Maradona, Cafu eða Cannavaro gætu dregið Ísland upp úr pottinum 1. desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 09:30 Diego Maradona. Vísir/Getty Það er farið að styttast í það að dregið verði í riðla í úrslitakeppni HM í Rússlandi en eins og allir vita verður íslenska landsliðið nú í fyrsta sinn í pottinum. Dregið verður í riðla á HM 2018 í Kremlín-höllinni í Moskvu föstudaginn 1. desember og FIFA hefur nú tilkynnt hverjir það verða sem hjálpa Gary Lineker og Maria Komandnaya við dráttinn. Laurent Blanc, Gordon Banks, Cafu, Fabio Cannavaro, Diego Forlan, Diego Maradona og Carles Puyol verða þeim innan handar í Moskvu. Mario Klose verður einnig á staðnum, en hann sér um að halda á HM bikarnum. Saman verða þessir átta fyrrum leikmenn fulltrúar þeirra átta þjóða sem hafa orðið heimsmeistarar.Introducing the 8 #WorldCupDraw assistants! Laurent Blanc ????????????@thegordonbanks@officialcafu@fabiocannavaro@DiegoForlan7 Diego Maradona@Carles5puyol Nikita Simonyan pic.twitter.com/UhSOkCmJWr — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 21, 2017 Allir hafa þessir menn orðið heimsmeistarar nema Diego Forlan en síðasti heimsmeistaratitill Úrúgvæ var árið 1950. Forlan var hinsvegar kosinn besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku 2010 þar sem landslið Úrúgvæmanna endaði í fjórða sæti. „Drátturinn í lokakeppni HM 2018 er augljóslega mjög spennandi augnablik fyrir alla knattspyrnuaðdáendur. Það er frábært að fá allar þessar FIFA goðsagnir frá öllum þeim þjóðum sem hafa unnið Heimsmeistaramótið til þessa," sagði Gianni Infantion, forseti FIFA, en KSÍ hefur þetta eftir honum í frétt á heimasíðu sinni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki og það er ljóst að liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli. Strákarnir okkar gætu sem dæmi lent í riðli bæði með sterkri Suður-Ameríkuþjóð (Brasilía eða Argentína) og svo öflugri Evrópuþjóð (England eða Spánn). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Það er farið að styttast í það að dregið verði í riðla í úrslitakeppni HM í Rússlandi en eins og allir vita verður íslenska landsliðið nú í fyrsta sinn í pottinum. Dregið verður í riðla á HM 2018 í Kremlín-höllinni í Moskvu föstudaginn 1. desember og FIFA hefur nú tilkynnt hverjir það verða sem hjálpa Gary Lineker og Maria Komandnaya við dráttinn. Laurent Blanc, Gordon Banks, Cafu, Fabio Cannavaro, Diego Forlan, Diego Maradona og Carles Puyol verða þeim innan handar í Moskvu. Mario Klose verður einnig á staðnum, en hann sér um að halda á HM bikarnum. Saman verða þessir átta fyrrum leikmenn fulltrúar þeirra átta þjóða sem hafa orðið heimsmeistarar.Introducing the 8 #WorldCupDraw assistants! Laurent Blanc ????????????@thegordonbanks@officialcafu@fabiocannavaro@DiegoForlan7 Diego Maradona@Carles5puyol Nikita Simonyan pic.twitter.com/UhSOkCmJWr — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 21, 2017 Allir hafa þessir menn orðið heimsmeistarar nema Diego Forlan en síðasti heimsmeistaratitill Úrúgvæ var árið 1950. Forlan var hinsvegar kosinn besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku 2010 þar sem landslið Úrúgvæmanna endaði í fjórða sæti. „Drátturinn í lokakeppni HM 2018 er augljóslega mjög spennandi augnablik fyrir alla knattspyrnuaðdáendur. Það er frábært að fá allar þessar FIFA goðsagnir frá öllum þeim þjóðum sem hafa unnið Heimsmeistaramótið til þessa," sagði Gianni Infantion, forseti FIFA, en KSÍ hefur þetta eftir honum í frétt á heimasíðu sinni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki og það er ljóst að liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli. Strákarnir okkar gætu sem dæmi lent í riðli bæði með sterkri Suður-Ameríkuþjóð (Brasilía eða Argentína) og svo öflugri Evrópuþjóð (England eða Spánn).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira