu á ný. Í Apríl síðastliðnum höfðu aukaverkanir lyfjanna sem hún tók þau áhrif að líkami hennar lamaðist. Eftir það var meðferð hætt. Þá þurfti Arna að grípa til þess að vera nánast alltaf á hreyfingu til að halda líkama sínum heitum og gekk hún stundum fleiri kílómetra á dag.Fer reglulega til Noregs Í september ákvað Arna að fara til Noregs til að leita ráða. „Læknarnir hér höfðu ekki skilning. Þeir vissu ekki hvað þetta var. Sérfræðingurinn minn gafst upp,“ segir Arna en í Noregi var vel tekið á móti henni en þar fékk hún ný lyf sem hún segir vera þau réttu. „Það var mín fyrsta niðurstaða á spítalanum. Þarf ég að flytja út því læknarnir hér heima kunna ekki það sem læknarnir hér kunna? Er ég þá ekki eins og aðrir Íslendingar eða með sama rétt?,“ segist Arna hafa hugsað þegar hún var á spítalanum í Noregi. Arna er afar gagnrýnin á heilbrigðiskerfið og segir leitt að hafa hvergi mætt neinum skilningi vegna sjúkdómsins hér á landi. Eins og er þarf hún að ferðast á milli Íslands og Noregs til þess að fá lyfin sem hún þarf en þau fást ekki á Íslandi. Hana langar að flytja út en hún er þriggja barna móðir og kostnaður við flutninga því mikill. Vinir hennar ákváðu að reyna hjálpa og héldu styrktarkvöld í gærkvöldi sem gekk vel. „Ég var búin að láta landlækni vita af þessu og fleiri hvernig málin stæðu en það virðast allir vera áhugalausir,“ segir Arna. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Íslensk kona sem þjáist af sjaldgæfri kuldatengdri flogaveiki er afar gagnrýnin á íslensk heilbrigðisyfirvöld. Hún þarf að ferðast reglulega til Noregs til að fá þau lyf sem hún þarf og segist hafa mætt þekkingarleysi á Íslandi í fjölmörg ár. Arna Magnúsdóttir hrjáist af sjaldgæfri flogaveiki sem brýst fram þegar henni verður kalt. Hún er 75 prósent öryrki vegna veikinnar en reglulega fær hún köst sem stafa af því að heilafrumurnar vinna öðruvísi þegar henni er kalt. Hún fékk fyrsta flogakastið fyrir um 20 árum en fékk ekki greiningu fyrr en árið 2007 þegar erlendur læknir starfaði hér á landi en áður hafði engin læknir haft þekkingu á sjúkdómnum. Þegar sá flutti úr landi fann Arna fyrir þekkingarleysinu á ný. Í Apríl síðastliðnum höfðu aukaverkanir lyfjanna sem hún tók þau áhrif að líkami hennar lamaðist. Eftir það var meðferð hætt. Þá þurfti Arna að grípa til þess að vera nánast alltaf á hreyfingu til að halda líkama sínum heitum og gekk hún stundum fleiri kílómetra á dag.Fer reglulega til Noregs Í september ákvað Arna að fara til Noregs til að leita ráða. „Læknarnir hér höfðu ekki skilning. Þeir vissu ekki hvað þetta var. Sérfræðingurinn minn gafst upp,“ segir Arna en í Noregi var vel tekið á móti henni en þar fékk hún ný lyf sem hún segir vera þau réttu. „Það var mín fyrsta niðurstaða á spítalanum. Þarf ég að flytja út því læknarnir hér heima kunna ekki það sem læknarnir hér kunna? Er ég þá ekki eins og aðrir Íslendingar eða með sama rétt?,“ segist Arna hafa hugsað þegar hún var á spítalanum í Noregi. Arna er afar gagnrýnin á heilbrigðiskerfið og segir leitt að hafa hvergi mætt neinum skilningi vegna sjúkdómsins hér á landi. Eins og er þarf hún að ferðast á milli Íslands og Noregs til þess að fá lyfin sem hún þarf en þau fást ekki á Íslandi. Hana langar að flytja út en hún er þriggja barna móðir og kostnaður við flutninga því mikill. Vinir hennar ákváðu að reyna hjálpa og héldu styrktarkvöld í gærkvöldi sem gekk vel. „Ég var búin að láta landlækni vita af þessu og fleiri hvernig málin stæðu en það virðast allir vera áhugalausir,“ segir Arna.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira