Stuðningsmenn þurfa að vera á tánum til að ná sér í miða á HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 18:30 Glugginn fyrir Íslendinga til að kaupa sér miða á leiki Íslands á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumer er 5. desember til 31. janúar. Í gær var greint frá því að gríðarleg aðsókn væri í miðana og að 98 prósent miða sem í boði væru hefðu nú þegar verið seldir.Sjá einnig:Gríðarleg aðsókn í miða á HM í RússlandiHjörtur Hjartarson heyrði í Klöru Bjartmarz, framkvæmdarstjóra KSÍ, í dag og sagði hún að íslenskir stuðningsmenn þyrftu ekki að missa alla von enn, þessi 98 prósent hafi bara átt við þann hluta miða sem eru í boði í núverandi miðasöluglugga. Miðasalan fer fram í nokkrum hlutum og er annar hluti hennar opinn núna. Besti glugginn til miðakaupa fyrir íslenska stuðningsmenn er þó ekki opinn enn, en hann er frá 5. desember til 31. janúar. Í þessum glugga er hægt að sækja um miða á leiki Íslands, án þess að vita hvar þeir eru spilaðir eða á móti hverjum. Það verður dregið í riðla 1. desember næstkomandi og því geta stuðningsmenn verið betur upplýstir um leikina sem þeir eru að kaupa miða á. Fyrirkomulagið er þó þannig að ekki er verið að kaupa miða, heldur sækja um þá. Stuðningsmenn sækja um hvaða leiki þeir vilja kaupa miða á. Þegar glugganum líkur þá er tekið saman hvort fjöldi umsókna sé meiri en fjöldi miða í boði. Ef svo er er dregið um það hver fær miða. Ef ekki fá allir miða sem sóttu um. Ekki skiptir máli hvort sótt sé um miða 6. desember eða 30. janúar, allir eiga jafn mikinn séns á því að fá miða. Fjöldi miða sem er í boði fyrir íslenska stuðningsmenn er 8 prósent af þeim miðum sem eru í sölu á hverjum leik fyrir sig. Fari svo að Ísland spili á einum af minni leikvöngunum gæti miðafjöldinn því orðið ekki nema 2500 miðar. Klara vildi einnig ítreka það að aðeins þeir miðar sem keyptir eru í gegnum fifa.com eru gildir inn á leikvangana. Komist upp um miðakaup í gegnum þriðja aðila þá verða þeir miðar ógildir. Einnig má ekki skipta um nafn á keyptum miðum. Spjall Hjartar og Klöru í heildina má hlusta á í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Glugginn fyrir Íslendinga til að kaupa sér miða á leiki Íslands á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumer er 5. desember til 31. janúar. Í gær var greint frá því að gríðarleg aðsókn væri í miðana og að 98 prósent miða sem í boði væru hefðu nú þegar verið seldir.Sjá einnig:Gríðarleg aðsókn í miða á HM í RússlandiHjörtur Hjartarson heyrði í Klöru Bjartmarz, framkvæmdarstjóra KSÍ, í dag og sagði hún að íslenskir stuðningsmenn þyrftu ekki að missa alla von enn, þessi 98 prósent hafi bara átt við þann hluta miða sem eru í boði í núverandi miðasöluglugga. Miðasalan fer fram í nokkrum hlutum og er annar hluti hennar opinn núna. Besti glugginn til miðakaupa fyrir íslenska stuðningsmenn er þó ekki opinn enn, en hann er frá 5. desember til 31. janúar. Í þessum glugga er hægt að sækja um miða á leiki Íslands, án þess að vita hvar þeir eru spilaðir eða á móti hverjum. Það verður dregið í riðla 1. desember næstkomandi og því geta stuðningsmenn verið betur upplýstir um leikina sem þeir eru að kaupa miða á. Fyrirkomulagið er þó þannig að ekki er verið að kaupa miða, heldur sækja um þá. Stuðningsmenn sækja um hvaða leiki þeir vilja kaupa miða á. Þegar glugganum líkur þá er tekið saman hvort fjöldi umsókna sé meiri en fjöldi miða í boði. Ef svo er er dregið um það hver fær miða. Ef ekki fá allir miða sem sóttu um. Ekki skiptir máli hvort sótt sé um miða 6. desember eða 30. janúar, allir eiga jafn mikinn séns á því að fá miða. Fjöldi miða sem er í boði fyrir íslenska stuðningsmenn er 8 prósent af þeim miðum sem eru í sölu á hverjum leik fyrir sig. Fari svo að Ísland spili á einum af minni leikvöngunum gæti miðafjöldinn því orðið ekki nema 2500 miðar. Klara vildi einnig ítreka það að aðeins þeir miðar sem keyptir eru í gegnum fifa.com eru gildir inn á leikvangana. Komist upp um miðakaup í gegnum þriðja aðila þá verða þeir miðar ógildir. Einnig má ekki skipta um nafn á keyptum miðum. Spjall Hjartar og Klöru í heildina má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira