Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2017 21:33 Michael Flynn var einn arkítekta stefnu Trump-stjórnarinnar um Bandaríkin fyrst og talaði fyrir bættum tengslum við Rússa. Vísir/AFP Lögmenn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa sagt lögmönnum forsetans að þeir geti ekki lengur rætt við þá rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Það er talið vísbending um að Flynn vinni með rannsakandanum eða sé að semja við hann.New York Times hefur þetta eftir fjórum ónafngreindum heimildamönnum sem koma að málunum. Lögmenn Flynn eru sagði hafa deilt upplýsingum með lögfræðiteymi Trump í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsaknda, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Því samstarfi hefur nú verið slitið. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Trump rétt í upphafi forsetatíðar hans. Hann neyddist til að segja af sér eftir innan við mánuð í starfi vegna þess að hann hafði ekki greint frá samskiptum sínum við Rússa. Bæði hann og sonur hans eru sagðir til rannsóknar hjá Mueller. Alvanalegt er sagt að verjendur sakborninga deili upplýsingum á meðan rannsókn stendur yfir. Því er þó hætt þegar hagsmunaárekstrar koma upp, þar á meðal ef annar sakborninga ræðir við yfirvöld um samstarf.Óttast að sonur sinn verði ákærðurBandaríska blaðið segir að samstarfsslitin þýði ekki ein og sér að Flynn hafi gengið í lið með rannsakendum Mueller. Lögmenn Trump hafi þó tekið tíðindunum þannig. Lögmenn bæði Flynn og Trump neituðu að tjá sig við blaðið. Flynn er sagður hollur Trump forseta. Hann hafi hins vegar lýst vaxandi áhyggjum undanfarið af því að sonur hans verði ákærður í tengslum við rannsókn Mueller. Flynn yngri var starfsmannastjóri föður síns og kom að fjármálagerningum sem Mueller er sagður beina sjónum sínum að. Mueller hefur þegar ákært þrjá einstaklinga sem tengdust framboði Trump, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra hans. Manafort og viðskiptafélagi hans eru sakaðir um samsæri, skattaundanskot og að skrá sig ekki sem fulltrúa erlendra ríkja. Þriðji maðurinn játaði sekt um að hafa reynt að afvegaleiða alríkislögreglumenn um samskipti hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. Trump hefur ítrekað vísað öllum kenningum um að framboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld á bug. Hann hefur meðal annars kallað rannsókn Mueller stærstu nornaveiðar sögunnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump hafnar því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. 11. nóvember 2017 14:30 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Óttuðust að Flynn gæti verið kúgaður af Rússum Þáverandi dómsmálaráðherra sagði að hún trúði því að rétt væri að benda Pence á að hann væri óvitandi að dreifa röngum upplýsingum 8. maí 2017 20:55 Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Lögmenn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa sagt lögmönnum forsetans að þeir geti ekki lengur rætt við þá rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Það er talið vísbending um að Flynn vinni með rannsakandanum eða sé að semja við hann.New York Times hefur þetta eftir fjórum ónafngreindum heimildamönnum sem koma að málunum. Lögmenn Flynn eru sagði hafa deilt upplýsingum með lögfræðiteymi Trump í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsaknda, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Því samstarfi hefur nú verið slitið. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Trump rétt í upphafi forsetatíðar hans. Hann neyddist til að segja af sér eftir innan við mánuð í starfi vegna þess að hann hafði ekki greint frá samskiptum sínum við Rússa. Bæði hann og sonur hans eru sagðir til rannsóknar hjá Mueller. Alvanalegt er sagt að verjendur sakborninga deili upplýsingum á meðan rannsókn stendur yfir. Því er þó hætt þegar hagsmunaárekstrar koma upp, þar á meðal ef annar sakborninga ræðir við yfirvöld um samstarf.Óttast að sonur sinn verði ákærðurBandaríska blaðið segir að samstarfsslitin þýði ekki ein og sér að Flynn hafi gengið í lið með rannsakendum Mueller. Lögmenn Trump hafi þó tekið tíðindunum þannig. Lögmenn bæði Flynn og Trump neituðu að tjá sig við blaðið. Flynn er sagður hollur Trump forseta. Hann hafi hins vegar lýst vaxandi áhyggjum undanfarið af því að sonur hans verði ákærður í tengslum við rannsókn Mueller. Flynn yngri var starfsmannastjóri föður síns og kom að fjármálagerningum sem Mueller er sagður beina sjónum sínum að. Mueller hefur þegar ákært þrjá einstaklinga sem tengdust framboði Trump, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra hans. Manafort og viðskiptafélagi hans eru sakaðir um samsæri, skattaundanskot og að skrá sig ekki sem fulltrúa erlendra ríkja. Þriðji maðurinn játaði sekt um að hafa reynt að afvegaleiða alríkislögreglumenn um samskipti hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. Trump hefur ítrekað vísað öllum kenningum um að framboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld á bug. Hann hefur meðal annars kallað rannsókn Mueller stærstu nornaveiðar sögunnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump hafnar því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. 11. nóvember 2017 14:30 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Óttuðust að Flynn gæti verið kúgaður af Rússum Þáverandi dómsmálaráðherra sagði að hún trúði því að rétt væri að benda Pence á að hann væri óvitandi að dreifa röngum upplýsingum 8. maí 2017 20:55 Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump hafnar því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. 11. nóvember 2017 14:30
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Óttuðust að Flynn gæti verið kúgaður af Rússum Þáverandi dómsmálaráðherra sagði að hún trúði því að rétt væri að benda Pence á að hann væri óvitandi að dreifa röngum upplýsingum 8. maí 2017 20:55
Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22