Ísland lukkuþjóð Brassa á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Hinn 17 ára gamli Ronaldo sést hér fyrir ofan með Heimsmeistarabikarinn en aðeins 74 dögum áður hafði hann skorað sitt fyrsta landsliðsmark í 3-0 sigri Brasilíu í vináttulandsleik á móti Íslandi. vísir/getty Brasilía er eina knattspyrnuþjóð heimsins með fimm stjörnur á búningnum sínum en Brassarnir hafa nú beðið í sextán ár eftir að bæta þeirri sjöttu við. Hver stjarna táknar heimsmeistaratitil og þar hefur engin þjóð ógnað setu Brasilíu á toppnum síðan Pelé varð heimsmeistari í þriðja sinn sinn fyrir tæpum fimm áratugum. Síðan Brasilía varð heimsmeistari síðast, á Yokohama leikvanginum 30. júní 2002, hafa Ítalir, Spánverjar og Þjóðverjar unnið heimsmeistaratitilinn en Brasilíumenn hafa tvisvar verið slegnir út í átta liða úrslitunum og töpuðu síðan 7-1 á móti verðandi heimsmeisturum, Þjóðverjum, í undanúrslitum á HM á heimavelli sumarið 2014.Pelé eða Ísland Frá því að Pelé lagði skóna á hilluna með brasilíska landsliðinu eftir HM í Mexíkó 1970 hafa Brasilíumenn aðeins tvisvar unnið heimsmeistaratitilinn. Þegar betur er að gáð þá komum við Íslendingar við sögu á þessum síðustu heimsmeistaraárum hjá Brössum. Keppnirnar 1994 og 2002 eiga nefnilega eitt sameiginlegt. Brasilíska liðið spilaði vináttulandsleik við Ísland í aðdraganda mótanna. Tvær af stærstu stjörnum Brasilíumanna á síðustu árum, Ronaldo og Kaká, skoruðu til dæmis báðir fyrstu landsliðsmörkin sín í þessum leikjum við íslenska landsliðið. Hvort sem öruggir og sannfærandi sigrar Brasilíumanna á Íslendingum færðu liðinu aukið sjálfstraust eða gæfu þá varð niðurstaðan seinna um sumarið sú sama.Brasilíumenn fagna heimsmeistaratitlinum 1994.vísir/gettyFyrir 24 árum Hinn 4. maí 1994 mættust Brasilía og Ísland í vináttulandsleik í Florianopolis. Brasilíumenn unnu leikinn 3-0. Þetta var sögulegur dagur fyrir leikmann númer sjö í brasilíska liðinu en það var hinn sautján ára gamli Ronaldo. Ronaldo byrjaði leikinn og kom Brasilíumönnum yfir á 30. mínútu. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark en þau áttu eftir að verða 62 í 98 leikjum, þar af fimmtán þeirra í úrslitakeppni HM. Ronaldo átti flottan leik en hann fiskaði einnig vítaspyrnuna rétt fyrir hálfleik þar sem Zinho kom Brasilíu í 2-0. Viola skoraði síðasta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Svo 74 dögum síðar tryggðu Brasilíumenn sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í 24 ár eftir sigur á Ítölum í vítakeppni í Rose Bowl í Los Angeles. Roberto Baggio klikkaði á lokaspyrnunni og Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn síðan að Pelé hætti.Rivaldo og Ronaldo með Heimsmeistarastyttuna eftir 2-0 sigur Brasilíu á Þýskalandi í úrslitaleik HM 2002.vísir/gettyFyrir 16 árum Þann 7. mars 2002 mættust Brasilía og Ísland í vináttulandsleik í Cuiabá. Brasilíumenn unnu leikinn 6-1. Brasilíuferðin kom mjög skyndilega upp og Íslendingar gátu ekki stillt upp sínu besta liði. Grétar Hjartarson, Grétar Rafn Steinsson, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Guðmundur Steinarsson og Ólafur Þór Gunnarsson spiluðu til dæmis allir sinn fyrsta landsleik þetta kvöld. Þetta var sögulegur dagur fyrir leikmann númer átta í brasilíska liðinu en það var hinn nítján ára gamli Kaká. Kaká byrjaði leikinn og kom Brasilíumönnum í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark en þau áttu eftir að verða 29 í 92 leikjum. Anderson Polga og Kléberson höfðu komið brasilíska liðinu í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum. Í seinni hálfleik bættu þeir Kaká, Gilberto Silva og Edílson við mörkum áður en Anderson Polga skoraði sitt annað mark. Nýliðinn Grétar Rafn Steinsson kom inn á sem varamaður á 58. mínútu og minnkaði muninn í 6-1 fimmtán mínútum síðar. Næsti landsleikur Grétars Rafns kom ekki fyrr en þremur árum síðar en hann hóf landsleikjaferil sinn á leikjum á móti Brasilíu, Króatíu og Ítalíu. Það var svo 115 dögum síðar sem Brasilíumenn tryggðu sér sinn fimmta heimsmeistaratitil frá upphafi eftir 2-0 sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik í Japan. Ronaldo, sá hinn sami og opnaði markareikning sinn með landsliðinu á móti Íslandi átta árum fyrr, skoraði bæði mörkin í úrslitaleiknum og varð markakóngur HM 2002 með átta mörk.Hvað kemur upp úr pottinum? Á morgun verða Brasilíumenn í fyrsta styrkleikaflokki að venju og verða komnir upp úr pottinum þegar kemur að þriðja styrkleikaflokknum sem geymir íslenska landsliðið. Brasilíska landsliðið fór sannfærandi í gegnum undankeppnina og er eins og er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA. Eins og áður er liðið eitt af þeim sigurstranglegustu á stærsta sviðinu. Hvort sem Brasilíumenn eru tilbúnir að gefa lukkuþjóð sinni norður í Atlantshafi eitthvert kredit eða ekki þá geta þeir ekki neitað að þarna eru tengsl. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, vill ekki mæta HM-þjóðum í aðdraganda keppninnar og því er eina leiðin fyrir Brassana til að grípa Íslandsgæsina að lenda í riðli með Íslandi á morgun. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Brasilía er eina knattspyrnuþjóð heimsins með fimm stjörnur á búningnum sínum en Brassarnir hafa nú beðið í sextán ár eftir að bæta þeirri sjöttu við. Hver stjarna táknar heimsmeistaratitil og þar hefur engin þjóð ógnað setu Brasilíu á toppnum síðan Pelé varð heimsmeistari í þriðja sinn sinn fyrir tæpum fimm áratugum. Síðan Brasilía varð heimsmeistari síðast, á Yokohama leikvanginum 30. júní 2002, hafa Ítalir, Spánverjar og Þjóðverjar unnið heimsmeistaratitilinn en Brasilíumenn hafa tvisvar verið slegnir út í átta liða úrslitunum og töpuðu síðan 7-1 á móti verðandi heimsmeisturum, Þjóðverjum, í undanúrslitum á HM á heimavelli sumarið 2014.Pelé eða Ísland Frá því að Pelé lagði skóna á hilluna með brasilíska landsliðinu eftir HM í Mexíkó 1970 hafa Brasilíumenn aðeins tvisvar unnið heimsmeistaratitilinn. Þegar betur er að gáð þá komum við Íslendingar við sögu á þessum síðustu heimsmeistaraárum hjá Brössum. Keppnirnar 1994 og 2002 eiga nefnilega eitt sameiginlegt. Brasilíska liðið spilaði vináttulandsleik við Ísland í aðdraganda mótanna. Tvær af stærstu stjörnum Brasilíumanna á síðustu árum, Ronaldo og Kaká, skoruðu til dæmis báðir fyrstu landsliðsmörkin sín í þessum leikjum við íslenska landsliðið. Hvort sem öruggir og sannfærandi sigrar Brasilíumanna á Íslendingum færðu liðinu aukið sjálfstraust eða gæfu þá varð niðurstaðan seinna um sumarið sú sama.Brasilíumenn fagna heimsmeistaratitlinum 1994.vísir/gettyFyrir 24 árum Hinn 4. maí 1994 mættust Brasilía og Ísland í vináttulandsleik í Florianopolis. Brasilíumenn unnu leikinn 3-0. Þetta var sögulegur dagur fyrir leikmann númer sjö í brasilíska liðinu en það var hinn sautján ára gamli Ronaldo. Ronaldo byrjaði leikinn og kom Brasilíumönnum yfir á 30. mínútu. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark en þau áttu eftir að verða 62 í 98 leikjum, þar af fimmtán þeirra í úrslitakeppni HM. Ronaldo átti flottan leik en hann fiskaði einnig vítaspyrnuna rétt fyrir hálfleik þar sem Zinho kom Brasilíu í 2-0. Viola skoraði síðasta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Svo 74 dögum síðar tryggðu Brasilíumenn sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í 24 ár eftir sigur á Ítölum í vítakeppni í Rose Bowl í Los Angeles. Roberto Baggio klikkaði á lokaspyrnunni og Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn síðan að Pelé hætti.Rivaldo og Ronaldo með Heimsmeistarastyttuna eftir 2-0 sigur Brasilíu á Þýskalandi í úrslitaleik HM 2002.vísir/gettyFyrir 16 árum Þann 7. mars 2002 mættust Brasilía og Ísland í vináttulandsleik í Cuiabá. Brasilíumenn unnu leikinn 6-1. Brasilíuferðin kom mjög skyndilega upp og Íslendingar gátu ekki stillt upp sínu besta liði. Grétar Hjartarson, Grétar Rafn Steinsson, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Guðmundur Steinarsson og Ólafur Þór Gunnarsson spiluðu til dæmis allir sinn fyrsta landsleik þetta kvöld. Þetta var sögulegur dagur fyrir leikmann númer átta í brasilíska liðinu en það var hinn nítján ára gamli Kaká. Kaká byrjaði leikinn og kom Brasilíumönnum í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark en þau áttu eftir að verða 29 í 92 leikjum. Anderson Polga og Kléberson höfðu komið brasilíska liðinu í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum. Í seinni hálfleik bættu þeir Kaká, Gilberto Silva og Edílson við mörkum áður en Anderson Polga skoraði sitt annað mark. Nýliðinn Grétar Rafn Steinsson kom inn á sem varamaður á 58. mínútu og minnkaði muninn í 6-1 fimmtán mínútum síðar. Næsti landsleikur Grétars Rafns kom ekki fyrr en þremur árum síðar en hann hóf landsleikjaferil sinn á leikjum á móti Brasilíu, Króatíu og Ítalíu. Það var svo 115 dögum síðar sem Brasilíumenn tryggðu sér sinn fimmta heimsmeistaratitil frá upphafi eftir 2-0 sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik í Japan. Ronaldo, sá hinn sami og opnaði markareikning sinn með landsliðinu á móti Íslandi átta árum fyrr, skoraði bæði mörkin í úrslitaleiknum og varð markakóngur HM 2002 með átta mörk.Hvað kemur upp úr pottinum? Á morgun verða Brasilíumenn í fyrsta styrkleikaflokki að venju og verða komnir upp úr pottinum þegar kemur að þriðja styrkleikaflokknum sem geymir íslenska landsliðið. Brasilíska landsliðið fór sannfærandi í gegnum undankeppnina og er eins og er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA. Eins og áður er liðið eitt af þeim sigurstranglegustu á stærsta sviðinu. Hvort sem Brasilíumenn eru tilbúnir að gefa lukkuþjóð sinni norður í Atlantshafi eitthvert kredit eða ekki þá geta þeir ekki neitað að þarna eru tengsl. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, vill ekki mæta HM-þjóðum í aðdraganda keppninnar og því er eina leiðin fyrir Brassana til að grípa Íslandsgæsina að lenda í riðli með Íslandi á morgun.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira