Sjáðu eitt ótrúlegasta kast tímabilsins í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2017 13:45 Wilson var með tvo varnarmenn í sér en náði samt að kasta á samherja. Vísir/Getty Seattle Seahawks vann í nótt dýrmætan sigur á Arizona Cardinals í NFL-deildinni, 22-16, en liðið er í harðri samkeppni við LA Rams um efsta sæti vesturriðils Þjóðardeildarinnar. Seattle fór nokkuð hægt af stað á nýju tímabili en hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Liðið var með foryrstu, 15-10, snemma í fjórða leikhluta og með boltann á eigin vallarhelmingi. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, hafði fengið litla vernd frá sóknarlínu sinni og varnarmenn Arizona hundeltu hann, einu sinni sem oftar í leiknum. En í stað þess að láta fella sig náði Wilson á ótrúlegan máta að kasta boltanum á útherjan Doug Baldwin, sem hljóp 54 jarda með boltann en var ýtt af velli rétt við endamarkið. Í næsta kerfi náði Wilson að gefa snertimarkssendingu á innherjann Jimmy Graham og auka þar með forystu liðsins í 22-10. Ljóst er að kastið ótrúlega á Baldwin, sem má sjá hér fyrir neðan, var lykilatriði fyrir Seattle í leiknum. Hefði Wilson verið felldur hefðu verið meiri líkur á að Seattle hefði misst boltann og Arizona þar með haft tækifæri til að komast yfir. Sigurinn var þó dýrkeyptur fyrir Seattle en alls sjö leikmenn fóru af velli vegna meiðsla í leiknum og komu ekki meira við sögu. Alvarlegustu meiðslin voru þó hjá varnarmanninum Richard Sherman, einnar stærstu stjörnu deildarinnar, sem sleit hásin og spilar ekki meira á tímabilinu. Tveir NFL-leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 á sunnudag. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og New Orleans Saints en klukkan 21.20 mætast Atlanta Falcons og Dallas Cowboys. NFL Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Seattle Seahawks vann í nótt dýrmætan sigur á Arizona Cardinals í NFL-deildinni, 22-16, en liðið er í harðri samkeppni við LA Rams um efsta sæti vesturriðils Þjóðardeildarinnar. Seattle fór nokkuð hægt af stað á nýju tímabili en hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Liðið var með foryrstu, 15-10, snemma í fjórða leikhluta og með boltann á eigin vallarhelmingi. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, hafði fengið litla vernd frá sóknarlínu sinni og varnarmenn Arizona hundeltu hann, einu sinni sem oftar í leiknum. En í stað þess að láta fella sig náði Wilson á ótrúlegan máta að kasta boltanum á útherjan Doug Baldwin, sem hljóp 54 jarda með boltann en var ýtt af velli rétt við endamarkið. Í næsta kerfi náði Wilson að gefa snertimarkssendingu á innherjann Jimmy Graham og auka þar með forystu liðsins í 22-10. Ljóst er að kastið ótrúlega á Baldwin, sem má sjá hér fyrir neðan, var lykilatriði fyrir Seattle í leiknum. Hefði Wilson verið felldur hefðu verið meiri líkur á að Seattle hefði misst boltann og Arizona þar með haft tækifæri til að komast yfir. Sigurinn var þó dýrkeyptur fyrir Seattle en alls sjö leikmenn fóru af velli vegna meiðsla í leiknum og komu ekki meira við sögu. Alvarlegustu meiðslin voru þó hjá varnarmanninum Richard Sherman, einnar stærstu stjörnu deildarinnar, sem sleit hásin og spilar ekki meira á tímabilinu. Tveir NFL-leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 á sunnudag. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og New Orleans Saints en klukkan 21.20 mætast Atlanta Falcons og Dallas Cowboys.
NFL Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira