Allir vilja fá samgöngumálin Aðalheiður Ámundadóttir og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 27. nóvember 2017 06:00 Fundarhöld stóðu yfir um helgina og er markmiðið að mynda stjórn fyrir vikulok. vísir/ernir Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. „Það eru nokkur óleyst mál sem við formenn munum ræða. Stefnan er að ljúka þeim eins og hægt er þannig að unnt sé að leggja málið fyrir flokksmenn síðar í vikunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðisins herma að allir flokkarnir þrír vilji fá ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála í sinn hlut. Einkum eru það ráðherraefni úr landsbyggðarkjördæmunum sem hafa áhuga á þeim ráðherrastól. Þingflokkar flokkanna þriggja munu funda í dag og ræða næstu daga. Stefnt er að því að flokksstofnanir hvers flokks um sig komi saman í miðri viku til að ræða samstarfið. Áður en til þeirra funda kemur munu þingmenn flokkanna þó geta gefið athugasemdir við fyrirliggjandi samkomulag. Fái samstarfið grænt ljós frá flokksmönnum munu formenn flokkanna gera tillögu við þingflokka sína um hvaða ráðherraembætti falli í hlut hvers flokks. Ráðherraefnin munu því eigi liggja fyrir fyrr en afstaða flokksmanna liggur fyrir. Gangi allt eftir er stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Allt frá því hugmyndir um skiptingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tvö ráðuneyti láku í fjölmiðla hefur skipting ráðuneyta ekki verið rædd með formlegum hætti, fyrr en nú á lokametrum viðræðnanna. Útlit er fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái fimm ráðherrastóla en Vinstri græn og Framsókn þrjá hvor. Heimildir Fréttablaðsins herma að sótt sé að Bjarna Benediktssyni að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái forseta þingsins fari svo að flokkurinn fái aðeins fimm ráðuneyti. Alþingi Kosningar 2017 Stj.mál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. „Það eru nokkur óleyst mál sem við formenn munum ræða. Stefnan er að ljúka þeim eins og hægt er þannig að unnt sé að leggja málið fyrir flokksmenn síðar í vikunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðisins herma að allir flokkarnir þrír vilji fá ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála í sinn hlut. Einkum eru það ráðherraefni úr landsbyggðarkjördæmunum sem hafa áhuga á þeim ráðherrastól. Þingflokkar flokkanna þriggja munu funda í dag og ræða næstu daga. Stefnt er að því að flokksstofnanir hvers flokks um sig komi saman í miðri viku til að ræða samstarfið. Áður en til þeirra funda kemur munu þingmenn flokkanna þó geta gefið athugasemdir við fyrirliggjandi samkomulag. Fái samstarfið grænt ljós frá flokksmönnum munu formenn flokkanna gera tillögu við þingflokka sína um hvaða ráðherraembætti falli í hlut hvers flokks. Ráðherraefnin munu því eigi liggja fyrir fyrr en afstaða flokksmanna liggur fyrir. Gangi allt eftir er stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Allt frá því hugmyndir um skiptingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tvö ráðuneyti láku í fjölmiðla hefur skipting ráðuneyta ekki verið rædd með formlegum hætti, fyrr en nú á lokametrum viðræðnanna. Útlit er fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái fimm ráðherrastóla en Vinstri græn og Framsókn þrjá hvor. Heimildir Fréttablaðsins herma að sótt sé að Bjarna Benediktssyni að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái forseta þingsins fari svo að flokkurinn fái aðeins fimm ráðuneyti.
Alþingi Kosningar 2017 Stj.mál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira