Handbolti

HSÍ ræður styrktarþjálfara sem lærði í skóla Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fannar Karvel.
Fannar Karvel. Mynd/HSÍ
Fannar Karvel hefur verið ráðinn í stöðu styrktarþjálfara hjá Handknattleikssambandinu og mun hafa umsjón með allri styrktarþjálfun landsliða HSÍ en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins.

Fannar Karvel er íþróttafræðingur að mennt með MBA frá UEM Escuela Real Madrid. Hann á og rekur Spörtu Heilsurækt og starfar einnig sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík.

Undanfarin tólf ár hefur Fannar sinnt þjálfun íþróttamanna og þjálfar nú handboltamenn um alla Evrópu ásamt því að sinna styrktarþjálfun liða og leikmanna í Olísdeildum karla og kvenna hér heima.

Handknattleikssamband Íslands mun með þessu skrefi auka fagmennskuna í kringum þjálfun landsliða sinna.

Það er ljóst að íslenskir handboltamenn mega alls ekki sofna á verðinum þegar kemur að huga að meiri styrktarþjálfun og öðrum fyrirbyggjandi æfingum sem koma í veg fyrir meiðsli og gera okkar fólk betur undirbúið fyrir átökin inn á vellinum.

Þetta fólk hér fyrir neðan ætti að njóta góðs af þessari ráðningu.



 
Yngri landslið HSÍ Stórglæsilegur hópur samankominn í Háskólanum í Reykjavík i dag. #handbolti #strakarnirokkar #stelpurnarokkar

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on Sep 30, 2017 at 3:48am PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×