Strákarnir okkar næst bestir í sínum flokki: Ísland getur strítt þeim stóru á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2017 12:30 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Ernir Dregið verður til riðlakeppni HM 2018 í Rússlandi á föstudaginn en í fyrsta sinn í sögunni verður íslenska landsliðið í pottinum þegar dregið verður. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Danmörku, Svíþjóð, Senegal, Kosta Ríka, Túnis, Egyptalandi og Íran og getur því ekki dregist í riðil með neinum af þessum þjóðum. Á vef bandaríska íþróttatímaritsins Sports Illustrated er liðunum styrkleikaraðað innan styrkleikaflokkana en þar á bæ eru menn á því að íslenska liðið sé það næst besta í þriðja styrkleikaflokki. Ef litið er til FIFA-listans ætti Ísland að vera þriðja sterkasta liðið í þriðja styrkleikaflokki en strákarnir okkar eru í 22. sæti. Danir eru efstir á FIFA-listanum af liðunum átta í þessum styrkleikaflokki og eru taldir sterkastir af þeim. „Er einhver sem vonast ekki til þess að Ísland komi mest á óvart af þessum liðum? Ísland komst í gegnum virkilega sterkan riðil í undankeppninni og sýndi að það á svo sannarlega heima á þessu sviði löngu áður en HM verður stækkað í 48 lið. Það vita allir hvað Ísland stendur fyrir og það getur svo sannarlega komið einhverjum af stóru liðunum í vandræði á leið þeirra að titlinum,“ segir í umsögn um strákana okkar. Svíar eru fyrir ofan Íslendinga á FIFA-listanum en komast aðeins í fjórða sætið í styrkleikaröðun Sports Illustrated innan þriðja styrkleikaflokks á eftir Íslandi og Kostaríka sem er í 26. sæti á FIFA-listanum. Trúin virðist ekki mikil í garð Senegal sem er í sjötta sæti í styrkleikaröðun SI en er samt sem áður í 23. sæti FIFA-listans, átta sætum á undan Egyptalandi sem er fyrir ofan það í þessari styrkleikaröðun. Íran og Túnis reka svo lestina. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona fer fyrsti HM dráttur Íslands nákvæmlega fram | Myndband Spennan fer stigvaxandi hjá íslensku knattspyrnuáhugafólki nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til að dregið verður í riðla fyrir HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. 27. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Dregið verður til riðlakeppni HM 2018 í Rússlandi á föstudaginn en í fyrsta sinn í sögunni verður íslenska landsliðið í pottinum þegar dregið verður. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Danmörku, Svíþjóð, Senegal, Kosta Ríka, Túnis, Egyptalandi og Íran og getur því ekki dregist í riðil með neinum af þessum þjóðum. Á vef bandaríska íþróttatímaritsins Sports Illustrated er liðunum styrkleikaraðað innan styrkleikaflokkana en þar á bæ eru menn á því að íslenska liðið sé það næst besta í þriðja styrkleikaflokki. Ef litið er til FIFA-listans ætti Ísland að vera þriðja sterkasta liðið í þriðja styrkleikaflokki en strákarnir okkar eru í 22. sæti. Danir eru efstir á FIFA-listanum af liðunum átta í þessum styrkleikaflokki og eru taldir sterkastir af þeim. „Er einhver sem vonast ekki til þess að Ísland komi mest á óvart af þessum liðum? Ísland komst í gegnum virkilega sterkan riðil í undankeppninni og sýndi að það á svo sannarlega heima á þessu sviði löngu áður en HM verður stækkað í 48 lið. Það vita allir hvað Ísland stendur fyrir og það getur svo sannarlega komið einhverjum af stóru liðunum í vandræði á leið þeirra að titlinum,“ segir í umsögn um strákana okkar. Svíar eru fyrir ofan Íslendinga á FIFA-listanum en komast aðeins í fjórða sætið í styrkleikaröðun Sports Illustrated innan þriðja styrkleikaflokks á eftir Íslandi og Kostaríka sem er í 26. sæti á FIFA-listanum. Trúin virðist ekki mikil í garð Senegal sem er í sjötta sæti í styrkleikaröðun SI en er samt sem áður í 23. sæti FIFA-listans, átta sætum á undan Egyptalandi sem er fyrir ofan það í þessari styrkleikaröðun. Íran og Túnis reka svo lestina.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona fer fyrsti HM dráttur Íslands nákvæmlega fram | Myndband Spennan fer stigvaxandi hjá íslensku knattspyrnuáhugafólki nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til að dregið verður í riðla fyrir HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. 27. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Svona fer fyrsti HM dráttur Íslands nákvæmlega fram | Myndband Spennan fer stigvaxandi hjá íslensku knattspyrnuáhugafólki nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til að dregið verður í riðla fyrir HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. 27. nóvember 2017 14:00