Ófeigur er haldinn stelsýki: „Hann er með hanskablæti“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2017 19:24 Í Mosfellsbær býr kötturinn Ófeigur, sem haldinn er stelsýki, en hann er með sérstakt hanskablæti og hefur stolið tugum hanska af nágrönnum sínum. Ólöf Loftsdóttir, eigandi Ófeigs, sem var kominn með mikið samviskubit vegna fórnarlambanna, tók upp á því að setja góssið út á snúru svo að nágrannar geti sótt það. Þrátt fyrir að vera oftast alveg rosalega ljúfur og góður glímir hann við afar sérstaka áhættuhegðun en hann stelur ýmsu frá nágrönnum sínum og kemur með heim. „Hann hefur komið með hluti sem eru augljóslega inni hjá fólki. Það er enginn sem skilur eftir nærföt úti þannig það er alveg augljóst að hann er að fara inn um glugga hjá fólki og stela,“ segir Ólöf. Hún segir að fyrst hafi borið á þessu furðulega atferli Offa í vor. Þýfið varð alltaf meira og meira og gat hún ekki annað en reynt að ná til fórnarlamba Offa með því að hengja góssið á snúru í garðinum svo að þeir geti sótt það. Offi hefur sérstakan áhuga á hönskum en það er allur gangur á því hverju hann stelur. Offi er það klár, að ef hann stelur hanska einn daginn finnur hann hinn úr parinu þann næsta og kemur með heim. „Hann er náttúrulega með hanskablæti. Það er alveg ljóst. Það er blæti fyrir vinnuhönskum,“ segir Ólöf. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Í Mosfellsbær býr kötturinn Ófeigur, sem haldinn er stelsýki, en hann er með sérstakt hanskablæti og hefur stolið tugum hanska af nágrönnum sínum. Ólöf Loftsdóttir, eigandi Ófeigs, sem var kominn með mikið samviskubit vegna fórnarlambanna, tók upp á því að setja góssið út á snúru svo að nágrannar geti sótt það. Þrátt fyrir að vera oftast alveg rosalega ljúfur og góður glímir hann við afar sérstaka áhættuhegðun en hann stelur ýmsu frá nágrönnum sínum og kemur með heim. „Hann hefur komið með hluti sem eru augljóslega inni hjá fólki. Það er enginn sem skilur eftir nærföt úti þannig það er alveg augljóst að hann er að fara inn um glugga hjá fólki og stela,“ segir Ólöf. Hún segir að fyrst hafi borið á þessu furðulega atferli Offa í vor. Þýfið varð alltaf meira og meira og gat hún ekki annað en reynt að ná til fórnarlamba Offa með því að hengja góssið á snúru í garðinum svo að þeir geti sótt það. Offi hefur sérstakan áhuga á hönskum en það er allur gangur á því hverju hann stelur. Offi er það klár, að ef hann stelur hanska einn daginn finnur hann hinn úr parinu þann næsta og kemur með heim. „Hann er náttúrulega með hanskablæti. Það er alveg ljóst. Það er blæti fyrir vinnuhönskum,“ segir Ólöf.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira