Hætti aðeins sex dögum eftir að hann kom liðinu á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 11:00 Ange Postecoglou táraðist á blaðamannafundinum. Vísir/Getty Ímyndið ykkur áfallið ef Heimir Hallgrímsson hefði hætt með íslenska fótboltalandsliðið nokkrum dögum eftir sigurinn eftirminnilega á Kósóvó í síðasta mánuði eða að Lars Lagerbäck hefði ekki farið með íslenska landsliðið á EM í Frakklandi 2016. Í slíkri stöðu eru Ástralir nú. Ange Postecoglou stýrði ástralska fótboltalandsliðinu inn á HM í Rússlandi í síðustu viku og Ástralir verða því í pottinum með okkur Íslendingum þegar dregið verður í lok næstu viku. Postecoglou verður hinsvegar ekki með sínum mönnum næsta sumar. Postecoglou sagði starfi sínu lausu aðeins sex dögum eftir að Ástralía vann umspilið á móti Hondúras. Ástralska liðið vann samanlagt 3-1 og verður með á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð. BBC segir frá. Ástralska sambandið vildi halda Ange Postecoglou og var búið að bjóða honum nýjan samning eftir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi. Postecoglou sagði hinsvegar nei takk við því tilboði og hættir strax. „Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig. Þetta starf hefur tekið sinn toll. Það eru mikil forréttindi að fá að stýra landslið þjóðar þinnar en því fylgir líka mikil ábyrgð. Ég er á því að það sé réttast að annar maður fái nú þessa ábyrgð, maður sem hefur orku í þetta starf,“ sagði Ange Postecoglou. Ange Postecoglou táraðist á blaðamannafundinum þar sem hann tilkynnti þessa ákvörðun sína. Postecoglou tók við ástralska liðinu af Holger Osieck árið 2013. Liðið vann 22 af 49 leikjum undir hans stjórn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Ímyndið ykkur áfallið ef Heimir Hallgrímsson hefði hætt með íslenska fótboltalandsliðið nokkrum dögum eftir sigurinn eftirminnilega á Kósóvó í síðasta mánuði eða að Lars Lagerbäck hefði ekki farið með íslenska landsliðið á EM í Frakklandi 2016. Í slíkri stöðu eru Ástralir nú. Ange Postecoglou stýrði ástralska fótboltalandsliðinu inn á HM í Rússlandi í síðustu viku og Ástralir verða því í pottinum með okkur Íslendingum þegar dregið verður í lok næstu viku. Postecoglou verður hinsvegar ekki með sínum mönnum næsta sumar. Postecoglou sagði starfi sínu lausu aðeins sex dögum eftir að Ástralía vann umspilið á móti Hondúras. Ástralska liðið vann samanlagt 3-1 og verður með á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð. BBC segir frá. Ástralska sambandið vildi halda Ange Postecoglou og var búið að bjóða honum nýjan samning eftir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi. Postecoglou sagði hinsvegar nei takk við því tilboði og hættir strax. „Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig. Þetta starf hefur tekið sinn toll. Það eru mikil forréttindi að fá að stýra landslið þjóðar þinnar en því fylgir líka mikil ábyrgð. Ég er á því að það sé réttast að annar maður fái nú þessa ábyrgð, maður sem hefur orku í þetta starf,“ sagði Ange Postecoglou. Ange Postecoglou táraðist á blaðamannafundinum þar sem hann tilkynnti þessa ákvörðun sína. Postecoglou tók við ástralska liðinu af Holger Osieck árið 2013. Liðið vann 22 af 49 leikjum undir hans stjórn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira