Hörður Björgvin á eina bestu tilvitnun vikunnar hjá FIFA: Heimurinn hissa en ekki við strákarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 15:00 Hörður Björgvin Magnússon fagnar sæti á HM 2018. Vísir/Ernir Íslenski landsliðsbakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon ræddi ævintýri íslenska knattspyrnulandsliðsins í síðustu viku og ummæli hans komust á lista hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, yfir bestur tilvitnanir vikunnar. Hörður Björgvin, sem leikur með Bristol City í ensku b-deildinni, var í viðtali hjá netsíðunni Goal.com og talaði um afrek íslenska fótboltalandsliðsins að komast á HM í fyrsta sinn.“Qualification is not really a surprise for us. It’s always been a goal for us, qualifying for a big tournament"@HordurM34 on going to next year's #WorldCuphttps://t.co/1J5nJpVZDUpic.twitter.com/6ApM2Eh0G6 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 18, 2017 „Það kemur okkur ekki á óvart að hafa komist á HM. Það hefur alltaf verið markmið hjá okkur að komast á stórmót. Við höfum ekki leikmenn eins og Neymar eða Philippe Coutinho í okkar liði en við erum með leikmenn sem vinna vel saman og sem ein liðsheild. Það var sá andi sem hjálpaði okkur að vinna England á Evrópumótinu og getur komið okkur enn lengra,“ sagði Hörður Björgvin í viðtalinu við Goal.com sem kom honum í tilvitnunarhóp vikunnar hjá FIFA. Hörður Björgvin er þar í hópi með Gianluigi Buffon, fyrirliða ítalska landsliðsins, Janne Andersson, þjálfara sænska landsliðsins, Marcus Rashford, leikmanni enska landsliðsins, Brasilíumanninum Robinho og Sadio Mane, leikmanni Liverpool og landsliðs Senegal. Þar eiga líka Jose Mourinho, Ronaldinho, Age Hareide og Gus Poyet líka skemmtilegar tilvitnanir. Það má nálgast alla samantekt FIFA með því að smella hér. Hörður Björgvin vann sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í miðri undankeppninni og skoraði meðal annars ótrúlega mikilvægt sigurmark á móti Króatíu í Laugardalnum. Án sigurmarksins hans í Króatíuleiknum í júní þá hefði íslenska landsliðið ekki unnið riðilinn og því þurft að fara í umspil um sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon ræddi ævintýri íslenska knattspyrnulandsliðsins í síðustu viku og ummæli hans komust á lista hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, yfir bestur tilvitnanir vikunnar. Hörður Björgvin, sem leikur með Bristol City í ensku b-deildinni, var í viðtali hjá netsíðunni Goal.com og talaði um afrek íslenska fótboltalandsliðsins að komast á HM í fyrsta sinn.“Qualification is not really a surprise for us. It’s always been a goal for us, qualifying for a big tournament"@HordurM34 on going to next year's #WorldCuphttps://t.co/1J5nJpVZDUpic.twitter.com/6ApM2Eh0G6 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 18, 2017 „Það kemur okkur ekki á óvart að hafa komist á HM. Það hefur alltaf verið markmið hjá okkur að komast á stórmót. Við höfum ekki leikmenn eins og Neymar eða Philippe Coutinho í okkar liði en við erum með leikmenn sem vinna vel saman og sem ein liðsheild. Það var sá andi sem hjálpaði okkur að vinna England á Evrópumótinu og getur komið okkur enn lengra,“ sagði Hörður Björgvin í viðtalinu við Goal.com sem kom honum í tilvitnunarhóp vikunnar hjá FIFA. Hörður Björgvin er þar í hópi með Gianluigi Buffon, fyrirliða ítalska landsliðsins, Janne Andersson, þjálfara sænska landsliðsins, Marcus Rashford, leikmanni enska landsliðsins, Brasilíumanninum Robinho og Sadio Mane, leikmanni Liverpool og landsliðs Senegal. Þar eiga líka Jose Mourinho, Ronaldinho, Age Hareide og Gus Poyet líka skemmtilegar tilvitnanir. Það má nálgast alla samantekt FIFA með því að smella hér. Hörður Björgvin vann sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í miðri undankeppninni og skoraði meðal annars ótrúlega mikilvægt sigurmark á móti Króatíu í Laugardalnum. Án sigurmarksins hans í Króatíuleiknum í júní þá hefði íslenska landsliðið ekki unnið riðilinn og því þurft að fara í umspil um sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira