Gríðarleg aðsókn í miða á HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 12:30 Stuðningsfólk íslenska landsliðsins fjölmennir vonandi til Rússlands næsta sumar. Vísir/Eyþór Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni í dag að það sé gríðarlega aðsókn er í miða á Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi sem fer fram næsta sumar. Þetta verður söguleg keppni fyrir okkur Íslendinga enda íslenska karlalandsliðið með í fyrsta sinn í 88 ára sögu heimsmeistarakeppninnar. Annar hluti miðasölu hófst á fimmtudaginn var og aðeins 24 klukkustundum eftir að miðasalan opnaði aftur höfðu um 98 prósent af þeim miðum sem í boði voru í þeim hluta verið seldir. Það er því ljóst að mjög mikill áhugi er fyrir því að sjá leikina í Rússlandi. Í kringum 51 prósent af umsóknum um miða hefur komið frá Rússlandi en hin 49 prósent hafa dreifst kringum heiminn. Aðdáendur frá Argentínu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Brasilíu, Kólumbíu, Kína, Ástralíu, Þýskalandi og Indlandi fylla topp tíu listann eins og fram kemur í fréttinni á heimasíðu KSÍ. „Í ljósi þessarar gríðarlegu aðsóknar í miða vill FIFA benda stuðningsmönnum á að FIFA.com/tickets er eina löglega vefsíðan til að kaupa miða á HM í Rússlandi 2018. Miðar sem eru keyptir annars staðar frá munu sjálfkrafa verða ógildir þegar upp kemst um það að þeir hafi verið keyptir í gegnum þriðja aðila,“ segir ennfremur í fréttinni. Söluglugginn sem er opinn núna lokar síðan 28. nóvember næstkomandi. Sá næsti opnar ekki fyrr 5. desember eða eftir að drátturinn í lokakeppnina er búinn. Hér er um að ræða aðalhluta miðasölu til stuðningsmanna Íslands og verður sá sölugluggi opinn til 31. janúar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni í dag að það sé gríðarlega aðsókn er í miða á Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi sem fer fram næsta sumar. Þetta verður söguleg keppni fyrir okkur Íslendinga enda íslenska karlalandsliðið með í fyrsta sinn í 88 ára sögu heimsmeistarakeppninnar. Annar hluti miðasölu hófst á fimmtudaginn var og aðeins 24 klukkustundum eftir að miðasalan opnaði aftur höfðu um 98 prósent af þeim miðum sem í boði voru í þeim hluta verið seldir. Það er því ljóst að mjög mikill áhugi er fyrir því að sjá leikina í Rússlandi. Í kringum 51 prósent af umsóknum um miða hefur komið frá Rússlandi en hin 49 prósent hafa dreifst kringum heiminn. Aðdáendur frá Argentínu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Brasilíu, Kólumbíu, Kína, Ástralíu, Þýskalandi og Indlandi fylla topp tíu listann eins og fram kemur í fréttinni á heimasíðu KSÍ. „Í ljósi þessarar gríðarlegu aðsóknar í miða vill FIFA benda stuðningsmönnum á að FIFA.com/tickets er eina löglega vefsíðan til að kaupa miða á HM í Rússlandi 2018. Miðar sem eru keyptir annars staðar frá munu sjálfkrafa verða ógildir þegar upp kemst um það að þeir hafi verið keyptir í gegnum þriðja aðila,“ segir ennfremur í fréttinni. Söluglugginn sem er opinn núna lokar síðan 28. nóvember næstkomandi. Sá næsti opnar ekki fyrr 5. desember eða eftir að drátturinn í lokakeppnina er búinn. Hér er um að ræða aðalhluta miðasölu til stuðningsmanna Íslands og verður sá sölugluggi opinn til 31. janúar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira