Jón Trausti laus allra mála í Æsustaðamáli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Arnar Jónsson Aspar lést í kjölfar atburða sem urðu á Æsustöðum í Mosfellsdal 7. júní síðastliðinn. vísir/eyþór Ríkissaksóknari hefur staðfest þá niðurstöðu héraðssaksóknara að ákæra ekki aðra en Svein Gest Tryggvason fyrir aðild að atburðum sem leiddu til dauða Arnars Jónssonar Aspar við Æsustaði í Mosfellssveit 7. júní síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í október, kærðu aðstandendur Arnars til ríkissaksóknara þá niðurstöðu héraðssaksóknara að fella niður mál gegn sakborningunum Ástu Hrönn Guðmundsdóttur, Jóni Trausta Lútherssyni, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnari Erni Kristinssyni. Í kærunni var þess krafist að héraðssaksóknara yrði falið að ákæra fleiri en einungis Svein Gest Tryggvason í málinu. Í niðurstöðu ríkissaksóknara, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er fallist á forsendur héraðssaksóknara fyrir niðurfellingu málanna en einnig vísað til framburðar vitnis sem hafði góða yfirsýn yfir vettvanginn og lýsti með greinargóðum hætti hvernig Sveinn Gestur beitti Arnar ofbeldi án liðsinnis Jóns Trausta Lútherssonar. Þá vísar ríkissaksóknari einnig til dóms Hæstaréttar sem felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir Jóni Trausta. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á að Jón Trausti væri undir nægilega sterkum grun sem réttlætt gæti gæsluvarðhald. Að mati ríkissaksóknara eru mál á hendur öðrum en Sveini Gesti því ekki líkleg til sakfellis. Er því fallist á niðurstöðu héraðssaksóknara. Aðalmeðferð í máli Sveins Gests hefst á miðvikudag og því mikið í húfi fyrir ákæruvaldið að fá niðurstöðu í umrætt kærumál enda Jón Trausti og aðrir menn sem höfðu um tíma réttarstöðu sakborninga í málinu á vitnalista í málinu. „Vegna óvissu um réttarstöðu míns skjólstæðings tilkynnti ég dómara og ákæranda að hann gæfi ekki vitnaskýrslu í málinu nema niðurstaða lægi fyrir hvort réttarstaða hans tæki breytingum, enda réttindi þess sem gefur skýrslu sem sakborningur í máli gerólík stöðu þess sem gefur skýrslu sem vitni í sakamáli,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Jóns Trausta Lútherssonar. Sakborningi er ekki skylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök og hann getur ýmist neitað að gefa skýrslu um sakarefnið eða neitað að svara einstaka spurningum. Vitnum er hins vegar skylt að koma fyrir dóm til að svara munnlegum spurningum um málsatvik og ber að greina satt og rétt frá í öllu og svara þeim spurningum sem til þeirra er beint. Aðspurður staðfestir Sveinn Andri að Jón Trausti gefi skýrslu við aðalmeðferðina sem vitni, nú þegar niðurstaða ríkissaksóknara liggur fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Réttarhöldin yfir Sveini Gesti hefjast ekki fyrr en á miðvikudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar er framundan. 20. nóvember 2017 07:26 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar. 26. október 2017 06:00 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur staðfest þá niðurstöðu héraðssaksóknara að ákæra ekki aðra en Svein Gest Tryggvason fyrir aðild að atburðum sem leiddu til dauða Arnars Jónssonar Aspar við Æsustaði í Mosfellssveit 7. júní síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í október, kærðu aðstandendur Arnars til ríkissaksóknara þá niðurstöðu héraðssaksóknara að fella niður mál gegn sakborningunum Ástu Hrönn Guðmundsdóttur, Jóni Trausta Lútherssyni, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnari Erni Kristinssyni. Í kærunni var þess krafist að héraðssaksóknara yrði falið að ákæra fleiri en einungis Svein Gest Tryggvason í málinu. Í niðurstöðu ríkissaksóknara, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er fallist á forsendur héraðssaksóknara fyrir niðurfellingu málanna en einnig vísað til framburðar vitnis sem hafði góða yfirsýn yfir vettvanginn og lýsti með greinargóðum hætti hvernig Sveinn Gestur beitti Arnar ofbeldi án liðsinnis Jóns Trausta Lútherssonar. Þá vísar ríkissaksóknari einnig til dóms Hæstaréttar sem felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir Jóni Trausta. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á að Jón Trausti væri undir nægilega sterkum grun sem réttlætt gæti gæsluvarðhald. Að mati ríkissaksóknara eru mál á hendur öðrum en Sveini Gesti því ekki líkleg til sakfellis. Er því fallist á niðurstöðu héraðssaksóknara. Aðalmeðferð í máli Sveins Gests hefst á miðvikudag og því mikið í húfi fyrir ákæruvaldið að fá niðurstöðu í umrætt kærumál enda Jón Trausti og aðrir menn sem höfðu um tíma réttarstöðu sakborninga í málinu á vitnalista í málinu. „Vegna óvissu um réttarstöðu míns skjólstæðings tilkynnti ég dómara og ákæranda að hann gæfi ekki vitnaskýrslu í málinu nema niðurstaða lægi fyrir hvort réttarstaða hans tæki breytingum, enda réttindi þess sem gefur skýrslu sem sakborningur í máli gerólík stöðu þess sem gefur skýrslu sem vitni í sakamáli,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Jóns Trausta Lútherssonar. Sakborningi er ekki skylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök og hann getur ýmist neitað að gefa skýrslu um sakarefnið eða neitað að svara einstaka spurningum. Vitnum er hins vegar skylt að koma fyrir dóm til að svara munnlegum spurningum um málsatvik og ber að greina satt og rétt frá í öllu og svara þeim spurningum sem til þeirra er beint. Aðspurður staðfestir Sveinn Andri að Jón Trausti gefi skýrslu við aðalmeðferðina sem vitni, nú þegar niðurstaða ríkissaksóknara liggur fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Réttarhöldin yfir Sveini Gesti hefjast ekki fyrr en á miðvikudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar er framundan. 20. nóvember 2017 07:26 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar. 26. október 2017 06:00 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Réttarhöldin yfir Sveini Gesti hefjast ekki fyrr en á miðvikudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar er framundan. 20. nóvember 2017 07:26
Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09
Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar. 26. október 2017 06:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“